Bakvið tjöldin við tökur á Game of Thrones: "Ísland eini staðurinn sem kemur til greina“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. júní 2017 11:30 Það styttist í að sjöunda serían hefjist. Í síðasta mánuði kom út ný stikla fyrir nýjustu seríu Game of Thrones og eru aðdáendur að verða spenntir fyrir því að sjöunda þáttaröðin hefjist í júlí. Þáttaröðin átti upphaflega að fara fyrr í loftið en dróst á langinn meðal annars vegna snjóleysis hér á Íslandi. Tafði það upptökur svo að frumsýningu var frestað. Tökuliðið var hér á ferð um miðjan janúar og fóru tökur meðal annars fram á Svínafellsjökli, í Reynisfjöru og við Jökulsárlón. Þetta var í fimmta skipti sem tökulið þáttanna kemur hingað til lands. Þáttaröðin sjálf, sem verður sú næstsíðasta í röðinni, hefst 16. júlí næstkomandi. Þættirnir verða sýndir samtímis í fjölda landa, þar á meðal á Stöð 2 á Íslandi. Nú hefur verið gefið út myndskeið sem sýnir bak við tjöldin frá tökunum á Íslandi og einnig á Spáni. „Við elskum öll að koma til íslands, þar er allt svo fallegt,“ segir Bernie Caulfield, úr GOT teyminu. „Á hverjum degi þegar sólin rís fáum við nýja gjöf fyrir okkur sem tökulið. Það getur verið mjög erfitt að taka upp á Íslandi,“ segir Caulfield. „Myndatökumennirnir eru oft í vandræðum með að finna fókusinn þar sem þeir eru kannski að drepast úr kulda á fingrunum.“Snow sáttur„Þetta náttúruumhverfi gefur þáttunum raunverulegan blæ,“ segir Kit Harington, einn af aðalleikurum þáttanna en hann fer með hlutverk Jon Snow. Alveg frá því í annarri seríu hefur Ísland alltaf verið tökustaðurinn þegar atburðir eiga að gerast norðan veggjarins. „Það er oft gaman að mæta á tökustað í myrkrinu og síðan sjá hvernig staðurinn lítur út þegar sólin kemur upp. Þá áttar maður sig á því að þessi staður mun algjörlega gera þáttinn að því sem hann er.“ „Ef við viljum gefa norðrinu villt umhverfi, þá er Ísland eini staðurinn sem kemur til greina,“ segir Kristofer Hivju, sem leikur Tormund.Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft. Game of Thrones Tengdar fréttir Fimm þáttaraðir í bígerð, ekki fjórar George RR Martin segir þættina fjalla um forsögu sögumheims A Song of Ice and Fire. 15. maí 2017 14:15 Ný stikla úr sjöundu þáttaröð Game of Thrones Þáttaröðin sjálf, sem verður sú næstsíðasta í röðinni, hefst 16. júlí næstkomandi. 24. maí 2017 17:17 Teiknaði öll morðin í GOT til að hjálpa okkur að rifja upp allar þáttaraðirnar Núna styttist óðum í það að sjöunda þáttaröðin af Game of Thrones hefjist á Stöð 2 og um heim allan. 29. maí 2017 11:15 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Í síðasta mánuði kom út ný stikla fyrir nýjustu seríu Game of Thrones og eru aðdáendur að verða spenntir fyrir því að sjöunda þáttaröðin hefjist í júlí. Þáttaröðin átti upphaflega að fara fyrr í loftið en dróst á langinn meðal annars vegna snjóleysis hér á Íslandi. Tafði það upptökur svo að frumsýningu var frestað. Tökuliðið var hér á ferð um miðjan janúar og fóru tökur meðal annars fram á Svínafellsjökli, í Reynisfjöru og við Jökulsárlón. Þetta var í fimmta skipti sem tökulið þáttanna kemur hingað til lands. Þáttaröðin sjálf, sem verður sú næstsíðasta í röðinni, hefst 16. júlí næstkomandi. Þættirnir verða sýndir samtímis í fjölda landa, þar á meðal á Stöð 2 á Íslandi. Nú hefur verið gefið út myndskeið sem sýnir bak við tjöldin frá tökunum á Íslandi og einnig á Spáni. „Við elskum öll að koma til íslands, þar er allt svo fallegt,“ segir Bernie Caulfield, úr GOT teyminu. „Á hverjum degi þegar sólin rís fáum við nýja gjöf fyrir okkur sem tökulið. Það getur verið mjög erfitt að taka upp á Íslandi,“ segir Caulfield. „Myndatökumennirnir eru oft í vandræðum með að finna fókusinn þar sem þeir eru kannski að drepast úr kulda á fingrunum.“Snow sáttur„Þetta náttúruumhverfi gefur þáttunum raunverulegan blæ,“ segir Kit Harington, einn af aðalleikurum þáttanna en hann fer með hlutverk Jon Snow. Alveg frá því í annarri seríu hefur Ísland alltaf verið tökustaðurinn þegar atburðir eiga að gerast norðan veggjarins. „Það er oft gaman að mæta á tökustað í myrkrinu og síðan sjá hvernig staðurinn lítur út þegar sólin kemur upp. Þá áttar maður sig á því að þessi staður mun algjörlega gera þáttinn að því sem hann er.“ „Ef við viljum gefa norðrinu villt umhverfi, þá er Ísland eini staðurinn sem kemur til greina,“ segir Kristofer Hivju, sem leikur Tormund.Hér að neðan má sjá myndbandið sjálft.
Game of Thrones Tengdar fréttir Fimm þáttaraðir í bígerð, ekki fjórar George RR Martin segir þættina fjalla um forsögu sögumheims A Song of Ice and Fire. 15. maí 2017 14:15 Ný stikla úr sjöundu þáttaröð Game of Thrones Þáttaröðin sjálf, sem verður sú næstsíðasta í röðinni, hefst 16. júlí næstkomandi. 24. maí 2017 17:17 Teiknaði öll morðin í GOT til að hjálpa okkur að rifja upp allar þáttaraðirnar Núna styttist óðum í það að sjöunda þáttaröðin af Game of Thrones hefjist á Stöð 2 og um heim allan. 29. maí 2017 11:15 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Fimm þáttaraðir í bígerð, ekki fjórar George RR Martin segir þættina fjalla um forsögu sögumheims A Song of Ice and Fire. 15. maí 2017 14:15
Ný stikla úr sjöundu þáttaröð Game of Thrones Þáttaröðin sjálf, sem verður sú næstsíðasta í röðinni, hefst 16. júlí næstkomandi. 24. maí 2017 17:17
Teiknaði öll morðin í GOT til að hjálpa okkur að rifja upp allar þáttaraðirnar Núna styttist óðum í það að sjöunda þáttaröðin af Game of Thrones hefjist á Stöð 2 og um heim allan. 29. maí 2017 11:15