Jökullinn logar vinnur aðalverðlaunin á kvikmyndahátíð í New York Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2017 17:46 Frá EM í Frakklandi í fyrra en Jökullinn logar fjallar um aðdragandann og undirbúninginn fyrir mótið. vísir/vilhelm Kvikmynd Sölva Tryggvasonar og Sævars Guðmundsson, Jökullinn logar, um aðdraganda og undirbúning íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir Evrópumótið í Frakklandi í fyrra hlaut í dag aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni Kicking + Screening í New York. Hátíðin er knattspyrnukvikmyndahátíð en á heimasíðu segir að hún fagni öllu því sem tengist fótboltanum og menningunni í kringum hann. Hátíðin var fyrst haldin árið 2009 og vakti strax mikla athygli en aðalverðlaunin, sem Jökullinn logar hlaut í dag, eru kölluð „Gullna flautan.“ Jökullinn logar var valin besta heimildarmyndin á Eddunni í ár en Sölvi segir á Facebook-síðu sinni að verðlaunin séu þau fyrstu sem myndin hlýtur utan landssteinana. Framundan séu svo kvikmyndahátíðir í Mexíkó og Perú. Myndin var frumsýnd þann 3. júní í fyrra, 11 dögum áður en strákarnir hófu leik í Frakklandi. Samkvæmt tölum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands sáu um 3.600 manns myndina í bíó. Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kvikmynd Sölva Tryggvasonar og Sævars Guðmundsson, Jökullinn logar, um aðdraganda og undirbúning íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir Evrópumótið í Frakklandi í fyrra hlaut í dag aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni Kicking + Screening í New York. Hátíðin er knattspyrnukvikmyndahátíð en á heimasíðu segir að hún fagni öllu því sem tengist fótboltanum og menningunni í kringum hann. Hátíðin var fyrst haldin árið 2009 og vakti strax mikla athygli en aðalverðlaunin, sem Jökullinn logar hlaut í dag, eru kölluð „Gullna flautan.“ Jökullinn logar var valin besta heimildarmyndin á Eddunni í ár en Sölvi segir á Facebook-síðu sinni að verðlaunin séu þau fyrstu sem myndin hlýtur utan landssteinana. Framundan séu svo kvikmyndahátíðir í Mexíkó og Perú. Myndin var frumsýnd þann 3. júní í fyrra, 11 dögum áður en strákarnir hófu leik í Frakklandi. Samkvæmt tölum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands sáu um 3.600 manns myndina í bíó.
Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira