Toyota á ráspól í Le Mans Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2017 09:28 Það verða tveir Toyota bílar fremstir í ræsingunni í Le Mans um helgina. Hin árlega 24 klukkustunda þolaksturskeppni í Le Mans í Frakklandi fer fram um helgina. Keppt var um uppröðun bíla í ræsingu keppninnar í gærkvöldi. Toyota náði bæði besta og næstbesta tímanum í þessari keppni um ráspólinn. Í þriðja og fjórða sæti komu svo tveir bílar frá Porsche. Í raun mun keppnin í ár, líkt og í fyrra, líklega standa milli Toyota og Porsche, en Porsche hafði sigur í Le Mans keppninni í fyrra. Það var Kamui Kobayashi sem ók þeim Toyota bíl sem náði bestum tímanum í gær, en tími hans í brautinni var 3 mínútur og 14,791 sekúnda. Næst besta tímanum náði Kazuki Nakajima á 3 mínútum og 17,128 ekúndum og tími Porsche bílsins í þriðja sæti var 3 mínútur og 17,159 og honum ók Neel Jani. Það munaði því ekki miklu að Porsche bíllinn skytist á milli Toyota bílanna í annað sætið. Það er svo einn annar Toyota bíll sem er í fimmta sætinu. Það var svo ENSO bíll í sjötta sætinu á tímanum 3 mínútur og 24,170 sekúndum, svo talsvert miklu munar á Toyota og Porsche bílunum og bílum annarra keppanda í Le Mans keppninni að þessu sinni. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent
Hin árlega 24 klukkustunda þolaksturskeppni í Le Mans í Frakklandi fer fram um helgina. Keppt var um uppröðun bíla í ræsingu keppninnar í gærkvöldi. Toyota náði bæði besta og næstbesta tímanum í þessari keppni um ráspólinn. Í þriðja og fjórða sæti komu svo tveir bílar frá Porsche. Í raun mun keppnin í ár, líkt og í fyrra, líklega standa milli Toyota og Porsche, en Porsche hafði sigur í Le Mans keppninni í fyrra. Það var Kamui Kobayashi sem ók þeim Toyota bíl sem náði bestum tímanum í gær, en tími hans í brautinni var 3 mínútur og 14,791 sekúnda. Næst besta tímanum náði Kazuki Nakajima á 3 mínútum og 17,128 ekúndum og tími Porsche bílsins í þriðja sæti var 3 mínútur og 17,159 og honum ók Neel Jani. Það munaði því ekki miklu að Porsche bíllinn skytist á milli Toyota bílanna í annað sætið. Það er svo einn annar Toyota bíll sem er í fimmta sætinu. Það var svo ENSO bíll í sjötta sætinu á tímanum 3 mínútur og 24,170 sekúndum, svo talsvert miklu munar á Toyota og Porsche bílunum og bílum annarra keppanda í Le Mans keppninni að þessu sinni.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent