Viðar Örn ekki í landsliðshópnum: Ég legg ekki árar í bát Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júní 2017 11:02 Viðar Örn skoraði mikið í Ísrael í vetur. vísir/afp Viðar Örn Kjartansson, framherji Maccabi Tel Aviv í Ísrael, er ekki í íslenska landsliðshópnum sem mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 sunnudaginn 11. júní en um toppslag í I-riðli undankeppninnar er að ræða. Viðar Örn, sem hefur raðað inn mörkum fyrir félagslið sín undanfarin ár, hefur verið fastamaður í landsliðshópnum en mikið fjaðrafok var í kringum valið á honum síðast eftir að upp komst að hann mætti ölvaður til móts við landsliðið síðast þegar það spilaði við Króatíu. Selfyssingurinn var í byrjunarliði Íslands sem vann Kósóvó í undankeppninni í mars en nú verður hann fjarri góðu gamni. Hópurinn verður tilkynntur klukkan 13.15 og verður Vísir með beina útsendingu úr Laugardalnum. „Ég var auðvitað rosalega svekktur þegar að ég heyrði þetta en ég verð að taka þessu eins og maður vonast til að fá kallið næst. Kannski stóðu menn sig bara betur en ég í síðasta verkefni. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki alltaf nýtt tækifærið mitt nógu vel og kannski voru aðrir leikmenn betri,“ segir Viðar Örn í samtali við Vísi. „Ég virði ákvörðun þjálfaranna. Ef þeim finnst aðrir leikmenn hafa staðið sig betur í síðustu verkefnum þá verð ég að taka því. Ég hef verið að skora mikið með félagsliðum mínum en landsliðið snýst ekki bara um það.“ Það er ekkert grín að brjótast inn í byrjunarlið íslenska liðsins sem lítið breyst undanfarin ár. Viðar hefur fengið tækifæri í vináttuleikjum og ekki skorað í sex síðustu landsleikjum sem hann hefur spilað. „Sumir smella bara inn í þetta strax og þeir spila fyrsta leik en ég gerði það ekki. Ég kom inn í liðið þegar allir þessir strákar voru að spila sinn besta fótbolta og liðið vann alla leiki. Það er erfitt að komast inn í þetta lið því það er svo gott,“ segir Viðar Örn. „Ég hef fengið sénsa en þeir hafa kannski verið svolítið stuttir. Landsliðið finnst mér stundum vera svolítið spretthlaup en ég verð að taka það á mig að ég hef ekki alltaf nýtt tækifærin til fullnustu. Ég verð að yfirfæra það sem ég er að gera með félagsliðinu mínu í landsliðið þar sem maður þarf að spila vel á stuttum tíma.“ Viðar viðurkennir að hann sé sár en þó ekki bitur enda segist hann hafa skilning á ákvörðun Heimis og Helga. Hann vonast til að strákarnir leggi Króata að velli í þessum mikilvæga leik og ætlar sér að koma inn í hópinn síðar. „Ég legg ekki árar í bát. Það er alveg klárt. Ég tek því bara að hafa ekki verið valinn núna. Ég var á EM og hef verið í flestum landsliðshópunum undanfarin ár en ég verð bara að taka þessu þannig að ég þurfi að gera betur. Ég get ekki farið í neinar skotgrafir með þetta. Ég tek þessu bara eins og maður og reyni að standa mig betur. Ég vona bara svo sannarlega að strákarnir vinni þennan leik,“ segir Viðarn Örn Kjartansson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn Kjartansson er í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó. 17. mars 2017 13:45 Sjáðu blaðamannafund KSÍ Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 17. mars 2017 14:30 Heimir um mál Viðars: Tímasetning spurningarinnar kjánaleg Heimir Hallgrímsson segir að tímasetning umræðunnar um málefni Viðars Arnar Kjartanssonar komi á einkennilegum tíma, enda stutt í mikilvægan leik með íslenska landsliðinu. 21. mars 2017 12:15 Viðar Örn: Þetta er búið mál fyrir alla í landsliðinu Viðar Örn Kjartansson sér eftir því sem gerðist í aðdraganda leiks Íslands og Króatíu í haust. 21. mars 2017 12:45 Viðar Örn tjáir sig: Löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins og Maccabi Tel Aviv, hefur tjáð sig um mál málanna um að hann hafi mætt ölvaður til móts við landsliðið í nóvember síðastliðnum. 17. mars 2017 17:30 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson, framherji Maccabi Tel Aviv í Ísrael, er ekki í íslenska landsliðshópnum sem mætir Króatíu í undankeppni HM 2018 sunnudaginn 11. júní en um toppslag í I-riðli undankeppninnar er að ræða. Viðar Örn, sem hefur raðað inn mörkum fyrir félagslið sín undanfarin ár, hefur verið fastamaður í landsliðshópnum en mikið fjaðrafok var í kringum valið á honum síðast eftir að upp komst að hann mætti ölvaður til móts við landsliðið síðast þegar það spilaði við Króatíu. Selfyssingurinn var í byrjunarliði Íslands sem vann Kósóvó í undankeppninni í mars en nú verður hann fjarri góðu gamni. Hópurinn verður tilkynntur klukkan 13.15 og verður Vísir með beina útsendingu úr Laugardalnum. „Ég var auðvitað rosalega svekktur þegar að ég heyrði þetta en ég verð að taka þessu eins og maður vonast til að fá kallið næst. Kannski stóðu menn sig bara betur en ég í síðasta verkefni. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki alltaf nýtt tækifærið mitt nógu vel og kannski voru aðrir leikmenn betri,“ segir Viðar Örn í samtali við Vísi. „Ég virði ákvörðun þjálfaranna. Ef þeim finnst aðrir leikmenn hafa staðið sig betur í síðustu verkefnum þá verð ég að taka því. Ég hef verið að skora mikið með félagsliðum mínum en landsliðið snýst ekki bara um það.“ Það er ekkert grín að brjótast inn í byrjunarlið íslenska liðsins sem lítið breyst undanfarin ár. Viðar hefur fengið tækifæri í vináttuleikjum og ekki skorað í sex síðustu landsleikjum sem hann hefur spilað. „Sumir smella bara inn í þetta strax og þeir spila fyrsta leik en ég gerði það ekki. Ég kom inn í liðið þegar allir þessir strákar voru að spila sinn besta fótbolta og liðið vann alla leiki. Það er erfitt að komast inn í þetta lið því það er svo gott,“ segir Viðar Örn. „Ég hef fengið sénsa en þeir hafa kannski verið svolítið stuttir. Landsliðið finnst mér stundum vera svolítið spretthlaup en ég verð að taka það á mig að ég hef ekki alltaf nýtt tækifærin til fullnustu. Ég verð að yfirfæra það sem ég er að gera með félagsliðinu mínu í landsliðið þar sem maður þarf að spila vel á stuttum tíma.“ Viðar viðurkennir að hann sé sár en þó ekki bitur enda segist hann hafa skilning á ákvörðun Heimis og Helga. Hann vonast til að strákarnir leggi Króata að velli í þessum mikilvæga leik og ætlar sér að koma inn í hópinn síðar. „Ég legg ekki árar í bát. Það er alveg klárt. Ég tek því bara að hafa ekki verið valinn núna. Ég var á EM og hef verið í flestum landsliðshópunum undanfarin ár en ég verð bara að taka þessu þannig að ég þurfi að gera betur. Ég get ekki farið í neinar skotgrafir með þetta. Ég tek þessu bara eins og maður og reyni að standa mig betur. Ég vona bara svo sannarlega að strákarnir vinni þennan leik,“ segir Viðarn Örn Kjartansson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn Kjartansson er í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó. 17. mars 2017 13:45 Sjáðu blaðamannafund KSÍ Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 17. mars 2017 14:30 Heimir um mál Viðars: Tímasetning spurningarinnar kjánaleg Heimir Hallgrímsson segir að tímasetning umræðunnar um málefni Viðars Arnar Kjartanssonar komi á einkennilegum tíma, enda stutt í mikilvægan leik með íslenska landsliðinu. 21. mars 2017 12:15 Viðar Örn: Þetta er búið mál fyrir alla í landsliðinu Viðar Örn Kjartansson sér eftir því sem gerðist í aðdraganda leiks Íslands og Króatíu í haust. 21. mars 2017 12:45 Viðar Örn tjáir sig: Löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins og Maccabi Tel Aviv, hefur tjáð sig um mál málanna um að hann hafi mætt ölvaður til móts við landsliðið í nóvember síðastliðnum. 17. mars 2017 17:30 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Sjá meira
Mætti ölvaður til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu Viðar Örn Kjartansson er í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Kósóvó. 17. mars 2017 13:45
Sjáðu blaðamannafund KSÍ Landsliðshópur Íslands fyrir leikinn gegn Kósovó í undankeppni HM 24. mars var tilkynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 17. mars 2017 14:30
Heimir um mál Viðars: Tímasetning spurningarinnar kjánaleg Heimir Hallgrímsson segir að tímasetning umræðunnar um málefni Viðars Arnar Kjartanssonar komi á einkennilegum tíma, enda stutt í mikilvægan leik með íslenska landsliðinu. 21. mars 2017 12:15
Viðar Örn: Þetta er búið mál fyrir alla í landsliðinu Viðar Örn Kjartansson sér eftir því sem gerðist í aðdraganda leiks Íslands og Króatíu í haust. 21. mars 2017 12:45
Viðar Örn tjáir sig: Löngu hættur að drekka áður en ég mætti til móts við landsliðið Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins og Maccabi Tel Aviv, hefur tjáð sig um mál málanna um að hann hafi mætt ölvaður til móts við landsliðið í nóvember síðastliðnum. 17. mars 2017 17:30