Fótbolti

Tuttugu og fjögur lið hafa unnið Meistaradeildina en hvert þeirra er það besta?

Frábær lið.
Frábær lið. vísir/getty
Úrslitaleikur Meistaradeildinnar fer fram á morgun en þar verður annað hvort Real Madrid eða Juventus 25. sigurvegarinn í Meistaradeildinni frá því hún var stofnuð í núverandi mynd árið 1992.

Sama félagið hefur vissulega unnið Meistaradeildina oftar en einu sinni eins og Barcelona, AC Milan og Manchester United en hvert lið á sinn titil og sinn líftíma.

Í tilefni úrslitaleiksins á morgun raðaði Michael Yokin, einn fremsti fótboltapenni Evrópu, öllum liðunum 24 í styrkleikaröð frá versta sigurliðinu til þess besta. Þetta gerði hann fyrir fótboltatímaritið Four Four Two og er ansi skemmtileg lesning.

Versta liðið að hans mati sem unnið hefur Meistaradeildina er Marseille sem stóð uppi sem sigurvegari fyrsta tímabilið 1992-1993. Í liðinu voru leikmenn á borð við Didier Deschamps og Fabian Barthez sem síðar áttu eftir að verða heims- og Evrópumeistarar með Frakklandi.

Chelsea-liðið sem vann árið 2012 er næst lélegast, AC Milan-liðið sem vann 2003 er í 22. sæti og Porto-liðið sem fagnaði sigri undir stjórn José Mourinho er í 21. sætinu.

Barcelona er með tvö lið á meðal þeirra efstu fjögurra. Liðið sem vann árið 2015 er í fjórða sæti en það tímabilið fékk heimurinn að sjá MSN-þríeykið í fyrsta sinn. Bayern-liðið sem vann Dortmund á Wembley árið 2013 er í þriðja sæti.

Lið Manchester United sem vann Bayern München á ótrúlegan hátt í úrslitaleiknum árið 1999 þykir næst besta liðið af öllum sem unnið hafa Meistaradeildina en það kemur kannski ekki á óvart að Barcelona-liðið 2009 þykir það besta. Það er af mörgum talið besta félagslið sögunnar.

Hér má sjá allan listann.


Tengdar fréttir

Daily Mail: Bestu leikmenn í sögu Juventus

Í tilefni þess að Juventus mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld valdi Daily Mail 20 bestu leikmenn í sögu ítalska félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×