Gunnar Páll er stoltur eigandi Costco-gíraffans: „Ég hugsaði þetta kannski ekki alveg til enda“ Atli Ísleifsson skrifar 4. júní 2017 14:09 Gunnar Páll og gíraffinn í garðinum. „Ég hugsaði þetta kannski ekki alveg til enda,“ segir Gunnar Páll Tryggvason, íbúi í Hlíðunum í Reykjavík, sem er stoltur eigandi Costco-gíraffans landsfræga. Gíraffinn var frumsýndur á heimili Gunnars Páls í garðveislu í gærkvöldi þar sem verið var að halda upp á fertugsafmæli Gunnars Páls og fimmtán ára brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans. „Þetta var „impulse“ ákvörðun að kaupa gíraffann. Maður hafði séð þessa tignarlegu skepnu í þessari köldu vöruskemmu í Garðabæ og ég var að halda garðpartý þar sem mikið stóð til. Ég hugsaði bara að græni garðurinn okkar gæti orðið gott og náttúrulegt heimili fyrir þessa veru. Þetta myndi svo líka gleðja gestina, okkar nánustu fjölskyldu og vinum, og tryggja að þetta yrði gott partý.“Ekki viss um viðbrögð eiginkonunnar Gunnar Páll segir að hann hafði ekki verið alveg viss um hver viðbrögð eiginkonunnar yrðu. „Þetta er auðvitað nokkur fjárfesting. Kostaði þrjú hundruð og eitthvað þúsund. Hún var hins vegar hrikalega ánægð með hann og okkur finnst hann taka sig svakalega vel út þarna í garðinum. Við ætlum bara að halda honum hér. Ég er reyndar þegar búinn að fá einhver fimm tilboð í að leigja eða kaupa hann. Ég gæti því mögulega komið út í plús,“ segir Gunnar og hlær. Hann segist reyndar ekki vera búinn að hugsa málið alveg í gegn og þurfi að búa til eitthvað gott plan áður en haustlægðirnar koma. Ekki þurfi bara að huga að trampólínum þegar haustar. „Það eru reyndar einhver göt í löppunum sem ég gæti notað til að festa hann niður með sterkum tjaldhælum. En þetta er gríðarlega skemmtilegt.“Fékk heimsendingu Gunnar Páll segir að hann hafi samið við Costco um heimsendingu á gíraffanum, en gíraffinn kom þegar garðpartýið var hafið og var þá komið fyrir í garðinum. „Ég ætlaði að vera búinn að koma honum fyrir áður en partýið byrjaði en það tókst nú ekki. Það varð því smá „entrance“ þegar gíraffinn kom í miðri veislu. Það kom bros á alla og gekk vonum framar.“Hvað hvað er gíraffinn þungur?„Hann er nefnilega ekki svo þungur. Þetta er einhver léttmálmur. En það er annað sem ég á eftir að kanna, hvort þetta sé ryðfrír málmur. Þarf aðeins að huga að því líka. Ég stríddi nú aðeins tengdapabba fyrir veisluna þar sem ég sýndi honum frétt á netinu þar sem sagði að Costco-gíraffinn hafi verið seldur. Hann var hneykslaðist mikið og sagði „Þetta fólk er ekki í lagi“. Svo sá hann tengdasoninn nokkru síðar haldandi undir gíraffanum,“ segir Grunnar Páll og hlær. En hvernig er að vera maðurinn sem keypti Costco-gíraffann?„Ég var nú ekkert að hugsa um að fá einhverja athygli út á þetta fyrir utan þá í veislunni sjálfri. Eins og þú heyrir þá er ég ekki búinn að hugsa þetta allt út í gegn, en maður verður bara að taka því.“ Costco Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira
„Ég hugsaði þetta kannski ekki alveg til enda,“ segir Gunnar Páll Tryggvason, íbúi í Hlíðunum í Reykjavík, sem er stoltur eigandi Costco-gíraffans landsfræga. Gíraffinn var frumsýndur á heimili Gunnars Páls í garðveislu í gærkvöldi þar sem verið var að halda upp á fertugsafmæli Gunnars Páls og fimmtán ára brúðkaupsafmæli hans og eiginkonu hans. „Þetta var „impulse“ ákvörðun að kaupa gíraffann. Maður hafði séð þessa tignarlegu skepnu í þessari köldu vöruskemmu í Garðabæ og ég var að halda garðpartý þar sem mikið stóð til. Ég hugsaði bara að græni garðurinn okkar gæti orðið gott og náttúrulegt heimili fyrir þessa veru. Þetta myndi svo líka gleðja gestina, okkar nánustu fjölskyldu og vinum, og tryggja að þetta yrði gott partý.“Ekki viss um viðbrögð eiginkonunnar Gunnar Páll segir að hann hafði ekki verið alveg viss um hver viðbrögð eiginkonunnar yrðu. „Þetta er auðvitað nokkur fjárfesting. Kostaði þrjú hundruð og eitthvað þúsund. Hún var hins vegar hrikalega ánægð með hann og okkur finnst hann taka sig svakalega vel út þarna í garðinum. Við ætlum bara að halda honum hér. Ég er reyndar þegar búinn að fá einhver fimm tilboð í að leigja eða kaupa hann. Ég gæti því mögulega komið út í plús,“ segir Gunnar og hlær. Hann segist reyndar ekki vera búinn að hugsa málið alveg í gegn og þurfi að búa til eitthvað gott plan áður en haustlægðirnar koma. Ekki þurfi bara að huga að trampólínum þegar haustar. „Það eru reyndar einhver göt í löppunum sem ég gæti notað til að festa hann niður með sterkum tjaldhælum. En þetta er gríðarlega skemmtilegt.“Fékk heimsendingu Gunnar Páll segir að hann hafi samið við Costco um heimsendingu á gíraffanum, en gíraffinn kom þegar garðpartýið var hafið og var þá komið fyrir í garðinum. „Ég ætlaði að vera búinn að koma honum fyrir áður en partýið byrjaði en það tókst nú ekki. Það varð því smá „entrance“ þegar gíraffinn kom í miðri veislu. Það kom bros á alla og gekk vonum framar.“Hvað hvað er gíraffinn þungur?„Hann er nefnilega ekki svo þungur. Þetta er einhver léttmálmur. En það er annað sem ég á eftir að kanna, hvort þetta sé ryðfrír málmur. Þarf aðeins að huga að því líka. Ég stríddi nú aðeins tengdapabba fyrir veisluna þar sem ég sýndi honum frétt á netinu þar sem sagði að Costco-gíraffinn hafi verið seldur. Hann var hneykslaðist mikið og sagði „Þetta fólk er ekki í lagi“. Svo sá hann tengdasoninn nokkru síðar haldandi undir gíraffanum,“ segir Grunnar Páll og hlær. En hvernig er að vera maðurinn sem keypti Costco-gíraffann?„Ég var nú ekkert að hugsa um að fá einhverja athygli út á þetta fyrir utan þá í veislunni sjálfri. Eins og þú heyrir þá er ég ekki búinn að hugsa þetta allt út í gegn, en maður verður bara að taka því.“
Costco Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira