Sauber ökumaðurinn, Pascal Wehrlein lenti í árekstri við Jenson Button í Mónakó og endaði á hlið upp við varnarvegg. Hann hefur nú verið skoðaður af læknum og má aka í Kanada næstu helgi.
Wehrlein missti af fyrstu tveimur keppnum tímabilsins vegna áverka sem hann varð fyrir á baki á móti meistaranna í janúar. Hann hefur unnið hart að endurhæfingu sinni og kom sterkur til leiks í Barein. Hann náði svo í fyrstu stig Sauber á árinu á Spáni.
Wehrlein hefur staðfest á Twitter að hann sé klár í keppnina í Kanada eftir viku.
Pascal Wehrlein er heill heilsu og má keppa

Tengdar fréttir

Raikkonen: Þetta rennur ekkert alltof ljúft niður
Sebastian Vettel vann í Mónakó, fyrsti sigur Ferrari í Furstadæminu Mónakó síðan 2001. Kimi Raikkonen varð annar eftir að hafa tapað forystunni til Vettel í gegnum þjónnustuhlé. Hver sagði hvað eftir keppnina?

Bílskúrinn: Frekja í Furstadæminu Mónakó
Sebastian Vettel á Ferrari náði sér í 25 stiga forskot á Lewis Hamilton á Mercedes í heimsmeistarakeppni ökumanna, með því að vinna Mónakókappaksturinn um helgina.

Ferrari stakk af í Mónakó | Sjáðu uppgjörsþáttinn
Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir allt það helsta frá kappakstrinum í Mónakó.