Matthías hefur verið sjóðheitur að undanförnu og skorað sjö mörk í síðustu fimm leikjum í deild og bikar.
7th goal in 5 games in the league & cup for @RBKfotball from @MattiVilla#TeamTotalFootball https://t.co/EH6onjPTM8
— Total Football (@totalfl) June 4, 2017
Björn Bergmann Sigurðarson lék allan leikinn í framlínu Molde sem laut í lægra haldi fyrir Sarpsborg, 1-0, á útivelli. Óttar Magnús Karlsson sat allan tímann á bekknum hjá Molde sem er í 7. sæti deildarinnar.
Adam Örn Arnarson, Daníel Leó Grétarsson og Aron Elís Þrándarson voru allir í byrjunarliði Aalesund sem tapaði 0-1 fyrir Haugesund á heimavelli. Aalesund er í 5. sæti deildarinnar.
Kristinn Jónsson var í byrjunarliði Sogndal sem vann dramatískan 3-2 sigur á Sandefjord. Sigurmark Sogndal kom þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.
Ingvar Jónsson stóð í marki Sandefjord sem er í 12. sæti deildarinnar. Sogndal er í því níunda.