Heitasta fjarreikistjarna sem hefur fundist Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2017 18:15 Hugmynd listamanns um hvernig KELT-9b (t.h.) og móðurstjarnan hennar gætu litið út. teikning/Nasa/JPL-Caltech/R. Hurt (IPAC) Lofthjúpur fjarreikistjörnu sem stjörnufræðingar hafa fundið er rúmlega nífalt heitari en Venus, heitasta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Fjarreikistjarnan er sú heitasta sem fundist hefur og jafnast hitastig hennar á við stjörnur. KELT-9b er gasrisi í 650 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hitastigið yfir daginn er talið ná 4.300°C. Það er aðeins 1.300 gráðum „svalara“ en sólin okkar samkvæmt frétt Washington Post. Til samanburðar er hitastigið við yfirborð Venusar um 460°C sem er þó heitara en heitasti bakaraofn. Reikistjarnan er svo heit að þrátt fyrir að hún sé þrefalt massameiri en Júpíter þá er stærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar helmingi þéttari samkvæmt frétt The Guardian. Of heitt fyrir sameindir Samband KELT-9b við móðurstjörnu sína, sem er bláhvítglóandi risastjarna, er sagt sérstakt. Það tekur reikistjörnuna aðeins einn og hálfan jarðdag að fara heilan hring um stjörnuna. Þá gengur reikistjarnan ekki í kringum miðbaug móðurstjörnunnar heldur yfir póla hennar. Líkt og tunglið okkar er möndulsnúningur KELT-9b bundinn sem þýðir að hún snýr ætíð sömu hliðinni að stjörnunni. Hitastigið á daghlið KELT-9b er því svo hátt að sameindir í lofthjúpnum brotna niður. Telja stjörnufræðingarnir að hann sé því allur á formi frumeinda. Einn stjörnufræðingur sem Washington Post ræðir við líkir KELT-9b við blending af reikistjörnu og stjörnu. Sú samlíking er þó ekki alls kostar nákvæm því enginn kjarnasamruni á sér stað í kjarna KELT-9b eins og á sér stað í stjörnum. Vísindi Tengdar fréttir Ákjósanleg fjarreikistjarna til að leita að lífi fundin Fjarreikistjarnan LHS 1140b gæti hafa haldið í lofthjúp sinn og boðið upp á lífvænlegar aðstæður. Vísindamenn telja hana heppilegasta kostinn til að leita að merkjum um líf utan jarðarinnar. 20. apríl 2017 12:45 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Lofthjúpur fjarreikistjörnu sem stjörnufræðingar hafa fundið er rúmlega nífalt heitari en Venus, heitasta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Fjarreikistjarnan er sú heitasta sem fundist hefur og jafnast hitastig hennar á við stjörnur. KELT-9b er gasrisi í 650 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hitastigið yfir daginn er talið ná 4.300°C. Það er aðeins 1.300 gráðum „svalara“ en sólin okkar samkvæmt frétt Washington Post. Til samanburðar er hitastigið við yfirborð Venusar um 460°C sem er þó heitara en heitasti bakaraofn. Reikistjarnan er svo heit að þrátt fyrir að hún sé þrefalt massameiri en Júpíter þá er stærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar helmingi þéttari samkvæmt frétt The Guardian. Of heitt fyrir sameindir Samband KELT-9b við móðurstjörnu sína, sem er bláhvítglóandi risastjarna, er sagt sérstakt. Það tekur reikistjörnuna aðeins einn og hálfan jarðdag að fara heilan hring um stjörnuna. Þá gengur reikistjarnan ekki í kringum miðbaug móðurstjörnunnar heldur yfir póla hennar. Líkt og tunglið okkar er möndulsnúningur KELT-9b bundinn sem þýðir að hún snýr ætíð sömu hliðinni að stjörnunni. Hitastigið á daghlið KELT-9b er því svo hátt að sameindir í lofthjúpnum brotna niður. Telja stjörnufræðingarnir að hann sé því allur á formi frumeinda. Einn stjörnufræðingur sem Washington Post ræðir við líkir KELT-9b við blending af reikistjörnu og stjörnu. Sú samlíking er þó ekki alls kostar nákvæm því enginn kjarnasamruni á sér stað í kjarna KELT-9b eins og á sér stað í stjörnum.
Vísindi Tengdar fréttir Ákjósanleg fjarreikistjarna til að leita að lífi fundin Fjarreikistjarnan LHS 1140b gæti hafa haldið í lofthjúp sinn og boðið upp á lífvænlegar aðstæður. Vísindamenn telja hana heppilegasta kostinn til að leita að merkjum um líf utan jarðarinnar. 20. apríl 2017 12:45 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Ákjósanleg fjarreikistjarna til að leita að lífi fundin Fjarreikistjarnan LHS 1140b gæti hafa haldið í lofthjúp sinn og boðið upp á lífvænlegar aðstæður. Vísindamenn telja hana heppilegasta kostinn til að leita að merkjum um líf utan jarðarinnar. 20. apríl 2017 12:45