Heitasta fjarreikistjarna sem hefur fundist Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2017 18:15 Hugmynd listamanns um hvernig KELT-9b (t.h.) og móðurstjarnan hennar gætu litið út. teikning/Nasa/JPL-Caltech/R. Hurt (IPAC) Lofthjúpur fjarreikistjörnu sem stjörnufræðingar hafa fundið er rúmlega nífalt heitari en Venus, heitasta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Fjarreikistjarnan er sú heitasta sem fundist hefur og jafnast hitastig hennar á við stjörnur. KELT-9b er gasrisi í 650 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hitastigið yfir daginn er talið ná 4.300°C. Það er aðeins 1.300 gráðum „svalara“ en sólin okkar samkvæmt frétt Washington Post. Til samanburðar er hitastigið við yfirborð Venusar um 460°C sem er þó heitara en heitasti bakaraofn. Reikistjarnan er svo heit að þrátt fyrir að hún sé þrefalt massameiri en Júpíter þá er stærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar helmingi þéttari samkvæmt frétt The Guardian. Of heitt fyrir sameindir Samband KELT-9b við móðurstjörnu sína, sem er bláhvítglóandi risastjarna, er sagt sérstakt. Það tekur reikistjörnuna aðeins einn og hálfan jarðdag að fara heilan hring um stjörnuna. Þá gengur reikistjarnan ekki í kringum miðbaug móðurstjörnunnar heldur yfir póla hennar. Líkt og tunglið okkar er möndulsnúningur KELT-9b bundinn sem þýðir að hún snýr ætíð sömu hliðinni að stjörnunni. Hitastigið á daghlið KELT-9b er því svo hátt að sameindir í lofthjúpnum brotna niður. Telja stjörnufræðingarnir að hann sé því allur á formi frumeinda. Einn stjörnufræðingur sem Washington Post ræðir við líkir KELT-9b við blending af reikistjörnu og stjörnu. Sú samlíking er þó ekki alls kostar nákvæm því enginn kjarnasamruni á sér stað í kjarna KELT-9b eins og á sér stað í stjörnum. Vísindi Tengdar fréttir Ákjósanleg fjarreikistjarna til að leita að lífi fundin Fjarreikistjarnan LHS 1140b gæti hafa haldið í lofthjúp sinn og boðið upp á lífvænlegar aðstæður. Vísindamenn telja hana heppilegasta kostinn til að leita að merkjum um líf utan jarðarinnar. 20. apríl 2017 12:45 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Lofthjúpur fjarreikistjörnu sem stjörnufræðingar hafa fundið er rúmlega nífalt heitari en Venus, heitasta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Fjarreikistjarnan er sú heitasta sem fundist hefur og jafnast hitastig hennar á við stjörnur. KELT-9b er gasrisi í 650 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hitastigið yfir daginn er talið ná 4.300°C. Það er aðeins 1.300 gráðum „svalara“ en sólin okkar samkvæmt frétt Washington Post. Til samanburðar er hitastigið við yfirborð Venusar um 460°C sem er þó heitara en heitasti bakaraofn. Reikistjarnan er svo heit að þrátt fyrir að hún sé þrefalt massameiri en Júpíter þá er stærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar helmingi þéttari samkvæmt frétt The Guardian. Of heitt fyrir sameindir Samband KELT-9b við móðurstjörnu sína, sem er bláhvítglóandi risastjarna, er sagt sérstakt. Það tekur reikistjörnuna aðeins einn og hálfan jarðdag að fara heilan hring um stjörnuna. Þá gengur reikistjarnan ekki í kringum miðbaug móðurstjörnunnar heldur yfir póla hennar. Líkt og tunglið okkar er möndulsnúningur KELT-9b bundinn sem þýðir að hún snýr ætíð sömu hliðinni að stjörnunni. Hitastigið á daghlið KELT-9b er því svo hátt að sameindir í lofthjúpnum brotna niður. Telja stjörnufræðingarnir að hann sé því allur á formi frumeinda. Einn stjörnufræðingur sem Washington Post ræðir við líkir KELT-9b við blending af reikistjörnu og stjörnu. Sú samlíking er þó ekki alls kostar nákvæm því enginn kjarnasamruni á sér stað í kjarna KELT-9b eins og á sér stað í stjörnum.
Vísindi Tengdar fréttir Ákjósanleg fjarreikistjarna til að leita að lífi fundin Fjarreikistjarnan LHS 1140b gæti hafa haldið í lofthjúp sinn og boðið upp á lífvænlegar aðstæður. Vísindamenn telja hana heppilegasta kostinn til að leita að merkjum um líf utan jarðarinnar. 20. apríl 2017 12:45 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Ákjósanleg fjarreikistjarna til að leita að lífi fundin Fjarreikistjarnan LHS 1140b gæti hafa haldið í lofthjúp sinn og boðið upp á lífvænlegar aðstæður. Vísindamenn telja hana heppilegasta kostinn til að leita að merkjum um líf utan jarðarinnar. 20. apríl 2017 12:45