„Þetta er mjög kúl, en þetta er mjög skrítin tilfinning.“ Þetta sagði Tryggvi eftir að hann hafði sett upp VR-gleraugun og tók upp VR-byssuna í leiknum Farpoint. Þar náði Tryggvi að tengja við sinn innri veiðimann og skjóta skuggalegar kóngulær á ókunnugri plánetu.
Þrátt fyrir smá sjóveiki virtist Tryggvi skemmta sér vel en hægt er að sjá innslag þeirra Tryggva, Donnu og Óla hér að neðan.