Herramaður úr norðri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júní 2017 07:00 „Nei, nei, nei, nei. Ef það er ekki maðurinn sem kostaði okkur leikinn,“ sagði starfsmaður í vegabréfaeftirlitinu í Keflavík við mig kvöld eitt í nóvember 2013. Sólarhring áður hafði íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tapað 2-0 gegn Króötum í Zagreb. Draumur Íslands um að komast á HM í Brasilíu var úti. Ævintýrið var samt rétt að byrja. Okkar menn sigldu í gegnum erfiðan riðil í undankeppni EM 2016 og komu öllum á óvart með frammistöðunni í Frakklandi. Enn leikur allt í lyndi og á sunnudag er enn einn stórleikurinn þar sem efsta sæti riðilsins er í húfi. Andstæðingurinn, jú, Króatía. Í aðdraganda leiksins í Zagreb 2013 fluttu kollegar mínir á Vísi fregnir af bjórdrykkju landsliðsmanna Króata eftir leikinn í Reykjavík, sem lauk 0-0. Uppi varð fótur og fit á blaðamannafundi í Zagreb þar sem þáverandi landsliðsþjálfari Króata, Niko Kovac, þvertók fyrir að nokkur drykkja hefði átt sér stað. „Ég hélt þú værir herramaður úr norðri. Það er greinilega ekki tilfellið,“ sagði Kovac við mig í fússi. Króatar höfðu öll völd á vellinum kvöldið eftir og unnu sannfærandi sigur jafnvel þó „Mandzukic-ið“ hefði fokið af velli undir lok fyrri hálfleiks. Einhverjir töldu fréttina af bjórdrykkju hafa espað Króatana upp. Þess vegna hefði leikurinn tapast. Ekki vegna þess að þeir voru á heimavelli, í ljónagryfjunni sinni, reynslumeiri og einfaldlega betri. Nei, frétt af bjórdrykkju varð til þess að Íslendingar misstu af sæti á HM. Einmitt. Flestir vissu þó betur, þar á meðal starfsmaðurinn vegabréfaeftirlitinu í flugstöðinni sem var með góðan húmor: „Ég er bara að fíflast í þér. Velkominn heim!“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun
„Nei, nei, nei, nei. Ef það er ekki maðurinn sem kostaði okkur leikinn,“ sagði starfsmaður í vegabréfaeftirlitinu í Keflavík við mig kvöld eitt í nóvember 2013. Sólarhring áður hafði íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tapað 2-0 gegn Króötum í Zagreb. Draumur Íslands um að komast á HM í Brasilíu var úti. Ævintýrið var samt rétt að byrja. Okkar menn sigldu í gegnum erfiðan riðil í undankeppni EM 2016 og komu öllum á óvart með frammistöðunni í Frakklandi. Enn leikur allt í lyndi og á sunnudag er enn einn stórleikurinn þar sem efsta sæti riðilsins er í húfi. Andstæðingurinn, jú, Króatía. Í aðdraganda leiksins í Zagreb 2013 fluttu kollegar mínir á Vísi fregnir af bjórdrykkju landsliðsmanna Króata eftir leikinn í Reykjavík, sem lauk 0-0. Uppi varð fótur og fit á blaðamannafundi í Zagreb þar sem þáverandi landsliðsþjálfari Króata, Niko Kovac, þvertók fyrir að nokkur drykkja hefði átt sér stað. „Ég hélt þú værir herramaður úr norðri. Það er greinilega ekki tilfellið,“ sagði Kovac við mig í fússi. Króatar höfðu öll völd á vellinum kvöldið eftir og unnu sannfærandi sigur jafnvel þó „Mandzukic-ið“ hefði fokið af velli undir lok fyrri hálfleiks. Einhverjir töldu fréttina af bjórdrykkju hafa espað Króatana upp. Þess vegna hefði leikurinn tapast. Ekki vegna þess að þeir voru á heimavelli, í ljónagryfjunni sinni, reynslumeiri og einfaldlega betri. Nei, frétt af bjórdrykkju varð til þess að Íslendingar misstu af sæti á HM. Einmitt. Flestir vissu þó betur, þar á meðal starfsmaðurinn vegabréfaeftirlitinu í flugstöðinni sem var með góðan húmor: „Ég er bara að fíflast í þér. Velkominn heim!“
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun