Skólarapp sett í glænýjan búning Stefán Þór Hjartarson skrifar 8. júní 2017 09:30 Dóri ræðir af innlifun við þau Þorvald Davíð og Söru Dís, rappstjörnur. Á föstudaginn er dagur rauða nefsins hjá UNICEF og ýmislegt húllumhæ er í boði af því tilefni. Eitt af því sem gert verður í tilefni dagsins er að Dóri DNA ætlar að henda í einn þátt í viðbót af hinni vinsælu sjónvarpsþáttaröð Rapp í Reykjavík. Að þessu sinni mun Dóri taka viðtal við þau Þorvald Davíð Kristjánsson og Söru Dís Hjaltested en þau voru auðvitað flytjendur hins vinsæla rapplags Skólarapp af plötunni Barnabros 2 sem gerði allt vitlaust hér um árið, árið 1995 réttara sagt. Af einhverri ástæðu kannast viss kynslóð Íslendinga vel við það að fá þetta lag reglulega á heilann. En það er ekki allt. Lagið hefur fengið glænýtt „remix“ sem verður frumflutt við sama tækifæri á föstudaginn. Það eru þeir Helgi Sæmundur og Auður sem smíðuðu þetta remix og í því kemur fram hvorki meira né minna en 21 rappari – en ekki fékkst uppgefið nákvæmlega um hvaða rappara væri að ræða þrátt fyrir endurteknar spurningar blaðamanns. Það voru grínstjórar dags rauða nefsins sem sáu um að framleiða og koma þessum stóra viðburði í kring, þær Saga Garðarsdóttir og Dóra Jóhannsdóttir. Tjarnargatan framleiðir grínefnið í þáttinn, ásamt því að sjá um tökur og alla eftirvinnslu. Tónlist Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Á föstudaginn er dagur rauða nefsins hjá UNICEF og ýmislegt húllumhæ er í boði af því tilefni. Eitt af því sem gert verður í tilefni dagsins er að Dóri DNA ætlar að henda í einn þátt í viðbót af hinni vinsælu sjónvarpsþáttaröð Rapp í Reykjavík. Að þessu sinni mun Dóri taka viðtal við þau Þorvald Davíð Kristjánsson og Söru Dís Hjaltested en þau voru auðvitað flytjendur hins vinsæla rapplags Skólarapp af plötunni Barnabros 2 sem gerði allt vitlaust hér um árið, árið 1995 réttara sagt. Af einhverri ástæðu kannast viss kynslóð Íslendinga vel við það að fá þetta lag reglulega á heilann. En það er ekki allt. Lagið hefur fengið glænýtt „remix“ sem verður frumflutt við sama tækifæri á föstudaginn. Það eru þeir Helgi Sæmundur og Auður sem smíðuðu þetta remix og í því kemur fram hvorki meira né minna en 21 rappari – en ekki fékkst uppgefið nákvæmlega um hvaða rappara væri að ræða þrátt fyrir endurteknar spurningar blaðamanns. Það voru grínstjórar dags rauða nefsins sem sáu um að framleiða og koma þessum stóra viðburði í kring, þær Saga Garðarsdóttir og Dóra Jóhannsdóttir. Tjarnargatan framleiðir grínefnið í þáttinn, ásamt því að sjá um tökur og alla eftirvinnslu.
Tónlist Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“