Laxárdalurinn fer vel af stað þrátt fyrir kulda Karl Lúðvíksson skrifar 8. júní 2017 12:00 Stjáni Ben með fallegan urriða úr Laxárdalnum SIlungssvæðin í Laxá í Aðaldal eru nokkur en tvö af þeim vinsælustu eru daglega kölluð Laxá í Mývatnssveit og Laxárdalur en sá seinni er þekktur fyrir væna urriða sem oft er erfitt að ná. Það hefur verið sagt að það þurfi mjög góðann veiðimann til að veiða dalinn rétt enda er stóri urriðinn þarna sýnd veiði en ekki gefinn. Það sem dregur veiðimenn aftur og aftur á þetta svæði er engu að síður þessi áskorun að fá þessa fiska til að taka. Þann 1. júní síðastliðinn hófst veiði í Laxá í Laxárda en það var búið að vera hlýtt fyrir norðan en það átti eftir að kólna all hressilega á þá veiðimenn sem stóðu vaktina í opnunarhollinu. Þennan fyrsta morgun var lofthiti lægri en vatnshitinn og það var kropp framan af morgunvaktinni. Rétt um hádegi fór að hlýna og þá fór fiskurinn að taka betur og náðust um 20 fiskar þann morguninn. Mest voru það fiskar um 60 cm en einnig nokkrir milli 30 – 40 cm sem er sjaldséð stærð í Dalnum. Um nóttina snerist vindur í norðan og kólnaði mikið í Dalnum. Það rigndi með því og takan datt niður. Á laugardeginum skánaði veðrið aðeins og hlýnaði og fiskur fór að taka aðeins betur á ný. Samtals landaði hollið 57 fiskum. Mestmegnis var þetta fiskur frá 58 – 63 cm og flestir voru teknir á púpur. Öllum var þeim svo sleppt aftur og meira að segja var sett í einn þeirra tvisvar með klukkutíma millibili. Svo það gætu verið skemmtilegir tímar í vændum þegar hlýnar eftir þetta kuldakast sem nú stendur yfir. Laus leyfi má finna á www.svfr.is Mest lesið Stærsti laxinn úr Elliðaám í sumar Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Ráð til laxveiða í glampandi sól Veiði 38% aukning á milli ára í Eystri Rangá Veiði Risahængur í Laxá í Dölum Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Henrik Mortensen með kastsýningu Veiði Umgengnin slæm við marga veiðistaði við Elliðavatn Veiði Nýtt framboð til stjórnar SVFR Veiði
SIlungssvæðin í Laxá í Aðaldal eru nokkur en tvö af þeim vinsælustu eru daglega kölluð Laxá í Mývatnssveit og Laxárdalur en sá seinni er þekktur fyrir væna urriða sem oft er erfitt að ná. Það hefur verið sagt að það þurfi mjög góðann veiðimann til að veiða dalinn rétt enda er stóri urriðinn þarna sýnd veiði en ekki gefinn. Það sem dregur veiðimenn aftur og aftur á þetta svæði er engu að síður þessi áskorun að fá þessa fiska til að taka. Þann 1. júní síðastliðinn hófst veiði í Laxá í Laxárda en það var búið að vera hlýtt fyrir norðan en það átti eftir að kólna all hressilega á þá veiðimenn sem stóðu vaktina í opnunarhollinu. Þennan fyrsta morgun var lofthiti lægri en vatnshitinn og það var kropp framan af morgunvaktinni. Rétt um hádegi fór að hlýna og þá fór fiskurinn að taka betur og náðust um 20 fiskar þann morguninn. Mest voru það fiskar um 60 cm en einnig nokkrir milli 30 – 40 cm sem er sjaldséð stærð í Dalnum. Um nóttina snerist vindur í norðan og kólnaði mikið í Dalnum. Það rigndi með því og takan datt niður. Á laugardeginum skánaði veðrið aðeins og hlýnaði og fiskur fór að taka aðeins betur á ný. Samtals landaði hollið 57 fiskum. Mestmegnis var þetta fiskur frá 58 – 63 cm og flestir voru teknir á púpur. Öllum var þeim svo sleppt aftur og meira að segja var sett í einn þeirra tvisvar með klukkutíma millibili. Svo það gætu verið skemmtilegir tímar í vændum þegar hlýnar eftir þetta kuldakast sem nú stendur yfir. Laus leyfi má finna á www.svfr.is
Mest lesið Stærsti laxinn úr Elliðaám í sumar Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Ráð til laxveiða í glampandi sól Veiði 38% aukning á milli ára í Eystri Rangá Veiði Risahængur í Laxá í Dölum Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Henrik Mortensen með kastsýningu Veiði Umgengnin slæm við marga veiðistaði við Elliðavatn Veiði Nýtt framboð til stjórnar SVFR Veiði