Fótbolti

Aron Einar: Ég ætlaði að vera fyrstur til að fá treyjuna hjá Ronaldo

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
xzxzx<z
Í hátíðarútgáfunni af 1 á 1 með Gumma Ben, sem fer í loftið á morgun, þurfti Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði að svara fyrir treyjuvesenið hjá honum og Ronaldo á EM. Félagar hans í landsliðinu eru enn að hlæja að því.

Aron Einar er léttur í þættinum.
„Ég held ég þurfi ekki að útskýra neitt. Ég held þetta sé búið að koma fram nógu oft,“ segir Aron Einar á meðan félagar hans hlæja.

„Ég ætlaði bara að frá treyjuna frá besta leikmanni heims að mínu mati. Líka sem aðdáandi Man. Utd. Ætlaði að ná henni. Vera fyrstur,“ segir Aron og félagar hans gera grín að hann hafi tekið sprettinn og Ronaldo ekki átt möguleika á því að forða sér.

„Alfreð reddaði mér reyndar treyju síðar. Það var mjög fyndið. Ég skemmti mér konunglega yfir því.“

Sjá má innslagið hér að neðan. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 Sport klukkan 22.00 á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×