Ekki sjálfgefið að fá að spila fótbolta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. júní 2017 06:45 Alfreð Finnbogason er mættur aftur í bláa búninginn eftir fjarveru í vetur vegna meiðsla. Hann ætlar að láta til sín taka gegn Króatíu á sunnudag. vísir/ernir Alfreð Finnbogason er kominn aftur á fullt eftir að meiðsli settu hann á hliðarlínuna í hálft ár í vetur. Alfreð meiddist í nára í leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 í byrjun október og spilaði hann ekki með Augsburg, liði sínu í Þýskalandi, á ný fyrr en í apríl. Alfreð missti á meðan af leikjum Íslands gegn Króatíu og Kósóvó ytra en er nú kominn aftur í liðið. Líklegt verður að teljast að hann verði í byrjunarliði Íslands á sunnudag, líkt og hann gerði í fyrstu þremur leikjum Íslands í undankeppninni. Alfreð skoraði í öllum þremur leikjunum áður en hann meiddist. „Það er gaman að hafa komist aftur af stað áður en tímabilinu lauk í Þýskalandi og átt þátt í því að liðið náði að halda sér uppi. Þetta er það sem maður sá fyrir sér í allan vetur og það hafðist,“ sagði Alfreð við Fréttablaðið fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. Alfreð hafði misst af fyrstu æfingum vikunnar þar sem hann var með ælupest en var búinn að hrista hana af sér.Fékk góðan stuðning Alfreð neitar því ekki að það hafi stundum verið erfitt að sætta sig við hlutskiptið á meðan á endurhæfingunni stóð og að það hafi verið erfitt að komast í gegnum hana. „Á milli komu erfið augnablik og maður skilur vel þegar menn eru að takast á við andleg vandamál þegar þeir glíma við meiðsli. Þetta er eitthvað sem maður spáði lítið í áður en nú kann maður betur að meta það sem maður gerir. Það er ekki sjálfgefið að fá að spila fótbolta,“ segir Alfreð og bætir við að hugarfarið hafi haft mikið að segja, sem og aðstoð utanaðkomandi aðila. „Maður þurfti að koma sér í einhvers konar ofurjákvæðan gír og þá er mikilvægt að hafa gott fólk í kringum sig. Ég fékk hjálp, bæði frá félaginu og frá fólki sem hafði reynslu af því að vera lengi frá vegna meiðsla.“ Alfreð fann ekki fyrir neinum almennilegum bata um langt skeið og segir að það hafi verið erfitt. „Eftir þrjá mánuði var ég enn með verki við allt það sem ég gerði. Þá spyr maður sjálfan sig hvað maður sé að gera rangt. En félagið veitti mér góðan stuðning og ég fékk að gera það sem ég vildi og taldi best. Ég vissi alveg að ég myndi fá að spila fótbolta aftur en þetta var langt og leiðinlegt ferli. Maður verður bara að hugsa um þetta eins og hverja aðra reynslu – og muna að það er stutt í góðu tímana. Þannig kemst maður í gegnum þetta.“Alfreð náði síðustu leikjum Augsburg á tímabilinu.vísir/gettyKróatía ofarlega í huganum Framherjasveit íslenska landsliðsins hefur orðið fyrir talsverðum skakkaföllum síðan á EM í Frakklandi síðasta sumar. Kolbeinn Sigþórsson hefur ekkert spilað vegna meiðsla og Eiður Smári Guðjohnsen er enn án félags. Meiðsli Alfreðs komu því sérstaklega illa við íslenska landsliðið í vetur. Gylfi Þór Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson spiluðu sem fremstu menn gegn Króatíu í nóvember en þeir Björn Bergmann Sigurðsson og Viðar Örn Kjartansson voru í byrjunarliðinu í 2-1 sigri á Kósóvó í mars. Jón Daði var þá óvænt á meðal varamanna. Líklegt er Alfreð snúi aftur í byrjunarliðið á sunnudag og að Jón Daði verði með honum í fremstu víglínu, líkt og í 2-0 sigrinum á Tyrklandi í október en Ísland lék frábærlega í þeim leik og yfirspilaði andstæðing sinn, sérstaklega í fyrri hálfleik. „Það er alltaf erfitt að missa af landsleikjum,“ segir Alfreð. „Í allan vetur var ég með þennan leik gegn Króatíu í huga. Ég veit ekki af hverju en hann var manni alltaf ofarlega í huga. Og nú er hann kominn og ég held að þetta verði geggjaður leikur. Þetta er toppslagur í riðlinum og vonandi tekst okkur að fá sömu stemningu í liðið og var gegn Tyrklandi. Við vissum frá fyrstu mínútu að við værum að fara að vinna þann leik. Við vorum með hann í okkar greipum,“ segir framherjinn.Fáum svör á sunnudag Eftir 2-0 tap gegn Króatíu og 2-1 sigur á Kósóvó þar sem okkar menn þóttu sleppa ágætlega eftir misjafna frammistöðu segir Alfreð erfitt að meta það hvort liðið þurfi að finna taktinn aftur. „Við höfum vissulega lent í óvenjumörgum skakkaföllum sem við erum ekki vanir og það hefur reynt á breiddina í hópnum. Við höfum þurft að standast nokkrar prófraunir en við höfum komist í gegnum þær. Fólk gleymir kannski að við erum í frábærri stöðu í riðlinum með tíu stig eftir fimm leiki. Það væri góð staða í hvaða riðli sem er í undankeppninni,“ segir Alfreð. „Við höfum alltaf stefnt á efstu tvö sætin og ef við endum með 20 stig þá er ég nokkuð viss um að það muni duga til þess. Nú byrjar seinni umferðin í þessum riðli og það vill svo til að við byrjum á erfiðasta leiknum. Ég tel því að þessi leikur muni örugglega svara nokkuð mörgum spurningum um framhaldið og stöðu liðsins,“ segir Alfreð.Alfreð hefur skorað í síðustu þremur landsleikjum sem hann hefur spilað.vísir/antonSvekkjandi eftir langa bið Sem fyrr segir var Alfreð iðinn við að skora með landsliðinu í upphafi undankeppninnar og er enn markahæsti leikmaður íslenska liðsins í henni með þrjú mörk. Aðeins einn leikmaður hefur skorað fleiri mörk í riðlinum og það er framherji Juventus og króatíska landsliðsins, Mario Mandzukic. Hann hefur skorað fjögur mörk til þessa. „Það var svekkjandi að þurfa að stíga til hliðar eftir þessa góðu byrjun,“ segir Alfreð og vísar í meiðsli sín í vetur. „Mér fannst að ég hefði nýtt tækifærið vel, tækifæri sem ég fékk eftir langa bið á hliðarlínunni með landsliðinu. En eins og alltaf þegar það kemur að landsliðinu þá er markmið mitt að hafa áhrif og eins og allir þá vil ég spila. Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik – mjög spenntur.“Fann að mín var saknað Alfreð segist ánægður með félagsliðaferil sinn en hlutirnir gengu ekki að óskum hjá honum eftir að hann yfirgaf hollenska liðið Heerenveen árið 2014 og gekk í raðir Real Sociedad á Spáni. Þaðan var hann lánaður til Olympiacos í Grikklandi en hann fann loksins félag þar sem honum leið vel þegar hann fór til Augsburg í Þýskalandi. Hann sér ekki fram á annað en að vera þar áfram. „Það er ekki sjálfgefið að fara í félag þar sem maður getur orðið lykilmaður á stuttum tíma og spilað alla leiki. Ég fann það líka í meiðslunum að mín var saknað. Sú staða er ekki sjálfgefin og ég get ekki sagt annað en að mér líði vel hjá Augsburg.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Sjá meira
Alfreð Finnbogason er kominn aftur á fullt eftir að meiðsli settu hann á hliðarlínuna í hálft ár í vetur. Alfreð meiddist í nára í leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 í byrjun október og spilaði hann ekki með Augsburg, liði sínu í Þýskalandi, á ný fyrr en í apríl. Alfreð missti á meðan af leikjum Íslands gegn Króatíu og Kósóvó ytra en er nú kominn aftur í liðið. Líklegt verður að teljast að hann verði í byrjunarliði Íslands á sunnudag, líkt og hann gerði í fyrstu þremur leikjum Íslands í undankeppninni. Alfreð skoraði í öllum þremur leikjunum áður en hann meiddist. „Það er gaman að hafa komist aftur af stað áður en tímabilinu lauk í Þýskalandi og átt þátt í því að liðið náði að halda sér uppi. Þetta er það sem maður sá fyrir sér í allan vetur og það hafðist,“ sagði Alfreð við Fréttablaðið fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. Alfreð hafði misst af fyrstu æfingum vikunnar þar sem hann var með ælupest en var búinn að hrista hana af sér.Fékk góðan stuðning Alfreð neitar því ekki að það hafi stundum verið erfitt að sætta sig við hlutskiptið á meðan á endurhæfingunni stóð og að það hafi verið erfitt að komast í gegnum hana. „Á milli komu erfið augnablik og maður skilur vel þegar menn eru að takast á við andleg vandamál þegar þeir glíma við meiðsli. Þetta er eitthvað sem maður spáði lítið í áður en nú kann maður betur að meta það sem maður gerir. Það er ekki sjálfgefið að fá að spila fótbolta,“ segir Alfreð og bætir við að hugarfarið hafi haft mikið að segja, sem og aðstoð utanaðkomandi aðila. „Maður þurfti að koma sér í einhvers konar ofurjákvæðan gír og þá er mikilvægt að hafa gott fólk í kringum sig. Ég fékk hjálp, bæði frá félaginu og frá fólki sem hafði reynslu af því að vera lengi frá vegna meiðsla.“ Alfreð fann ekki fyrir neinum almennilegum bata um langt skeið og segir að það hafi verið erfitt. „Eftir þrjá mánuði var ég enn með verki við allt það sem ég gerði. Þá spyr maður sjálfan sig hvað maður sé að gera rangt. En félagið veitti mér góðan stuðning og ég fékk að gera það sem ég vildi og taldi best. Ég vissi alveg að ég myndi fá að spila fótbolta aftur en þetta var langt og leiðinlegt ferli. Maður verður bara að hugsa um þetta eins og hverja aðra reynslu – og muna að það er stutt í góðu tímana. Þannig kemst maður í gegnum þetta.“Alfreð náði síðustu leikjum Augsburg á tímabilinu.vísir/gettyKróatía ofarlega í huganum Framherjasveit íslenska landsliðsins hefur orðið fyrir talsverðum skakkaföllum síðan á EM í Frakklandi síðasta sumar. Kolbeinn Sigþórsson hefur ekkert spilað vegna meiðsla og Eiður Smári Guðjohnsen er enn án félags. Meiðsli Alfreðs komu því sérstaklega illa við íslenska landsliðið í vetur. Gylfi Þór Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson spiluðu sem fremstu menn gegn Króatíu í nóvember en þeir Björn Bergmann Sigurðsson og Viðar Örn Kjartansson voru í byrjunarliðinu í 2-1 sigri á Kósóvó í mars. Jón Daði var þá óvænt á meðal varamanna. Líklegt er Alfreð snúi aftur í byrjunarliðið á sunnudag og að Jón Daði verði með honum í fremstu víglínu, líkt og í 2-0 sigrinum á Tyrklandi í október en Ísland lék frábærlega í þeim leik og yfirspilaði andstæðing sinn, sérstaklega í fyrri hálfleik. „Það er alltaf erfitt að missa af landsleikjum,“ segir Alfreð. „Í allan vetur var ég með þennan leik gegn Króatíu í huga. Ég veit ekki af hverju en hann var manni alltaf ofarlega í huga. Og nú er hann kominn og ég held að þetta verði geggjaður leikur. Þetta er toppslagur í riðlinum og vonandi tekst okkur að fá sömu stemningu í liðið og var gegn Tyrklandi. Við vissum frá fyrstu mínútu að við værum að fara að vinna þann leik. Við vorum með hann í okkar greipum,“ segir framherjinn.Fáum svör á sunnudag Eftir 2-0 tap gegn Króatíu og 2-1 sigur á Kósóvó þar sem okkar menn þóttu sleppa ágætlega eftir misjafna frammistöðu segir Alfreð erfitt að meta það hvort liðið þurfi að finna taktinn aftur. „Við höfum vissulega lent í óvenjumörgum skakkaföllum sem við erum ekki vanir og það hefur reynt á breiddina í hópnum. Við höfum þurft að standast nokkrar prófraunir en við höfum komist í gegnum þær. Fólk gleymir kannski að við erum í frábærri stöðu í riðlinum með tíu stig eftir fimm leiki. Það væri góð staða í hvaða riðli sem er í undankeppninni,“ segir Alfreð. „Við höfum alltaf stefnt á efstu tvö sætin og ef við endum með 20 stig þá er ég nokkuð viss um að það muni duga til þess. Nú byrjar seinni umferðin í þessum riðli og það vill svo til að við byrjum á erfiðasta leiknum. Ég tel því að þessi leikur muni örugglega svara nokkuð mörgum spurningum um framhaldið og stöðu liðsins,“ segir Alfreð.Alfreð hefur skorað í síðustu þremur landsleikjum sem hann hefur spilað.vísir/antonSvekkjandi eftir langa bið Sem fyrr segir var Alfreð iðinn við að skora með landsliðinu í upphafi undankeppninnar og er enn markahæsti leikmaður íslenska liðsins í henni með þrjú mörk. Aðeins einn leikmaður hefur skorað fleiri mörk í riðlinum og það er framherji Juventus og króatíska landsliðsins, Mario Mandzukic. Hann hefur skorað fjögur mörk til þessa. „Það var svekkjandi að þurfa að stíga til hliðar eftir þessa góðu byrjun,“ segir Alfreð og vísar í meiðsli sín í vetur. „Mér fannst að ég hefði nýtt tækifærið vel, tækifæri sem ég fékk eftir langa bið á hliðarlínunni með landsliðinu. En eins og alltaf þegar það kemur að landsliðinu þá er markmið mitt að hafa áhrif og eins og allir þá vil ég spila. Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik – mjög spenntur.“Fann að mín var saknað Alfreð segist ánægður með félagsliðaferil sinn en hlutirnir gengu ekki að óskum hjá honum eftir að hann yfirgaf hollenska liðið Heerenveen árið 2014 og gekk í raðir Real Sociedad á Spáni. Þaðan var hann lánaður til Olympiacos í Grikklandi en hann fann loksins félag þar sem honum leið vel þegar hann fór til Augsburg í Þýskalandi. Hann sér ekki fram á annað en að vera þar áfram. „Það er ekki sjálfgefið að fara í félag þar sem maður getur orðið lykilmaður á stuttum tíma og spilað alla leiki. Ég fann það líka í meiðslunum að mín var saknað. Sú staða er ekki sjálfgefin og ég get ekki sagt annað en að mér líði vel hjá Augsburg.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Sjá meira