Taylor Swift komin aftur á Spotify Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júní 2017 10:45 Taylor Swift lét fjarlægja alla tónlist sína af Spotify í nóvember árið 2014 en er nú snúin aftur. Tónlistarkonan Taylor Swift hefur snúið aftur á allar tónlistarveitur, þar á meðal Spotify, eftir tæplega þriggja ára fjarveru. Kynningarteymi Swift tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í gær en öll tónlist hennar varð opin notendum Spotify á miðnætti í dag, 9. júní. Athygli vekur að þetta útspil söngkonunnar samtvinnast útgáfu nýjustu breiðskífu Katy Perry, sem kemur út í dag, en þær hafa lengi eldað grátt silfur saman. Í tilkynningu, sem kynningarteymi Taylor Swift sendi frá sér á Twitter í gær, segir að tónlist söngkonunnar verði gerð aðgengileg á Spotify í tilefni þess að platan 1989 hafi nú selst í 10 milljónum eintaka um allan heim. Með útgáfu tónlistarinnar vill Swift þakka aðdáendum sínum fyrir stuðninginn.pic.twitter.com/kcpY03qHLp— Taylor Nation (@taylornation13) June 8, 2017 Í nóvember 2014 lét Swift fjarlægja alla tónlist sína af Spotify, einni af vinsælustu tónlistarveitum í heimi. Ári síðar tilkynnti hún að tónlist sín yrði einnig fjarlægð af Apple Music á grundvelli þess að tónlistarmönnum væri ekki borgað fyrir það streymi tónlistar sem fram færi á ókeypis reynslutímabilum notenda. Nýjasta plata söngkonunnar Katy Perry, Witness, kom einnig út í dag. Söngkonurnar hafa átt í miklum erjum í gegnum tíðina, allt frá því að Swift, í viðtali við tímaritið Rolling Stone árið 2014, sagði Perry hafa reynt að eyðileggja fyrir sér tónleikaferðalag með því að stela frá sér starfsmönnum. Aðdáendur tónlistarkvennanna hafa því leitt að því líkum að tímasetning útgáfu tónlistar Taylor Swift á Spotify sé vandlega tímasett.Katy: I'm dropping a new album tonight Taylor: I'm putting my music on all streaming sitesKaty: pic.twitter.com/pv7dnffFti— Cisco (@TSwiftCisco) June 9, 2017 Þá ræddi Katy Perry átök sín og Swift við James Corden í bíltúr þeirra nýverið. „Hún byrjaði þetta og það er kominn tími til þess að hún klári þetta,“ sagði Perry um málið en „Carpool Karaoke“ hennar og Corden má sjá hér að neðan. Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónlistarkonan Taylor Swift hefur snúið aftur á allar tónlistarveitur, þar á meðal Spotify, eftir tæplega þriggja ára fjarveru. Kynningarteymi Swift tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í gær en öll tónlist hennar varð opin notendum Spotify á miðnætti í dag, 9. júní. Athygli vekur að þetta útspil söngkonunnar samtvinnast útgáfu nýjustu breiðskífu Katy Perry, sem kemur út í dag, en þær hafa lengi eldað grátt silfur saman. Í tilkynningu, sem kynningarteymi Taylor Swift sendi frá sér á Twitter í gær, segir að tónlist söngkonunnar verði gerð aðgengileg á Spotify í tilefni þess að platan 1989 hafi nú selst í 10 milljónum eintaka um allan heim. Með útgáfu tónlistarinnar vill Swift þakka aðdáendum sínum fyrir stuðninginn.pic.twitter.com/kcpY03qHLp— Taylor Nation (@taylornation13) June 8, 2017 Í nóvember 2014 lét Swift fjarlægja alla tónlist sína af Spotify, einni af vinsælustu tónlistarveitum í heimi. Ári síðar tilkynnti hún að tónlist sín yrði einnig fjarlægð af Apple Music á grundvelli þess að tónlistarmönnum væri ekki borgað fyrir það streymi tónlistar sem fram færi á ókeypis reynslutímabilum notenda. Nýjasta plata söngkonunnar Katy Perry, Witness, kom einnig út í dag. Söngkonurnar hafa átt í miklum erjum í gegnum tíðina, allt frá því að Swift, í viðtali við tímaritið Rolling Stone árið 2014, sagði Perry hafa reynt að eyðileggja fyrir sér tónleikaferðalag með því að stela frá sér starfsmönnum. Aðdáendur tónlistarkvennanna hafa því leitt að því líkum að tímasetning útgáfu tónlistar Taylor Swift á Spotify sé vandlega tímasett.Katy: I'm dropping a new album tonight Taylor: I'm putting my music on all streaming sitesKaty: pic.twitter.com/pv7dnffFti— Cisco (@TSwiftCisco) June 9, 2017 Þá ræddi Katy Perry átök sín og Swift við James Corden í bíltúr þeirra nýverið. „Hún byrjaði þetta og það er kominn tími til þess að hún klári þetta,“ sagði Perry um málið en „Carpool Karaoke“ hennar og Corden má sjá hér að neðan.
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira