Í eldhúsi Evu: Ofnbökuð sítrónuostakaka með ferskum berjum Eva Laufey skrifar 11. júní 2017 13:00 Kakan er mjög hlaupkennd þegar hún er tekin út úr ofninum en hafið ekki áhyggjur, hún á einmitt að líta þannig út. Vísir/Eva Laufey Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að dásamlegri sítrónuostaköku. Ofnbökuð sítrónuostakaka borin fram með ferskum berjum Kexbotn 400 g kexkökur til dæmis Digestive 120 g smjör 1 tsk sykur Aðferð: Setjið kexið í matvinnsluvél og maukið, bræðið smjör og hellið því í matvinnsluvélina ásamt einni teskeið af sykri og maukið enn betur saman. Hellið blöndunni í hringlaga smelluform.Ostafylling900 g hreinn rjómaostur, við stofuhita170 g sykur250 g sýrður rjómi2 egg2 tsk vanilludropar – eða sykurfræin úr einni vanillustöng½ dl nýrifinn sítrónubörkurAðferð: Hitið ofninn í 200°C. Þeytið rjómaost og sykur saman þar til osturinn verður léttur og mjúkur, bætið sýrða rjómanum við og þeytið vel. Bætið því næst eggjum, sítróog vanillu saman við og þeytið áfram þar til deigið er orðið silkimjúkt. Hellið fyllingunni yfir kexbotninn og vefjið tvöföldu lagi af álpappír meðfram forminu, með því ætti kakan ekki að springa en ostakökur geta verið svolítið viðkvæmar. Bakið kökuna við 200°C í 45 – 50 mínútur. Leyfið kökunni að kólna í ofninum í um það bil klukkustund, hún er mjög hlaupkennd þegar hún er tekin út úr ofninum en hafið ekki áhyggjur, hún á einmitt að líta þannig út. Geymið kökuna í kæli í nokkrar klukkustundir áður en þið berið hana fram, best yfir nótt. Sáldrið flórsykri yfir kökuna áður en þið berið hana fram ásamt ferskum berjum. Eftirréttir Eva Laufey Kökur og tertur Ostakökur Uppskriftir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að dásamlegri sítrónuostaköku. Ofnbökuð sítrónuostakaka borin fram með ferskum berjum Kexbotn 400 g kexkökur til dæmis Digestive 120 g smjör 1 tsk sykur Aðferð: Setjið kexið í matvinnsluvél og maukið, bræðið smjör og hellið því í matvinnsluvélina ásamt einni teskeið af sykri og maukið enn betur saman. Hellið blöndunni í hringlaga smelluform.Ostafylling900 g hreinn rjómaostur, við stofuhita170 g sykur250 g sýrður rjómi2 egg2 tsk vanilludropar – eða sykurfræin úr einni vanillustöng½ dl nýrifinn sítrónubörkurAðferð: Hitið ofninn í 200°C. Þeytið rjómaost og sykur saman þar til osturinn verður léttur og mjúkur, bætið sýrða rjómanum við og þeytið vel. Bætið því næst eggjum, sítróog vanillu saman við og þeytið áfram þar til deigið er orðið silkimjúkt. Hellið fyllingunni yfir kexbotninn og vefjið tvöföldu lagi af álpappír meðfram forminu, með því ætti kakan ekki að springa en ostakökur geta verið svolítið viðkvæmar. Bakið kökuna við 200°C í 45 – 50 mínútur. Leyfið kökunni að kólna í ofninum í um það bil klukkustund, hún er mjög hlaupkennd þegar hún er tekin út úr ofninum en hafið ekki áhyggjur, hún á einmitt að líta þannig út. Geymið kökuna í kæli í nokkrar klukkustundir áður en þið berið hana fram, best yfir nótt. Sáldrið flórsykri yfir kökuna áður en þið berið hana fram ásamt ferskum berjum.
Eftirréttir Eva Laufey Kökur og tertur Ostakökur Uppskriftir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira