Engin þreytumerki á Ronaldo | Öll úrslitin í undankeppninni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2017 20:45 Ronaldo skoraði tvö í Ríga. vísir/getty Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Evrópumeistarar Portúgals unnu 0-3 útisigur á Lettlandi í B-riðli. Ronaldo varð Evrópumeistari með Real Madrid um síðustu helgi en hann sýndi engin þreytumerki í Ríga í kvöld og skoraði tvívegis og lagði svo þriðja mark Portúgala upp fyrir André Silva. Portúgal er í 2. sæti riðilsins með 15 stig, þremur stigum á eftir toppliði Sviss sem vann 0-2 sigur á Færeyjum í Þórshöfn. Í þriðja leik B-riðils vann Andorra afar óvæntan sigur á Ungverjalandi, 1-0.Ola Toivonen tryggði Svíum sigur á Frökkum í A-riðli með ótrúlegu marki. Svíþjóð og Frakkland eru bæði með 13 stig í riðlinum, þremur stigum á undan Hollandi sem er í 3. sætinu. Hollendingar rúlluðu yfir Lúxemborgara í Rotterdam, 5-0. Arjen Robben, Wesley Sneijder, Giorginio Wijnaldum, Quincy Promes og Vincent Janssen (víti) skoruðu mörk hollenska liðsins. Í sama riðli vann Hvíta-Rússland góðan sigur á Búlgaríu, 2-1, á heimavelli. Þetta var fyrsti sigur Hvít-Rússa í undankeppninni. Belgar eru í afar góðri stöðu í H-riðli eftir 0-2 útisigur á Eistum. Dries Mertens og Nacer Chadli skoruðu mörk belgíska liðsins sem er með fjögurra stiga forskot á toppi riðilsins. Liðin í 2. og 3. sæti, Bosnía og Grikkland, gerðu markalaust jafntefli í Zenica. Þá vann Kýpur 1-2 sigur á Gíbraltar.Úrslitin í kvöld:A-riðill:Svíþjóð 2-1 Frakkland 0-1 Olivier Giroud (37.), 1-1 Jimmy Durmaz (43.), 2-1 Ola Toivonen (90+3.).Holland 5-0 Lúxemborg 1-0 Arjen Robben (21.), 2-0 Wesley Sneijder (34.), 3-0 Giorginio Wijnaldum (62.), 4-0 Quincy Promens (70.), 5-0 Vincent Janssen, víti (84.).Hvíta-Rússland 2-1 Búlgaría 1-0 Mikhail Sivakov, víti (33.), 2-0 Pavel Savitski (80.), 2-1 Georgi Kostadinov (90+1.).B-riðill:Lettland 0-3 Portúgal 0-1 Cristiano Ronaldo (41.), 0-2 Ronaldo (63.), 0-3 André Silva.Færeyjar 0-2 Sviss 0-1 Granit Xhaka (36.), 0-2 Xherdan Shaqiri (59.).Andorra 1-0 Ungverjaland 1-0 Marc RebésH-riðill:Eistland 0-2 Belgía 0-1 Dries Mertens (31.), 0-2 Nacer Chadli (86.).Bosnía 0-0 GrikklandGíbraltar 1-2 Kýpur 0-1 Roy Chipolina, sjálfsmark (10.), 1-1 Anthony Hernandez (30.), 1-2 Pieros Sotiriou (87.). HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Xhaka og Shaqiri fundu leiðina framhjá Gunnari Sviss er áfram með fullt hús stiga á toppi A-riðils undankeppni HM 2018 eftir 0-2 sigur á Færeyjum í Þórshöfn í kvöld. 9. júní 2017 20:30 Sjáðu flautumarkið frá miðju sem tryggði Svíum sigur á Frökkum | Myndband Ola Toivonen tryggði Svíum sigur á Frökkum í A-riðli undankeppni HM 2018 með ótrúlegu marki. 9. júní 2017 21:17 Svíar á toppinn eftir ævintýralegan sigur á Frökkum Svíar unnu ævintýralegan sigur á Frökkum, 2-1, í A-riðli undankeppni HM 2018 á Vinavelli í Stokkhólmi í kvöld. 9. júní 2017 20:45 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Sjá meira
Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Evrópumeistarar Portúgals unnu 0-3 útisigur á Lettlandi í B-riðli. Ronaldo varð Evrópumeistari með Real Madrid um síðustu helgi en hann sýndi engin þreytumerki í Ríga í kvöld og skoraði tvívegis og lagði svo þriðja mark Portúgala upp fyrir André Silva. Portúgal er í 2. sæti riðilsins með 15 stig, þremur stigum á eftir toppliði Sviss sem vann 0-2 sigur á Færeyjum í Þórshöfn. Í þriðja leik B-riðils vann Andorra afar óvæntan sigur á Ungverjalandi, 1-0.Ola Toivonen tryggði Svíum sigur á Frökkum í A-riðli með ótrúlegu marki. Svíþjóð og Frakkland eru bæði með 13 stig í riðlinum, þremur stigum á undan Hollandi sem er í 3. sætinu. Hollendingar rúlluðu yfir Lúxemborgara í Rotterdam, 5-0. Arjen Robben, Wesley Sneijder, Giorginio Wijnaldum, Quincy Promes og Vincent Janssen (víti) skoruðu mörk hollenska liðsins. Í sama riðli vann Hvíta-Rússland góðan sigur á Búlgaríu, 2-1, á heimavelli. Þetta var fyrsti sigur Hvít-Rússa í undankeppninni. Belgar eru í afar góðri stöðu í H-riðli eftir 0-2 útisigur á Eistum. Dries Mertens og Nacer Chadli skoruðu mörk belgíska liðsins sem er með fjögurra stiga forskot á toppi riðilsins. Liðin í 2. og 3. sæti, Bosnía og Grikkland, gerðu markalaust jafntefli í Zenica. Þá vann Kýpur 1-2 sigur á Gíbraltar.Úrslitin í kvöld:A-riðill:Svíþjóð 2-1 Frakkland 0-1 Olivier Giroud (37.), 1-1 Jimmy Durmaz (43.), 2-1 Ola Toivonen (90+3.).Holland 5-0 Lúxemborg 1-0 Arjen Robben (21.), 2-0 Wesley Sneijder (34.), 3-0 Giorginio Wijnaldum (62.), 4-0 Quincy Promens (70.), 5-0 Vincent Janssen, víti (84.).Hvíta-Rússland 2-1 Búlgaría 1-0 Mikhail Sivakov, víti (33.), 2-0 Pavel Savitski (80.), 2-1 Georgi Kostadinov (90+1.).B-riðill:Lettland 0-3 Portúgal 0-1 Cristiano Ronaldo (41.), 0-2 Ronaldo (63.), 0-3 André Silva.Færeyjar 0-2 Sviss 0-1 Granit Xhaka (36.), 0-2 Xherdan Shaqiri (59.).Andorra 1-0 Ungverjaland 1-0 Marc RebésH-riðill:Eistland 0-2 Belgía 0-1 Dries Mertens (31.), 0-2 Nacer Chadli (86.).Bosnía 0-0 GrikklandGíbraltar 1-2 Kýpur 0-1 Roy Chipolina, sjálfsmark (10.), 1-1 Anthony Hernandez (30.), 1-2 Pieros Sotiriou (87.).
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Xhaka og Shaqiri fundu leiðina framhjá Gunnari Sviss er áfram með fullt hús stiga á toppi A-riðils undankeppni HM 2018 eftir 0-2 sigur á Færeyjum í Þórshöfn í kvöld. 9. júní 2017 20:30 Sjáðu flautumarkið frá miðju sem tryggði Svíum sigur á Frökkum | Myndband Ola Toivonen tryggði Svíum sigur á Frökkum í A-riðli undankeppni HM 2018 með ótrúlegu marki. 9. júní 2017 21:17 Svíar á toppinn eftir ævintýralegan sigur á Frökkum Svíar unnu ævintýralegan sigur á Frökkum, 2-1, í A-riðli undankeppni HM 2018 á Vinavelli í Stokkhólmi í kvöld. 9. júní 2017 20:45 Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Fleiri fréttir Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Sjá meira
Xhaka og Shaqiri fundu leiðina framhjá Gunnari Sviss er áfram með fullt hús stiga á toppi A-riðils undankeppni HM 2018 eftir 0-2 sigur á Færeyjum í Þórshöfn í kvöld. 9. júní 2017 20:30
Sjáðu flautumarkið frá miðju sem tryggði Svíum sigur á Frökkum | Myndband Ola Toivonen tryggði Svíum sigur á Frökkum í A-riðli undankeppni HM 2018 með ótrúlegu marki. 9. júní 2017 21:17
Svíar á toppinn eftir ævintýralegan sigur á Frökkum Svíar unnu ævintýralegan sigur á Frökkum, 2-1, í A-riðli undankeppni HM 2018 á Vinavelli í Stokkhólmi í kvöld. 9. júní 2017 20:45