Fín veiði í vötnunum á Snæfellsnesi Karl Lúðvíksson skrifar 30. maí 2017 12:00 Vatnaveiðin í komin í fullan gang Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Nú er kominn góður kraftur í vatnaveiðina og það berast heilt yfir góðar fréttir úr vötnum víðs vegar um landið. Á Snæfellsnesi eru nokkur vötn sem eru ágætlega stunduð en þar má kannski helst nefna Hraunsfjörð fyrstan en veiðin þar hefur verið virkilega góð þegar viðrar til veiða og bleikjan sem er að veiðast bæði væn og vel haldin. Hún hefur verið stútfull af marfló svo þær flugur sem hafa verið að gefa best eru í líki marflóar og virðist græni liturinn vera nokkuð ráðandi. Við höfum einnig fengið fréttir úr Baulárvallavatni og þar hefur líka verið að veiðast ágætlega. Mest er þetta urriði sem er um 2-3 pund en það hafa líka veiðst stærri fiskar. Sá stærsti sem við höfum fregnir af var 6 pund og veiddist undir hlíðinni norðanmegin í vatninu. Nágranni Baulárvallavatns hefur líka verið að gefa ágætlega og þar er veiðin urriði sem er um 1-2 pund að upplagi en stærri fiskar eru þó í vatninu þó okkur hafi ekki borist fréttir af neinum í yfirstærð á land ennþá. Þeir sem ætla að reyna ná þessum stóru urriðum í þessum vötnum er bent á að veiða í ljósaskiptunum því þá koma þessir stóru urriðar upp á grynningar í ætisleit. Vatnasvæði Lýsu er síðan eitt af þessum svæðum sem á misgóð ár en miðað við hvernig veiðin fer af stað núna þá virðist stefna í gott ár. Það sem hefur helst dregið úr áhuga veiðimanna er þegar fiskurinn er smá og fáir yfir einu pundi taka agnið en þessu virðist öfugt farið það sem af er sumri en mikið af aflanum er mjög fallegur 2-3 punda silungur. Þarna gengur líka lax þegar líða tekur á sumarið og eins má finna sjóbirting á stöku ál. Mest lesið Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði
Nú er kominn góður kraftur í vatnaveiðina og það berast heilt yfir góðar fréttir úr vötnum víðs vegar um landið. Á Snæfellsnesi eru nokkur vötn sem eru ágætlega stunduð en þar má kannski helst nefna Hraunsfjörð fyrstan en veiðin þar hefur verið virkilega góð þegar viðrar til veiða og bleikjan sem er að veiðast bæði væn og vel haldin. Hún hefur verið stútfull af marfló svo þær flugur sem hafa verið að gefa best eru í líki marflóar og virðist græni liturinn vera nokkuð ráðandi. Við höfum einnig fengið fréttir úr Baulárvallavatni og þar hefur líka verið að veiðast ágætlega. Mest er þetta urriði sem er um 2-3 pund en það hafa líka veiðst stærri fiskar. Sá stærsti sem við höfum fregnir af var 6 pund og veiddist undir hlíðinni norðanmegin í vatninu. Nágranni Baulárvallavatns hefur líka verið að gefa ágætlega og þar er veiðin urriði sem er um 1-2 pund að upplagi en stærri fiskar eru þó í vatninu þó okkur hafi ekki borist fréttir af neinum í yfirstærð á land ennþá. Þeir sem ætla að reyna ná þessum stóru urriðum í þessum vötnum er bent á að veiða í ljósaskiptunum því þá koma þessir stóru urriðar upp á grynningar í ætisleit. Vatnasvæði Lýsu er síðan eitt af þessum svæðum sem á misgóð ár en miðað við hvernig veiðin fer af stað núna þá virðist stefna í gott ár. Það sem hefur helst dregið úr áhuga veiðimanna er þegar fiskurinn er smá og fáir yfir einu pundi taka agnið en þessu virðist öfugt farið það sem af er sumri en mikið af aflanum er mjög fallegur 2-3 punda silungur. Þarna gengur líka lax þegar líða tekur á sumarið og eins má finna sjóbirting á stöku ál.
Mest lesið Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði