Lagið sem kom út fyrr í þessum mánuði heitir Breathe Into Me og er tekið af Kinder Versions sem er fyrsta breiðskífa Mammút á ensku og jafnframt sú fyrsta sem verður gefin út af útgáfufyrirtæki utan Íslands en Record Records gefur út hér á Íslandi sem áður.
Myndbandið var skotið farsíma eftir langan dag í hljóðveri á snjóþyngsta degi síðasta vetrar þegar hljómsveitarmeðlimir höfðu fengið nóg af inniveru í hljóðverinu.