Ragga Gísla semur og flytur Þjóðhátíðarlagið Stefán Þór Hjartarson skrifar 31. maí 2017 10:45 Ragga Gísla er fyrsta konan til að semja og flytja Þjóðhátíðarlagið og segir hún það mikinn heiður. Vísir/Eyþór Þjóðhátíðarlagið í ár semur og flytur engin önnur en Ragga okkar Gísla og er hún þar með fyrsta konan sem verður þess heiðurs aðnjótandi að semja þetta blessaða lag. Aðspurð segir Ragga þetta vera mikinn heiður og hún segist ákaflega stolt af verkefninu.En hvernig semur maður Þjóðhátíðarlag? „Ég hef náttúrulega svo oft verið á Þjóðhátíð – bæði sem gestur og skemmtikraftur. Þetta er auðvitað ákveðin stemming og lífsreynsla sem getur verið algjörlega guðdómleg, eins og til dæmis stemmingin í brekkunni á kvöldin þegar brekkudagskráin hefst, það er alveg eitthvað einstakt við það á þessum stað. Það er svolítið vandasamt að gera svona lag að því leyti að þetta þarf að vera lag sem fólk getur sungið með um leið og það heyrir það í fyrsta sinn. Það sem mér finnst mikilvægast í þessu er að það er gaman að gera þetta. Bræðurnir Logi og Unnsteinn [Stefánssynir] taka þetta upp og vinna þetta með mér og það er bara alveg einstaklega gott að vinna með þeim mönnum. Þeir eru alveg yndislegir frá a til ö og hrikalega flinkir. Þetta er bara gaman, eins og er algjörlega lýsandi fyrir Þjóðhátíð,“ segir Ragga. Auk þess að fá með sér Loga og Unnstein fékk hún Braga Valdimar Skúlason með sér til að semja textann við lagið, sem hún segir að sé alveg óborganlegur.Bragi Valdimar segir það mikilvægt að hægt sé að syngja textann við Þjóðhátíðarlag eftir nokkra. Vísir/Anton BrinkÓlgan í iðrum eyjunnar yrkisefnið „Ragga bað mig um að gera texta og ég var náttúrulega bara æstur í það, enda vil ég allt fyrir hana að gera – og Þjóðhátíð líka. Það voru nú engar djúpar ljóðrænar pælingar í gangi, en þetta er óður til eyjunnar. Þetta hefur nú oft verið ort til dalsins og tjaldanna en núna erum við kannski komin aðeins undir yfirborðið, þessi ólga sem er í iðrum jarðar og gefur kraftinn og allt þetta, svona ef maður á að vera með miklar meiningar. Annars er þetta bara svona hvatningaróp til að koma saman og hafa gaman,“ segir Bragi Valdimar textahöfundur um það hvað sé nú eiginlega meining ljóðsins sem hann sauð saman við þetta tilefni.Skyldi það vera eitthvað sérstakt sem þarf að hafa í huga þegar Þjóðhátíðarlag er samið? „Ég veit það ekki – maður setur sig náttúrulega í einhverjar ákveðnar stellingar og reynir að draga eitthvað út úr laginu. Þetta er blanda af angurværð og góðu stuði. Ég reyndi líka að forðast helstu klisjurnar og það er ekkert minnst á dalinn, ég biðst velvirðingar á því,“ segir Bragi. Hann segist ekki hafa sveipað sig regnkápu eða rifið í sig lunda á meðan hann ritaði þennan óð til Þjóðhátíðar en sagði þó að það ætti að vera hægt að syngja textann þó að maður væri búinn að fá sér nokkra, sem er jú mikilvægt í brekkunni. Tengdar fréttir Tveimur konum bætt við dagskrá Þjóðhátíðar í ár Sylvía Erlu og Röggu Gísla bætt við dagskránna. Það verða því þrjár konur sem verða á sviði Þjóðhátíðar í ár. 6. júlí 2016 14:53 „Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?“ Tvær konur hafa komið að því að semja þjóðhátíðarlag frá árinu 1933. Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir að leitað sé til vinsælustu listamanna hverju sinni. 25. febrúar 2016 14:15 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Þjóðhátíðarlagið í ár semur og flytur engin önnur en Ragga okkar Gísla og er hún þar með fyrsta konan sem verður þess heiðurs aðnjótandi að semja þetta blessaða lag. Aðspurð segir Ragga þetta vera mikinn heiður og hún segist ákaflega stolt af verkefninu.En hvernig semur maður Þjóðhátíðarlag? „Ég hef náttúrulega svo oft verið á Þjóðhátíð – bæði sem gestur og skemmtikraftur. Þetta er auðvitað ákveðin stemming og lífsreynsla sem getur verið algjörlega guðdómleg, eins og til dæmis stemmingin í brekkunni á kvöldin þegar brekkudagskráin hefst, það er alveg eitthvað einstakt við það á þessum stað. Það er svolítið vandasamt að gera svona lag að því leyti að þetta þarf að vera lag sem fólk getur sungið með um leið og það heyrir það í fyrsta sinn. Það sem mér finnst mikilvægast í þessu er að það er gaman að gera þetta. Bræðurnir Logi og Unnsteinn [Stefánssynir] taka þetta upp og vinna þetta með mér og það er bara alveg einstaklega gott að vinna með þeim mönnum. Þeir eru alveg yndislegir frá a til ö og hrikalega flinkir. Þetta er bara gaman, eins og er algjörlega lýsandi fyrir Þjóðhátíð,“ segir Ragga. Auk þess að fá með sér Loga og Unnstein fékk hún Braga Valdimar Skúlason með sér til að semja textann við lagið, sem hún segir að sé alveg óborganlegur.Bragi Valdimar segir það mikilvægt að hægt sé að syngja textann við Þjóðhátíðarlag eftir nokkra. Vísir/Anton BrinkÓlgan í iðrum eyjunnar yrkisefnið „Ragga bað mig um að gera texta og ég var náttúrulega bara æstur í það, enda vil ég allt fyrir hana að gera – og Þjóðhátíð líka. Það voru nú engar djúpar ljóðrænar pælingar í gangi, en þetta er óður til eyjunnar. Þetta hefur nú oft verið ort til dalsins og tjaldanna en núna erum við kannski komin aðeins undir yfirborðið, þessi ólga sem er í iðrum jarðar og gefur kraftinn og allt þetta, svona ef maður á að vera með miklar meiningar. Annars er þetta bara svona hvatningaróp til að koma saman og hafa gaman,“ segir Bragi Valdimar textahöfundur um það hvað sé nú eiginlega meining ljóðsins sem hann sauð saman við þetta tilefni.Skyldi það vera eitthvað sérstakt sem þarf að hafa í huga þegar Þjóðhátíðarlag er samið? „Ég veit það ekki – maður setur sig náttúrulega í einhverjar ákveðnar stellingar og reynir að draga eitthvað út úr laginu. Þetta er blanda af angurværð og góðu stuði. Ég reyndi líka að forðast helstu klisjurnar og það er ekkert minnst á dalinn, ég biðst velvirðingar á því,“ segir Bragi. Hann segist ekki hafa sveipað sig regnkápu eða rifið í sig lunda á meðan hann ritaði þennan óð til Þjóðhátíðar en sagði þó að það ætti að vera hægt að syngja textann þó að maður væri búinn að fá sér nokkra, sem er jú mikilvægt í brekkunni.
Tengdar fréttir Tveimur konum bætt við dagskrá Þjóðhátíðar í ár Sylvía Erlu og Röggu Gísla bætt við dagskránna. Það verða því þrjár konur sem verða á sviði Þjóðhátíðar í ár. 6. júlí 2016 14:53 „Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?“ Tvær konur hafa komið að því að semja þjóðhátíðarlag frá árinu 1933. Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir að leitað sé til vinsælustu listamanna hverju sinni. 25. febrúar 2016 14:15 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Tveimur konum bætt við dagskrá Þjóðhátíðar í ár Sylvía Erlu og Röggu Gísla bætt við dagskránna. Það verða því þrjár konur sem verða á sviði Þjóðhátíðar í ár. 6. júlí 2016 14:53
„Ætli konum sé ekki treystandi til að semja þjóðhátíðarlag?“ Tvær konur hafa komið að því að semja þjóðhátíðarlag frá árinu 1933. Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir að leitað sé til vinsælustu listamanna hverju sinni. 25. febrúar 2016 14:15
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“