Trúi á það góða og bjarta Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. maí 2017 11:30 Þetta hjarta er eitt verkanna sem Þórunn Elísabet gerði fyrir sýninguna Mín er ánægjan. Vísir/Stefán Textílverk og ljósmyndir einkenna sýninguna Mín er ánægjan sem Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, búningameistari og hönnuður, er með í Gallerí Klúku í Bjarnarfirði á Ströndum. Hún segir þau öll ný og sérstaklega gerð fyrir galleríið í Hótel Laugarhóli. „Maður verður að gera alls konar, allan tímann, alltaf. Annars er ekkert gaman!“Forn bænabók úr Dalasýslu.Eitt verkanna er samsett úr blöðum fornrar bænabókar og Þórunn hefur þetta að segja um það: „Ég keypti bænabækur sem voru lausar í bandinu og nota þær í verkin mín. Þessi hét Messugjörðir fyrir sumar og vetur, prentuð í Dalasýslu. Ég er alltaf dálítið trúuð, trúi á það góða og bjarta og oftar en ekki kemur það fram í sýningunum mínum,“ útskýrir hún.Tóta hefur auga fyrir því fíngerða. Fréttablaðið/StefánSpurð út í tengingu hennar við Bjarnarfjörð segir listakonan: „Það er löng saga. Í Bjarnarfirði er samfélag dásamlegs fólks sem við Tommi, maðurinn minn, höfum verið samferða síðan á 8. áratugnum. Árni Páll Jóhannsson, sem gerði Gallerí Klúku á Hótel Laugarhóli með hótelstjórunum Vigdísi Esradóttur og Einari Unnsteinssyni, var kennari minn í Myndlistarskólanum og ég hef unnið með honum í leikmyndum.“Vasaklútar karla mynda þetta listræna textílverk eftir Tótu. Fréttablaðið/StefánHún kveðst reyna að fara norður á hverju sumri. „Vestfirðir eru sérstaklega heillandi í heild sinni. Þar er hægt að fara í alls konar laugar, niður í fjöru, tína ber og setjast á stein og gráta uppi á heiði af því allt er svo fallegt.“Þórunn Elísabet, kölluð Tóta, tengist Bjarnarfirði sterkt. Vísir/Ernir Þórunn Elísabet stundaði myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og árið 1982 hélt hún sína fyrstu einkasýningu í Nýlistasafninu í Reykjavík. Allar götur síðan hefur hún unnið við hönnun búninga og sviðsmynda fyrir leikhús og kvikmyndir. Hún hefur fjórum sinnum verði tilnefnd til Grímuverðlauna og tvisvar hlotið verðlaunin, í annað skiptið fyrir Rómeó og Júlíu, sýningu Vesturports, sem sýnd hefur verið víða um heim. Meðfram hönnunarstarfinu hefur Þórunn Elísabet unnið að myndlist sinni, haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Þá hefur hún og tekið að sér sýningarstjórn, meðal annars fyrir Menn-ingarmiðstöðina Gerðuberg og þar var henni haldið Sjónþing árið 2001. Bókin um Þórunni Elísabetu „I love being alive“ var gefin út 2014. Þar birtist myndlist hennar og hugrenningar um lífið og listina. Sýningin Mín er ánægjan í Gallerí Klúku er opin í sumar alla daga til 30. september. Menning Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira
Textílverk og ljósmyndir einkenna sýninguna Mín er ánægjan sem Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, búningameistari og hönnuður, er með í Gallerí Klúku í Bjarnarfirði á Ströndum. Hún segir þau öll ný og sérstaklega gerð fyrir galleríið í Hótel Laugarhóli. „Maður verður að gera alls konar, allan tímann, alltaf. Annars er ekkert gaman!“Forn bænabók úr Dalasýslu.Eitt verkanna er samsett úr blöðum fornrar bænabókar og Þórunn hefur þetta að segja um það: „Ég keypti bænabækur sem voru lausar í bandinu og nota þær í verkin mín. Þessi hét Messugjörðir fyrir sumar og vetur, prentuð í Dalasýslu. Ég er alltaf dálítið trúuð, trúi á það góða og bjarta og oftar en ekki kemur það fram í sýningunum mínum,“ útskýrir hún.Tóta hefur auga fyrir því fíngerða. Fréttablaðið/StefánSpurð út í tengingu hennar við Bjarnarfjörð segir listakonan: „Það er löng saga. Í Bjarnarfirði er samfélag dásamlegs fólks sem við Tommi, maðurinn minn, höfum verið samferða síðan á 8. áratugnum. Árni Páll Jóhannsson, sem gerði Gallerí Klúku á Hótel Laugarhóli með hótelstjórunum Vigdísi Esradóttur og Einari Unnsteinssyni, var kennari minn í Myndlistarskólanum og ég hef unnið með honum í leikmyndum.“Vasaklútar karla mynda þetta listræna textílverk eftir Tótu. Fréttablaðið/StefánHún kveðst reyna að fara norður á hverju sumri. „Vestfirðir eru sérstaklega heillandi í heild sinni. Þar er hægt að fara í alls konar laugar, niður í fjöru, tína ber og setjast á stein og gráta uppi á heiði af því allt er svo fallegt.“Þórunn Elísabet, kölluð Tóta, tengist Bjarnarfirði sterkt. Vísir/Ernir Þórunn Elísabet stundaði myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og árið 1982 hélt hún sína fyrstu einkasýningu í Nýlistasafninu í Reykjavík. Allar götur síðan hefur hún unnið við hönnun búninga og sviðsmynda fyrir leikhús og kvikmyndir. Hún hefur fjórum sinnum verði tilnefnd til Grímuverðlauna og tvisvar hlotið verðlaunin, í annað skiptið fyrir Rómeó og Júlíu, sýningu Vesturports, sem sýnd hefur verið víða um heim. Meðfram hönnunarstarfinu hefur Þórunn Elísabet unnið að myndlist sinni, haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Þá hefur hún og tekið að sér sýningarstjórn, meðal annars fyrir Menn-ingarmiðstöðina Gerðuberg og þar var henni haldið Sjónþing árið 2001. Bókin um Þórunni Elísabetu „I love being alive“ var gefin út 2014. Þar birtist myndlist hennar og hugrenningar um lífið og listina. Sýningin Mín er ánægjan í Gallerí Klúku er opin í sumar alla daga til 30. september.
Menning Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira