Í eldhúsi Evu: Tandoori-kjúklingur með naan-brauði og raita-sósu Eva Laufey skrifar 1. júní 2017 21:00 Dásamlegur indverskur réttur. Eva Laufey Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að tandoori-kjúklingi. Tandoori-kjúklingur 700-800 g kjúklingakjöt, helst læri 2 hvítlauksrif 4 cm engifer, ferskt 200 g ab mjólk 1 tsk paprika 1 tsk garam masala 1 tsk salt ½ tsk pipar 1 tsk kóríander 1 tsk túrmerik Aðferð: 1. Rífið niður engifer og hvítlauk í skál, hellið ólífuolíunni saman við og hrærið vel. 2. Bætið kryddunum saman við og hrærið. Því næst fer ab mjólkin eða hreint jógúrt út í og öllu blandað vel saman. 3. Skerið rákir í kjúklingakjötið áður en þið setjið kjötið út í marineringuna. 4. Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið í ísskáp í nokkrar klukkustundir, best yfir nótt. 5. Hitið grillpönnu eða útigrillið, takið kjúklingakjötið úr marineringunni og grillið á mjög heitri pönnu eða grilli í 5-7 mínútur á hvorri hlið eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. 6. Saxið niður ferskan kóríander og sáldrið yfir kjúklinginn áður en hann er borinn fram. Naan brauð 150 ml volgt vatn 200 g hveiti 2 tsk þurrger 1 tsk hunang 1 tsk salt 3 msk ab mjólk 1 msk ólífuolía 1msk brætt smjör 1 msk ólífuolía 1 hvítlauksrif ½ tsk salt 1 tsk smátt söxuð steinselja Aðferð: 1. Blandið vatni, geri og hunangi saman í skál. Leggið viskastykki standa yfir skálina og um leið og það byrjar að freyða í skálinni er gerið tilbúið. 2. Bætið því næst hveitinu, saltinu, ab mjólkinni og ólífuolíunni saman við og hrærið vel saman. Stráið smá hveiti á borð og hnoðið þar til deigið verður samfellt og fínt, leyfið deiginu að hefast í klukkustund. 3. Skerið deigið í litla bita og mótið kökur, þær eiga að vera fremur þunnar. 4. Steikið á heitri pönnu á hvorri hlið í 1-2 mínútur. 5. Blandið saman í skál, smjöri, olíu, salti, steinselju og hvítlauk og penslið á naan brauðin þegar þau eru nýsteikt. Það gefur þeim dásamlegan hvítlaukskeim! Má auðvitað sleppa því ef þið eruð ekki hrifin af hvítlauk. Raita sósa 250 g ab mjólk ½ agúrka salt og pipar 2 msk smátt saxaður kóríander Aðferð: Saxið hráefnin afar smátt og blandið öllu vel saman í skál, geymið helst í kæli í smá stund áður en þið berið sósuna fram. Brauð Eva Laufey Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að tandoori-kjúklingi. Tandoori-kjúklingur 700-800 g kjúklingakjöt, helst læri 2 hvítlauksrif 4 cm engifer, ferskt 200 g ab mjólk 1 tsk paprika 1 tsk garam masala 1 tsk salt ½ tsk pipar 1 tsk kóríander 1 tsk túrmerik Aðferð: 1. Rífið niður engifer og hvítlauk í skál, hellið ólífuolíunni saman við og hrærið vel. 2. Bætið kryddunum saman við og hrærið. Því næst fer ab mjólkin eða hreint jógúrt út í og öllu blandað vel saman. 3. Skerið rákir í kjúklingakjötið áður en þið setjið kjötið út í marineringuna. 4. Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið í ísskáp í nokkrar klukkustundir, best yfir nótt. 5. Hitið grillpönnu eða útigrillið, takið kjúklingakjötið úr marineringunni og grillið á mjög heitri pönnu eða grilli í 5-7 mínútur á hvorri hlið eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. 6. Saxið niður ferskan kóríander og sáldrið yfir kjúklinginn áður en hann er borinn fram. Naan brauð 150 ml volgt vatn 200 g hveiti 2 tsk þurrger 1 tsk hunang 1 tsk salt 3 msk ab mjólk 1 msk ólífuolía 1msk brætt smjör 1 msk ólífuolía 1 hvítlauksrif ½ tsk salt 1 tsk smátt söxuð steinselja Aðferð: 1. Blandið vatni, geri og hunangi saman í skál. Leggið viskastykki standa yfir skálina og um leið og það byrjar að freyða í skálinni er gerið tilbúið. 2. Bætið því næst hveitinu, saltinu, ab mjólkinni og ólífuolíunni saman við og hrærið vel saman. Stráið smá hveiti á borð og hnoðið þar til deigið verður samfellt og fínt, leyfið deiginu að hefast í klukkustund. 3. Skerið deigið í litla bita og mótið kökur, þær eiga að vera fremur þunnar. 4. Steikið á heitri pönnu á hvorri hlið í 1-2 mínútur. 5. Blandið saman í skál, smjöri, olíu, salti, steinselju og hvítlauk og penslið á naan brauðin þegar þau eru nýsteikt. Það gefur þeim dásamlegan hvítlaukskeim! Má auðvitað sleppa því ef þið eruð ekki hrifin af hvítlauk. Raita sósa 250 g ab mjólk ½ agúrka salt og pipar 2 msk smátt saxaður kóríander Aðferð: Saxið hráefnin afar smátt og blandið öllu vel saman í skál, geymið helst í kæli í smá stund áður en þið berið sósuna fram.
Brauð Eva Laufey Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira