Að lemja vel gefna konu Sif Sigmarsdóttir skrifar 20. maí 2017 07:00 Fyrir nokkrum vikum var þrjátíu og fjögurra ára krikketleikari, Mustafa Bashir, fundinn sekur um líkamsárás fyrir dómi í Manchester. Bashir játaði að hafa ítrekað beitt eiginkonu sína ofbeldi. Hann lamdi hana með krikketkylfu uns hún missti meðvitund, neyddi hana til að drekka baneitrað bleikiefni, lét hana innbyrða töflur og sagði henni að fyrirfara sér. Þegar dómur var kveðinn upp ætlaði allt um koll að keyra. Um eiginkonu Bashirs hafði dómarinn nefnilega þetta að segja: „Ég er ekki sannfærður um að hún sé varnarlaus einstaklingur … Hún er vel gefin kona, á marga vini og útskrifaðist úr háskóla.“ Dómarinn ákvað að hlífa krikketleikaranum við fangelsisvist og dæmdi hann til átján mánaða skilorðsbundinnar refsingar.Límmiðar og skírlífisbelti Í upphafi þessarar viku prýddi forsíðu Fréttablaðsins frétt um átak söngkonunnar Þórunnar Antoníu Magnúsdóttur sem felst í að sporna gegn því að fólki sé byrluð ólyfjan á skemmtistöðum. Þórunn lét útbúa sérstaka límmiða sem setja má ofan á glös til að loka þeim og koma þannig í veg fyrir að hægt sé að lauma í þau svo nefndum nauðgunarlyfjum. Í viðtali við blaðið sagði Þórunn hugmyndina hafa vaknað þegar stúlku sem er henni nákomin var byrlað slíkt lyf á skemmtistað og henni nauðgað. Vafalaust hafa Þórunn – og forseti Íslands sem er verndari verkefnisins – talið sig hafa verið að láta gott af sér leiða. Ekki virtust þó allir þeirrar skoðunar. Í greinum á vefritum og í athugasemdum í kommentakerfum var Þórunn höfð að háði og spotti: „Hvað með bara skírlífisbelti?“ – „Límmiðar fyrir konur til að líma á píkuna á sér og loka henni.“ – „Ég skil ekki hvað konur eru að gera utandyra.“ Límmiðarnir voru jafnframt sagðir „segja konum að þær beri ábyrgð á að vera ekki nauðgað“ og Þórunn var sökuð um þolendaskömmun (e. victim-blaming), að færa ábyrgð á nauðgun frá geranda yfir á fórnarlamb.Druslur og gáfur Á ári hverju er gengin svokölluð drusluganga víða um heim. Þar er þolendaskömmun mótmælt og þeirri hugmynd hafnað að kenna megi útliti eða klæðaburði konu um sé henni nauðgað. Mál Mustafa Bashir ber þess skýrt vitni að baráttunni gegn þolendaskömmun og konum er hvergi nærri lokið. Vegna þess að eiginkona Bashirs var með háskólagráðu fannst dómara hún vera minna fórnarlamb; það var eins og hún hefði átt að geta varist barsmíðum hans vegna þess að hún var „vel gefin“. Þolendaskömmun er útbreitt mein sem bráðnauðsynlegt er að berjast gegn. Sú barátta má hins vegar ekki fara út í svo miklar öfgar að hún snúist upp í andhverfu sína.Beint á byrjunarreit Einstaklingar, konur og karlar, gera ýmislegt í lífinu til að reyna að verja sig gegn ófyrirséðum áföllum, þar á meðal glæpum. Við læsum húsum okkar þegar við förum að heiman, við pössum upp á töskuna okkar á almannafæri, konur fara á sjálfsvarnarnámskeið og svo mætti lengi telja. Það skammast þó enginn út í Securitas fyrir að selja þjófavarnarkerfi eða líkamsræktarstöðvar fyrir að kenna sjálfsvarnaríþróttir. Af hverju eru límmiðar Þórunnar eitthvað öðruvísi? Við erum komin í hring ef við sendum út þau skilaboð að kynferðisofbeldi gegn konum sé einhvern veginn „öðruvísi“ glæpur og reyni konur að verja sig gegn honum með „hefðbundnum“ hætti séu þær að taka á sig einhverja sök. Við erum að stunda þolendaskömmun. Við erum að segja að konur eigi hlutdeild í sektinni vegna þess að þær viðurkenndu að hætta gæti verið á ferðum. Við erum að segja að vilji kona reyna að verja sig þurfi hún að skammast sín. Skömmin er komin á fórnarlambið, umræðan er aftur orðin tabú og við erum komin á byrjunarreit. Í stað þess að úthrópa þá sem vekja máls á glæp sem þrífst á þögn og hírist í skuggum, væri ekki nær að taka saman höndum og opna umræðuna enn frekar? Þeir sem settu sig upp á móti átaki Þórunnar sögðu að réttara væri að segja nauðgurum að hætta að nauðga en að segja fólki að verja sig gegn nauðgurum. Annað útilokar ekki hitt. Eftirfarandi skilaboð mætti til dæmis setja fram á límmiða: Ekki vera nauðgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fyrir nokkrum vikum var þrjátíu og fjögurra ára krikketleikari, Mustafa Bashir, fundinn sekur um líkamsárás fyrir dómi í Manchester. Bashir játaði að hafa ítrekað beitt eiginkonu sína ofbeldi. Hann lamdi hana með krikketkylfu uns hún missti meðvitund, neyddi hana til að drekka baneitrað bleikiefni, lét hana innbyrða töflur og sagði henni að fyrirfara sér. Þegar dómur var kveðinn upp ætlaði allt um koll að keyra. Um eiginkonu Bashirs hafði dómarinn nefnilega þetta að segja: „Ég er ekki sannfærður um að hún sé varnarlaus einstaklingur … Hún er vel gefin kona, á marga vini og útskrifaðist úr háskóla.“ Dómarinn ákvað að hlífa krikketleikaranum við fangelsisvist og dæmdi hann til átján mánaða skilorðsbundinnar refsingar.Límmiðar og skírlífisbelti Í upphafi þessarar viku prýddi forsíðu Fréttablaðsins frétt um átak söngkonunnar Þórunnar Antoníu Magnúsdóttur sem felst í að sporna gegn því að fólki sé byrluð ólyfjan á skemmtistöðum. Þórunn lét útbúa sérstaka límmiða sem setja má ofan á glös til að loka þeim og koma þannig í veg fyrir að hægt sé að lauma í þau svo nefndum nauðgunarlyfjum. Í viðtali við blaðið sagði Þórunn hugmyndina hafa vaknað þegar stúlku sem er henni nákomin var byrlað slíkt lyf á skemmtistað og henni nauðgað. Vafalaust hafa Þórunn – og forseti Íslands sem er verndari verkefnisins – talið sig hafa verið að láta gott af sér leiða. Ekki virtust þó allir þeirrar skoðunar. Í greinum á vefritum og í athugasemdum í kommentakerfum var Þórunn höfð að háði og spotti: „Hvað með bara skírlífisbelti?“ – „Límmiðar fyrir konur til að líma á píkuna á sér og loka henni.“ – „Ég skil ekki hvað konur eru að gera utandyra.“ Límmiðarnir voru jafnframt sagðir „segja konum að þær beri ábyrgð á að vera ekki nauðgað“ og Þórunn var sökuð um þolendaskömmun (e. victim-blaming), að færa ábyrgð á nauðgun frá geranda yfir á fórnarlamb.Druslur og gáfur Á ári hverju er gengin svokölluð drusluganga víða um heim. Þar er þolendaskömmun mótmælt og þeirri hugmynd hafnað að kenna megi útliti eða klæðaburði konu um sé henni nauðgað. Mál Mustafa Bashir ber þess skýrt vitni að baráttunni gegn þolendaskömmun og konum er hvergi nærri lokið. Vegna þess að eiginkona Bashirs var með háskólagráðu fannst dómara hún vera minna fórnarlamb; það var eins og hún hefði átt að geta varist barsmíðum hans vegna þess að hún var „vel gefin“. Þolendaskömmun er útbreitt mein sem bráðnauðsynlegt er að berjast gegn. Sú barátta má hins vegar ekki fara út í svo miklar öfgar að hún snúist upp í andhverfu sína.Beint á byrjunarreit Einstaklingar, konur og karlar, gera ýmislegt í lífinu til að reyna að verja sig gegn ófyrirséðum áföllum, þar á meðal glæpum. Við læsum húsum okkar þegar við förum að heiman, við pössum upp á töskuna okkar á almannafæri, konur fara á sjálfsvarnarnámskeið og svo mætti lengi telja. Það skammast þó enginn út í Securitas fyrir að selja þjófavarnarkerfi eða líkamsræktarstöðvar fyrir að kenna sjálfsvarnaríþróttir. Af hverju eru límmiðar Þórunnar eitthvað öðruvísi? Við erum komin í hring ef við sendum út þau skilaboð að kynferðisofbeldi gegn konum sé einhvern veginn „öðruvísi“ glæpur og reyni konur að verja sig gegn honum með „hefðbundnum“ hætti séu þær að taka á sig einhverja sök. Við erum að stunda þolendaskömmun. Við erum að segja að konur eigi hlutdeild í sektinni vegna þess að þær viðurkenndu að hætta gæti verið á ferðum. Við erum að segja að vilji kona reyna að verja sig þurfi hún að skammast sín. Skömmin er komin á fórnarlambið, umræðan er aftur orðin tabú og við erum komin á byrjunarreit. Í stað þess að úthrópa þá sem vekja máls á glæp sem þrífst á þögn og hírist í skuggum, væri ekki nær að taka saman höndum og opna umræðuna enn frekar? Þeir sem settu sig upp á móti átaki Þórunnar sögðu að réttara væri að segja nauðgurum að hætta að nauðga en að segja fólki að verja sig gegn nauðgurum. Annað útilokar ekki hitt. Eftirfarandi skilaboð mætti til dæmis setja fram á límmiða: Ekki vera nauðgari.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun