Íslenskur svaramaður hneykslaði brúðkaupsgesti Pippu og líkti henni við tík brúðgumans Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. maí 2017 19:54 Hjónin James Matthews og Pippa Middleton lukkuleg eftir athöfnina. Vísir/AFP Íslenskur svaramaður vakti hneykslan í brúðkaupi Pippu Middleton, systir Katrínar Middleton, hertogaynju af Cambridge, og bankamannsins James Matthews nú á dögunum með því sem þótti afar dónaleg ræða til heiðurs brúðhjónunum. Í hópi gesta voru meðal annars Vilhjálmur Bretaprins og Katrín sjálf, ásamt Harry bretaprins og fleiri fyrirmönnum úr bresku hirðinni. Hinn íslenski svaramaður er Justin Johannessen, en hann er náinn vinur brúðgumans og hafa þeir meðal annars tekið þátt saman í hjólreiðamaraþoni um Ameríku. Um er að ræða bróðurson Lofts Jóhannessonar, eins ríkasta núlifandi íslendingsins. Justin stóð upp og hóf ræðu sína um hálf tólfleytið eftir að gestir höfðu lokið við fimm rétta máltíð sína en ræðan þótti afar klúr. Líkti Justin Markús meðal annars brúðurinni við tíkina Rafa, sem er í eigu brúðgumans. „Nú til ástarinnar í lífi James: Hinnar fallegu, ærslafullu, tryggu, hlýðnu, með frábæran afturenda. En nóg um tíkina hans James, ég er hingað kominn til þess að ræða Pippu.“ Þá grínaðist Justin með brúðkaupsferð brúðhjónanna með orðagríni, en þýðing brandarans glatast ef hann er þýddur. „With the wedding shadowed in secrecy, I can reveal, and wish the bride and groom a happy honeymoon in North Wales. At least that's where I presume they are going as I heard Spencer saying that after the wedding, he [James] was going to Bangor for two weeks. Enjoy the Welsh coast, guys.“ Að sögn fjölmiðla var ræðan þó ekki einungis klúr heldur fór Justin einnig fögrum orðum um Pippu og sagði hana vera „fullkomna,“ en samband þeirra væri vitnisburður um „djúpa og raunverulega ást.“ Kóngafólk Mest lesið Scary Movie-stjarna látin Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Víkingar fengu son í jólagjöf Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Lífið Játaði ást sína á Jenner Bíó og sjónvarp Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Bíó og sjónvarp „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Lífið Fleiri fréttir Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Sjá meira
Íslenskur svaramaður vakti hneykslan í brúðkaupi Pippu Middleton, systir Katrínar Middleton, hertogaynju af Cambridge, og bankamannsins James Matthews nú á dögunum með því sem þótti afar dónaleg ræða til heiðurs brúðhjónunum. Í hópi gesta voru meðal annars Vilhjálmur Bretaprins og Katrín sjálf, ásamt Harry bretaprins og fleiri fyrirmönnum úr bresku hirðinni. Hinn íslenski svaramaður er Justin Johannessen, en hann er náinn vinur brúðgumans og hafa þeir meðal annars tekið þátt saman í hjólreiðamaraþoni um Ameríku. Um er að ræða bróðurson Lofts Jóhannessonar, eins ríkasta núlifandi íslendingsins. Justin stóð upp og hóf ræðu sína um hálf tólfleytið eftir að gestir höfðu lokið við fimm rétta máltíð sína en ræðan þótti afar klúr. Líkti Justin Markús meðal annars brúðurinni við tíkina Rafa, sem er í eigu brúðgumans. „Nú til ástarinnar í lífi James: Hinnar fallegu, ærslafullu, tryggu, hlýðnu, með frábæran afturenda. En nóg um tíkina hans James, ég er hingað kominn til þess að ræða Pippu.“ Þá grínaðist Justin með brúðkaupsferð brúðhjónanna með orðagríni, en þýðing brandarans glatast ef hann er þýddur. „With the wedding shadowed in secrecy, I can reveal, and wish the bride and groom a happy honeymoon in North Wales. At least that's where I presume they are going as I heard Spencer saying that after the wedding, he [James] was going to Bangor for two weeks. Enjoy the Welsh coast, guys.“ Að sögn fjölmiðla var ræðan þó ekki einungis klúr heldur fór Justin einnig fögrum orðum um Pippu og sagði hana vera „fullkomna,“ en samband þeirra væri vitnisburður um „djúpa og raunverulega ást.“
Kóngafólk Mest lesið Scary Movie-stjarna látin Lífið Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Lífið Víkingar fengu son í jólagjöf Lífið Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Lífið Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Lífið Játaði ást sína á Jenner Bíó og sjónvarp Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Bíó og sjónvarp „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Lífið Fleiri fréttir Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Sjá meira