Tímabilið undir hjá Man. Utd á móti kornungu Ajax-liði í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. maí 2017 07:00 Paul Pogba fagnar marki í Evrópudeildinni í vetur. Vísir/Getty Tímabilið er undir hjá Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld. José Mourinho, knattspyrnustjóri United, setti öll eggin sín í Evrópudeildarkörfuna og treystir á að liðið komist inn í Meistaradeild Evrópu með því að vinna Evrópudeildina. United gaf ensku úrvalsdeildina nánast upp á bátinn þegar nokkrar umferðir voru eftir og sigur í Evrópudeildinni var forgangsatriði hjá Mourinho. Að lenda í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eru mikil vonbrigði fyrir United en liðið var aldrei í titilbaráttu í vetur. Sigur í Evrópudeildinni, og þ.a.l. sæti í Meistaradeildinni, myndi þó gera þetta fyrsta tímabil Mourinhos við stjórnvölinn á Old Trafford viðunandi. Evrópudeildin er eina Evrópukeppnin sem United á eftir að vinna. Liðið hefur unnið Meistaradeildina í þrígang og vann hina sálugu Evrópukeppni bikarhafa einu sinni. Aðeins fjögur félög hafa unnið allar þrjár Evrópukeppnirnar: Juventus, Bayern München, Chelsea og Ajax, mótherjar United í kvöld. Tuttugu og tvö ár eru síðan Ajax varð Evrópumeistari síðast. Hollenska liðið vann Meistaradeildina árið 1995 og var hársbreidd frá því að verja titilinn árið eftir. Á þeim tíma var Ajax-liðið skipað ungum og efnilegum leikmönnum á borð við Clarence Seedorf, Edgar Davids, Marc Overmars og Patrick Kluivert sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Ajax og AC Millan fyrir 22 árum. Sonur þess síðastnefnda, Justin Kluivert, fetaði í fótspor föður síns og hefur komið talsvert við sögu hjá Ajax í vetur. Hann er einn fjölmargra ungra og spennandi leikmanna í Ajax. Líkt og um miðjan 10. áratug síðustu aldar er liðið skipað ungum og efnilegum leikmönnum en meðalaldurinn í leikmannahópi Ajax er í kringum tvítugt. Til marks um það hversu ungt Ajax-liðið er, þá verður væntanlega bara einn leikmaður (Lasse Schöne) eldri en 25 ára í byrjunarliðinu í kvöld. Varnarmenn United verða að hafa góðar gætur á Kasper Dolberg, 19 ára gömlum dönskum framherja, sem hefur skorað sex mörk í Evrópudeildinni í vetur. Annar 19 ára strákur, Marcus Rashford, leiðir framlínu United og hefur gert það undanfarnar vikur eftir að Zlatan Ibrahimovic sleit krossband í hné. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Tímabilið er undir hjá Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld. José Mourinho, knattspyrnustjóri United, setti öll eggin sín í Evrópudeildarkörfuna og treystir á að liðið komist inn í Meistaradeild Evrópu með því að vinna Evrópudeildina. United gaf ensku úrvalsdeildina nánast upp á bátinn þegar nokkrar umferðir voru eftir og sigur í Evrópudeildinni var forgangsatriði hjá Mourinho. Að lenda í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eru mikil vonbrigði fyrir United en liðið var aldrei í titilbaráttu í vetur. Sigur í Evrópudeildinni, og þ.a.l. sæti í Meistaradeildinni, myndi þó gera þetta fyrsta tímabil Mourinhos við stjórnvölinn á Old Trafford viðunandi. Evrópudeildin er eina Evrópukeppnin sem United á eftir að vinna. Liðið hefur unnið Meistaradeildina í þrígang og vann hina sálugu Evrópukeppni bikarhafa einu sinni. Aðeins fjögur félög hafa unnið allar þrjár Evrópukeppnirnar: Juventus, Bayern München, Chelsea og Ajax, mótherjar United í kvöld. Tuttugu og tvö ár eru síðan Ajax varð Evrópumeistari síðast. Hollenska liðið vann Meistaradeildina árið 1995 og var hársbreidd frá því að verja titilinn árið eftir. Á þeim tíma var Ajax-liðið skipað ungum og efnilegum leikmönnum á borð við Clarence Seedorf, Edgar Davids, Marc Overmars og Patrick Kluivert sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Ajax og AC Millan fyrir 22 árum. Sonur þess síðastnefnda, Justin Kluivert, fetaði í fótspor föður síns og hefur komið talsvert við sögu hjá Ajax í vetur. Hann er einn fjölmargra ungra og spennandi leikmanna í Ajax. Líkt og um miðjan 10. áratug síðustu aldar er liðið skipað ungum og efnilegum leikmönnum en meðalaldurinn í leikmannahópi Ajax er í kringum tvítugt. Til marks um það hversu ungt Ajax-liðið er, þá verður væntanlega bara einn leikmaður (Lasse Schöne) eldri en 25 ára í byrjunarliðinu í kvöld. Varnarmenn United verða að hafa góðar gætur á Kasper Dolberg, 19 ára gömlum dönskum framherja, sem hefur skorað sex mörk í Evrópudeildinni í vetur. Annar 19 ára strákur, Marcus Rashford, leiðir framlínu United og hefur gert það undanfarnar vikur eftir að Zlatan Ibrahimovic sleit krossband í hné.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Leik lokið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó