Nils Folmer með frábæra vakt á ION í gær Karl Lúðvíksson skrifar 24. maí 2017 12:35 Nils Folmer með 10.5 kg urriðann sem hann fékk í gær. Veiðin hefur verið ágæt á ION svæðinu en það er ekki fiskleysi sem hefur gert suma daga erfiða heldur veðurfarið en það stoppar víst ekki alla. Nils Folmer var við veiðar í gær á svæðinu og það er óhætt að segja að hann hafi átt frábæra síðdegisvakt en samtals landaði hann 19 urriðum þar sem sá stærsti var veginn hvorki meira né minna en 10.5 kg. "Veiðin hefur verið góð en ekki frábær og þar er það veðrið sem hefur spilað stærsta þáttinn" sagði Nils í samtali við Veiðivísi í dag. "En þrátt fyrir það segja 19 fiskar á vakt meira um veiðina hér en nokkuð annað. Mest fékk ég á flugu sem ég hannaði sem heitir Olive Ghost en hann tók púpurnar líka" bætir Nils við. Alls var landað 55 urriðum á svæðinu í gær sem er einn besti dagurinn á tímabilinu. Á morgnana hefur það verið að gefa best að nota púpur og þurrflugur en veðrið þarf að vera nokkuð stillt svo hægt sé að nota þá síðast nefndu. Nils er við veiðar í dag líka og var kominn með fimm á land þegar við ræddum við hann en það var það mikið af fiski þarna í morgun að hann gekk um í torfum sem er mögnuð sjón. Mest lesið Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Fyrsti laxinn kominn á land úr Langá Veiði Umgengnin slæm við marga veiðistaði við Elliðavatn Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði Veiðin byrjar í Varmá 1. apríl Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Síðasta skemmtikvöld SVFR Veiði Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði
Veiðin hefur verið ágæt á ION svæðinu en það er ekki fiskleysi sem hefur gert suma daga erfiða heldur veðurfarið en það stoppar víst ekki alla. Nils Folmer var við veiðar í gær á svæðinu og það er óhætt að segja að hann hafi átt frábæra síðdegisvakt en samtals landaði hann 19 urriðum þar sem sá stærsti var veginn hvorki meira né minna en 10.5 kg. "Veiðin hefur verið góð en ekki frábær og þar er það veðrið sem hefur spilað stærsta þáttinn" sagði Nils í samtali við Veiðivísi í dag. "En þrátt fyrir það segja 19 fiskar á vakt meira um veiðina hér en nokkuð annað. Mest fékk ég á flugu sem ég hannaði sem heitir Olive Ghost en hann tók púpurnar líka" bætir Nils við. Alls var landað 55 urriðum á svæðinu í gær sem er einn besti dagurinn á tímabilinu. Á morgnana hefur það verið að gefa best að nota púpur og þurrflugur en veðrið þarf að vera nokkuð stillt svo hægt sé að nota þá síðast nefndu. Nils er við veiðar í dag líka og var kominn með fimm á land þegar við ræddum við hann en það var það mikið af fiski þarna í morgun að hann gekk um í torfum sem er mögnuð sjón.
Mest lesið Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Fyrsti laxinn kominn á land úr Langá Veiði Umgengnin slæm við marga veiðistaði við Elliðavatn Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði Veiðin byrjar í Varmá 1. apríl Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Síðasta skemmtikvöld SVFR Veiði Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði