Merkin skipta þessu vanalega á milli sín en könnun sem vefsíðan Refinery29 gerði á tískumiðaða samfélagsmiðlinum Polyvore sýndi að hinir klassísku strigaskór Converse voru vinsælustu skórnir í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna.
Það á svo sem ekki að koma á óvart því þessir léttu skór eru bókstaflega fyrir alla, óháð kyni og aldri, og passa við allt. Svo eru þeir á einkar hagstæðu verði úti eða um 55 dollarar fyrir parið (sem gerir um 5.600 íslenskar krónur).
Ef þú átt ekki eitt Converse par í skápnum þá skaltu íhuga að fjárfesta í eins og einu pari, þeir virðast ekki ætla að detta úr tísku í bráð. Og ef þú átt eina inn í skáp eru hér hugmyndir um hvernig skal klæða skóbúnaðinn vinsæla frá tískuspekingum.


