Vettel: Kominn tími til að Ferrari vinni í Mónakó Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. maí 2017 18:15 Sebastian Vettel. Vísir/Getty Ferrari hefur ekki unnið í Mónakó síðan 2001 þegar Michael Schumacher kom fyrstur í mark. „Ég myndi segja að það sé kominn tími til að Ferrari vinni hér aftur. Okkur bráðlangar að vinna þessa keppni. Það vilja allir vinna í Mónakó enda sérstök keppni. Ég held að ef allir fengju að velja eina keppni á tímabilinu til að vinna myndu allir velja Mónakó,“ sagði Vettel. Vettel byrjaði helgina vel, varð annar á æfingum í gær á eftir Lewis Hamilton á Mercedes en fljótastur á seinni æfingunni. Hann er hingað til sá eini sem hefur stungið sér undir eina mínútu og 13 sekúndur. Hann á hraðasta hring sem ekinn hefur verið á brautinni í því formi sem hún er núna. Tímatakan skiptir hvergi meira máli en einmitt á brautinni í Mónakó. Það verður því gríðarleg spenna um helgina, sérstaklega þegar tímatakan fer fram á laugardag. Mercedes liðið átti erfitt með uppsetningu bílsins á seinni æfingu gærdagsins en er þrátt fyrir allt líklegt til afreka á laugardag og sunnudag. Hamilton vill ná að vinna í Mónakó annað árið í röð. Hann vann í fyrra eftir ótrúleg mistök verkfræðinga Red Bull liðsins, sem kölluðu Daniel Ricciardo inn á þjónustusvæðið að óþörfu, sem kostaði hann allt að því unna keppni.Mónakókappaksturinn í Formúlu 1 verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á sunnudag, sem og æfingar og tímatökur á laugardag. Kynntu þér Sportpakkann hjá 365 á 365.is. Formúla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Ferrari hefur ekki unnið í Mónakó síðan 2001 þegar Michael Schumacher kom fyrstur í mark. „Ég myndi segja að það sé kominn tími til að Ferrari vinni hér aftur. Okkur bráðlangar að vinna þessa keppni. Það vilja allir vinna í Mónakó enda sérstök keppni. Ég held að ef allir fengju að velja eina keppni á tímabilinu til að vinna myndu allir velja Mónakó,“ sagði Vettel. Vettel byrjaði helgina vel, varð annar á æfingum í gær á eftir Lewis Hamilton á Mercedes en fljótastur á seinni æfingunni. Hann er hingað til sá eini sem hefur stungið sér undir eina mínútu og 13 sekúndur. Hann á hraðasta hring sem ekinn hefur verið á brautinni í því formi sem hún er núna. Tímatakan skiptir hvergi meira máli en einmitt á brautinni í Mónakó. Það verður því gríðarleg spenna um helgina, sérstaklega þegar tímatakan fer fram á laugardag. Mercedes liðið átti erfitt með uppsetningu bílsins á seinni æfingu gærdagsins en er þrátt fyrir allt líklegt til afreka á laugardag og sunnudag. Hamilton vill ná að vinna í Mónakó annað árið í röð. Hann vann í fyrra eftir ótrúleg mistök verkfræðinga Red Bull liðsins, sem kölluðu Daniel Ricciardo inn á þjónustusvæðið að óþörfu, sem kostaði hann allt að því unna keppni.Mónakókappaksturinn í Formúlu 1 verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á sunnudag, sem og æfingar og tímatökur á laugardag. Kynntu þér Sportpakkann hjá 365 á 365.is.
Formúla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira