Aftur og aftur og enn á ný Jónas Sen skrifar 27. maí 2017 08:45 Frank og Katie eru meðlimir í Sinfóníuhljómsveit Íslands og eru afburða hljóðfæraleikarar eins og þau hafa margoft sýnt fram á, segir í dómnum. Tónlist Duo Harpverk flutti verk eftir Joest, Fenemore, Pereira, Kolbein Bjarnason og Unu Sveinbjarnardóttur Salurinn í Kópavogi fimmtudaginn 25. maí Kammerhópurinn Duo Harpverk samanstendur af þeim Katie Buckley hörpuleikara og Frank Aarnink slagverksleikara. Þau eru bæði meðlimir í Sinfóníuhljómsveit Íslands og eru afburða hljóðfæraleikarar eins og þau hafa margoft sýnt fram á. Samt voru tónleikar þeirra í Salnum í Kópavogi á fimmtudaginn svona og svona. Ástæðan var ekki flutningurinn, sem var yfirleitt fagmannlegur, nákvæmur og öruggur. Nei, það voru tónverkin sjálf sem ollu vonbrigðum. Sumt var að vísu betra en annað. Fyrst á dagskrá var verk eftir Unu Sveinbjarnardóttir. Þar lék Frank með mjúkum kjuðum á eins konar borðhörpu. Þetta voru síendurteknar hendingar, mjög rólegar. Við tónana fór Katie höndum um hörpuna, sem var vafin í sellófan. Engir tónar heyrðust því úr hörpunni, þetta var fyrst og fremst skrjáf og þrusk. Tónlistin var sjarmerandi í byrjun, en fljótlega fór ládeyðan að verða leiðigjörn. Nú eru vissulega til ótal tónsmíðar sem byggjast á endurtekningu. En tónefnið verður að vera nægilega spennandi til að það verðskuldi hana. Hér hefði þurft einhvers konar stígandi. Flatneskjan var einfaldlega of mikil. Kevin Joest átti næsta atriði efnisskrárinnar, en þar var farið yfir nokkuð víðan völl. Fyrir utan hörpuna var spilað á ýmis slagverkshljóðfæri. Rytminn var hraður og hendingarnar sem Katie lék voru líflegar. Tónlistin í heild var þó ekki mjög kræsileg, því hún var svo endurtekningarsöm. Framvindan í henni var ómarkviss, hún leiddi aldrei til neinnar niðurstöðu. Það var eins og spólað væri stöðugt í sama farinu. Þriðja furðuverkið á dagskránni var eftir Reuben Fenemore. Þar var nýaldarlyktin allsráðandi, liggjandi hljómar og draumkenndar hörpuhendingar aftur og aftur. Kyrrstaðan var alger, nákvæmlega ekkert gerðist í tónlistinni. Betri var tónsmíð Kolbeins Bjarnasonar, sem var hugleiðing um ljóðið Dream Song 14 eftir John Berryman. Tónmálið var ákaft og áleitið. Það byggist upp á hljóðfæraleik ásamt köllum og hvísli. Smám saman róaðist tónlistin og endaði á afar lágværum nótum. Endirinn hefði þó þurft að vera fókuseraðri, hann var heldur langdreginn. Áhugaverðasta tónsmíðin á tónleikunum var eftir Joseph Pereira. Þar var aðalhljóðfærið svokallað þrumuspjald, sem venjulega var notað áður fyrr í leikhúsum. Nafn verksins var Aldebaran, sem er stjarna eins og kunnugt er. Í takt við það minnti hljóðheimurinn á fjarlægar sprengingar, auk þess sem örbylgjuniður var áberandi. Hann var framkallaður með því að Katie nuddaði strengi hörpunnar með hanska, en þrumuspjaldið kom einnig við sögu. Þetta var falleg tónsmíð sem fór með mann í hugrænt ferðalag langt út í geim. Það hefði mátt vera meira svona á tónleikunum.Niðurstaða: Langdregnir tónleikar með afar misjafnri tónlist. Tónlistargagnrýni Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist Duo Harpverk flutti verk eftir Joest, Fenemore, Pereira, Kolbein Bjarnason og Unu Sveinbjarnardóttur Salurinn í Kópavogi fimmtudaginn 25. maí Kammerhópurinn Duo Harpverk samanstendur af þeim Katie Buckley hörpuleikara og Frank Aarnink slagverksleikara. Þau eru bæði meðlimir í Sinfóníuhljómsveit Íslands og eru afburða hljóðfæraleikarar eins og þau hafa margoft sýnt fram á. Samt voru tónleikar þeirra í Salnum í Kópavogi á fimmtudaginn svona og svona. Ástæðan var ekki flutningurinn, sem var yfirleitt fagmannlegur, nákvæmur og öruggur. Nei, það voru tónverkin sjálf sem ollu vonbrigðum. Sumt var að vísu betra en annað. Fyrst á dagskrá var verk eftir Unu Sveinbjarnardóttir. Þar lék Frank með mjúkum kjuðum á eins konar borðhörpu. Þetta voru síendurteknar hendingar, mjög rólegar. Við tónana fór Katie höndum um hörpuna, sem var vafin í sellófan. Engir tónar heyrðust því úr hörpunni, þetta var fyrst og fremst skrjáf og þrusk. Tónlistin var sjarmerandi í byrjun, en fljótlega fór ládeyðan að verða leiðigjörn. Nú eru vissulega til ótal tónsmíðar sem byggjast á endurtekningu. En tónefnið verður að vera nægilega spennandi til að það verðskuldi hana. Hér hefði þurft einhvers konar stígandi. Flatneskjan var einfaldlega of mikil. Kevin Joest átti næsta atriði efnisskrárinnar, en þar var farið yfir nokkuð víðan völl. Fyrir utan hörpuna var spilað á ýmis slagverkshljóðfæri. Rytminn var hraður og hendingarnar sem Katie lék voru líflegar. Tónlistin í heild var þó ekki mjög kræsileg, því hún var svo endurtekningarsöm. Framvindan í henni var ómarkviss, hún leiddi aldrei til neinnar niðurstöðu. Það var eins og spólað væri stöðugt í sama farinu. Þriðja furðuverkið á dagskránni var eftir Reuben Fenemore. Þar var nýaldarlyktin allsráðandi, liggjandi hljómar og draumkenndar hörpuhendingar aftur og aftur. Kyrrstaðan var alger, nákvæmlega ekkert gerðist í tónlistinni. Betri var tónsmíð Kolbeins Bjarnasonar, sem var hugleiðing um ljóðið Dream Song 14 eftir John Berryman. Tónmálið var ákaft og áleitið. Það byggist upp á hljóðfæraleik ásamt köllum og hvísli. Smám saman róaðist tónlistin og endaði á afar lágværum nótum. Endirinn hefði þó þurft að vera fókuseraðri, hann var heldur langdreginn. Áhugaverðasta tónsmíðin á tónleikunum var eftir Joseph Pereira. Þar var aðalhljóðfærið svokallað þrumuspjald, sem venjulega var notað áður fyrr í leikhúsum. Nafn verksins var Aldebaran, sem er stjarna eins og kunnugt er. Í takt við það minnti hljóðheimurinn á fjarlægar sprengingar, auk þess sem örbylgjuniður var áberandi. Hann var framkallaður með því að Katie nuddaði strengi hörpunnar með hanska, en þrumuspjaldið kom einnig við sögu. Þetta var falleg tónsmíð sem fór með mann í hugrænt ferðalag langt út í geim. Það hefði mátt vera meira svona á tónleikunum.Niðurstaða: Langdregnir tónleikar með afar misjafnri tónlist.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Miklu meira en bara ,,söngkonan” Hildur Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira