Fast skotið á Corbyn fyrir árásarummæli Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. maí 2017 07:00 Jeremy Corbyn saxar nú á forskot Theresu May. Nordicphotos/AFP Kosningabaráttan í Bretlandi er aftur komin á skrið eftir hryðjuverkin í Manchester á mánudag. Eins og við er að búast er þjóðaröryggi eitt mikilvægasta málið í hugum jafnt frambjóðenda sem kjósenda. Kjósa á þann 8. júní. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, sagði í gær að undir sinni forystu myndi ríkisstjórnin draga úr hættunni á hryðjuverkum frekar en að auka hana. Ýjaði hann að því að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Theresu May hefði gerst sek um einmitt það. „Fjölmargir sérfræðingar hafa bent á tengsl á milli stríða sem við höfum tekið þátt í erlendis og hryðjuverka hér heima,“ sagði Corbyn. Þá hét Corbyn því að auka fjárveitingar til lögreglu eftir niðurskurð síðustu missera. Hins vegar ítrekaði Corbyn að ábyrgðin á hryðjuverkum lægi alltaf hjá hryðjuverkamönnunum sjálfum. „Mat sérfræðinga dregur á engan hátt úr sök þeirra sem ráðast á börn okkar,“ sagði Corbyn. Íhaldsflokksmenn tóku gagnrýninni ekki þegjandi. Sagði utanríkisráðherrann Boris Johnson, á blaðamannafundi með bandarískum kollega sínum, Rex Tillerson, að það væri „skrímslaháttur“ af Corbyn að reyna að réttlæta gjörðir hryðjuverkamanna. „Mér finnst það algjörlega ótrúlegt og óafsakanlegt að nýta þessa viku af öllum til þess að reyna að réttlæta aðgerðir hryðjuverkamanna,“ sagði Johnson. Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, tók í sama streng. Sagði hann Corbyn notfæra sér hina „ógeðfelldu árás“ til að koma pólitískum boðskap sínum á framfæri. „Þetta sýnir ekki leiðtogahæfni. Þetta snýst um að forgangsraða stjórnmálum framar fólki á hörmungartímum,“ sagði Farron. Þrátt fyrir talsverða gagnrýni á orð Corbyns má þó mæla meðbyr með Verkamannaflokknum nú þegar nær dregur kosningum. Í nýrri könnun YouGov mælist Verkamannaflokkurinn með 38 prósenta stuðning. Mælist hann einungis fimm prósentustigum minni en Íhaldsflokkurinn sem nýtur stuðnings 43 prósenta kjósenda. Könnunin, sem er nýjasta stóra könnunin, sýnir nokkuð mikla breytingu á stöðunni en meðaltal skoðanakannana sem The Financial Times tekur saman sýnir Íhaldsflokkinn með 45 prósenta stuðning en Verkamannaflokkinn í 34 prósentum. Munar því ellefu prósentustigum. Þó er ljóst að Verkamannaflokkurinn hefur saxað á forskot Íhaldsflokksins frá því Theresa May boðaði óvænt til kosninga þann 18. apríl, þremur árum á undan áætlun. Mældist forskotið þá um 20 prósentustig. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Kosningabaráttan í Bretlandi er aftur komin á skrið eftir hryðjuverkin í Manchester á mánudag. Eins og við er að búast er þjóðaröryggi eitt mikilvægasta málið í hugum jafnt frambjóðenda sem kjósenda. Kjósa á þann 8. júní. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, sagði í gær að undir sinni forystu myndi ríkisstjórnin draga úr hættunni á hryðjuverkum frekar en að auka hana. Ýjaði hann að því að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Theresu May hefði gerst sek um einmitt það. „Fjölmargir sérfræðingar hafa bent á tengsl á milli stríða sem við höfum tekið þátt í erlendis og hryðjuverka hér heima,“ sagði Corbyn. Þá hét Corbyn því að auka fjárveitingar til lögreglu eftir niðurskurð síðustu missera. Hins vegar ítrekaði Corbyn að ábyrgðin á hryðjuverkum lægi alltaf hjá hryðjuverkamönnunum sjálfum. „Mat sérfræðinga dregur á engan hátt úr sök þeirra sem ráðast á börn okkar,“ sagði Corbyn. Íhaldsflokksmenn tóku gagnrýninni ekki þegjandi. Sagði utanríkisráðherrann Boris Johnson, á blaðamannafundi með bandarískum kollega sínum, Rex Tillerson, að það væri „skrímslaháttur“ af Corbyn að reyna að réttlæta gjörðir hryðjuverkamanna. „Mér finnst það algjörlega ótrúlegt og óafsakanlegt að nýta þessa viku af öllum til þess að reyna að réttlæta aðgerðir hryðjuverkamanna,“ sagði Johnson. Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, tók í sama streng. Sagði hann Corbyn notfæra sér hina „ógeðfelldu árás“ til að koma pólitískum boðskap sínum á framfæri. „Þetta sýnir ekki leiðtogahæfni. Þetta snýst um að forgangsraða stjórnmálum framar fólki á hörmungartímum,“ sagði Farron. Þrátt fyrir talsverða gagnrýni á orð Corbyns má þó mæla meðbyr með Verkamannaflokknum nú þegar nær dregur kosningum. Í nýrri könnun YouGov mælist Verkamannaflokkurinn með 38 prósenta stuðning. Mælist hann einungis fimm prósentustigum minni en Íhaldsflokkurinn sem nýtur stuðnings 43 prósenta kjósenda. Könnunin, sem er nýjasta stóra könnunin, sýnir nokkuð mikla breytingu á stöðunni en meðaltal skoðanakannana sem The Financial Times tekur saman sýnir Íhaldsflokkinn með 45 prósenta stuðning en Verkamannaflokkinn í 34 prósentum. Munar því ellefu prósentustigum. Þó er ljóst að Verkamannaflokkurinn hefur saxað á forskot Íhaldsflokksins frá því Theresa May boðaði óvænt til kosninga þann 18. apríl, þremur árum á undan áætlun. Mældist forskotið þá um 20 prósentustig.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira