Rokkarinn Gregg Allman er látinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. maí 2017 21:01 Gregg Allman. Vísir/Getty Rokkgoðið Gregg Allman er látinn, 69 ára að aldri en þetta er staðfest á heimasíðu tónlistarmannsins, þar sem segir að hann hafi látist á heimili sínu í Savannah í Georgíu í sunnanverðum Bandaríkjunum. Söngvarinn var greindur með lifrarbólgu C árið 2007 og fékk nýja lifur árið 2010. Hann hætti við fjölda tónleika í fyrra til þess að geta einbeint sér að heilsu sinni. Líkt og margir tónlistarmenn glímdi Allman reglulega við áfengis og eiturlyfjafíkn. Allman fæddist árið 1947 í Nashville borg og er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað rokkhljómsveitina The Allman Brothers Band árið 1969 ásamt bróður sínum Duane Allman en sú hljómsveit er vel þekkt fyrir slagara á borð við Jessica og Ramblin' Man en aðdáendur bílaþáttanna Top Gear ættu að kannast vel við fyrrnefnda lagið. Þá átti Gregg einnig sólóferil og gaf hann til að mynda út plötuna Laid Back árið 1973 en meðal hans nýjustu verka er platan Low Country Blues sem kom út árið 2011. Allman hlaut fjölda verðlauna á tónlistarferli sínum, til að mynda nokkur Grammy verðlaun og þá hefur tímaritið Rolling Stone sett hann í 70. sæti yfir mögnuðustu söngvara allra tíma. Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Rokkgoðið Gregg Allman er látinn, 69 ára að aldri en þetta er staðfest á heimasíðu tónlistarmannsins, þar sem segir að hann hafi látist á heimili sínu í Savannah í Georgíu í sunnanverðum Bandaríkjunum. Söngvarinn var greindur með lifrarbólgu C árið 2007 og fékk nýja lifur árið 2010. Hann hætti við fjölda tónleika í fyrra til þess að geta einbeint sér að heilsu sinni. Líkt og margir tónlistarmenn glímdi Allman reglulega við áfengis og eiturlyfjafíkn. Allman fæddist árið 1947 í Nashville borg og er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað rokkhljómsveitina The Allman Brothers Band árið 1969 ásamt bróður sínum Duane Allman en sú hljómsveit er vel þekkt fyrir slagara á borð við Jessica og Ramblin' Man en aðdáendur bílaþáttanna Top Gear ættu að kannast vel við fyrrnefnda lagið. Þá átti Gregg einnig sólóferil og gaf hann til að mynda út plötuna Laid Back árið 1973 en meðal hans nýjustu verka er platan Low Country Blues sem kom út árið 2011. Allman hlaut fjölda verðlauna á tónlistarferli sínum, til að mynda nokkur Grammy verðlaun og þá hefur tímaritið Rolling Stone sett hann í 70. sæti yfir mögnuðustu söngvara allra tíma.
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira