Miranda Kerr giftist stofnanda Snapchat um helgina Ritstjórn skrifar 29. maí 2017 10:45 Glamour/Getty Fyrirsætan Miranda Kerr og stofnandi Snapchat, Evan Spiegel, gengu í það heilaga á heimili sínu í Brentwood í Kaliforníu um helgina. Athöfnin var látlaus þar sem þau voru umkringd sínum nánustu vinum og fjölskyldu, en gestalistinn taldi um 50 manns. Parið hittist á viðburði Louis Vuitton fyrir tveimur árum síðan og tilkynntu svo trúlofun sína í fyrra með eftirminnilegum hætti, einmitt á Snapchat. Fyrirsætan, sem á fimm ára son með leikaranum Orlando Bloom, gaf það út í viðtali í tengslum við trúlofun sína að Spiegel vildi halda í hefðirnar og að þau væru að bíða með að sofa saman fyrr en eftir brúðkaupið. Það er spuring hvort að brúðkaupið hafi verið í beinni á Snapchat? Mest lesið Bella Hadid er mætt til Cannes Glamour Kim Kardashian lýsir árásinni í smáatriðum Glamour Síðasta sería Girls frumsýnd Glamour Fyrsta fatalína Alexu Chung frumsýnd í kirkju Glamour Anna Wintour heiðruð af bresku krúnunni Glamour Snýr keilubrjóstahaldarinn aftur? Glamour Bioeffect í eitt frægasta vöruhús Frakka Glamour Þú ert basic! Glamour Aprílgabb sem gekk of langt Glamour Naomi Campbell heldur stjörnum prýdda tískusýningu í Cannes Glamour
Fyrirsætan Miranda Kerr og stofnandi Snapchat, Evan Spiegel, gengu í það heilaga á heimili sínu í Brentwood í Kaliforníu um helgina. Athöfnin var látlaus þar sem þau voru umkringd sínum nánustu vinum og fjölskyldu, en gestalistinn taldi um 50 manns. Parið hittist á viðburði Louis Vuitton fyrir tveimur árum síðan og tilkynntu svo trúlofun sína í fyrra með eftirminnilegum hætti, einmitt á Snapchat. Fyrirsætan, sem á fimm ára son með leikaranum Orlando Bloom, gaf það út í viðtali í tengslum við trúlofun sína að Spiegel vildi halda í hefðirnar og að þau væru að bíða með að sofa saman fyrr en eftir brúðkaupið. Það er spuring hvort að brúðkaupið hafi verið í beinni á Snapchat?
Mest lesið Bella Hadid er mætt til Cannes Glamour Kim Kardashian lýsir árásinni í smáatriðum Glamour Síðasta sería Girls frumsýnd Glamour Fyrsta fatalína Alexu Chung frumsýnd í kirkju Glamour Anna Wintour heiðruð af bresku krúnunni Glamour Snýr keilubrjóstahaldarinn aftur? Glamour Bioeffect í eitt frægasta vöruhús Frakka Glamour Þú ert basic! Glamour Aprílgabb sem gekk of langt Glamour Naomi Campbell heldur stjörnum prýdda tískusýningu í Cannes Glamour