Að duga eða drepast fyrir Jeremy Corbyn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. maí 2017 07:00 Jeremy Corbyn naut góða veðursins í kosningabaráttu í Salford. Afar ólíklegt þykir þó að honum takist að leiða flokk sinn til sigurs í kosningunum. Nordicphotos/AFP Jeremy Corbyn, formaður breska Verkamannaflokksins, lýsti því yfir á fundi í Manchester í gær að kosningabarátta flokksins væri formlega hafin. Ljóst er að barátta Verkamannaflokksins þarf að vera afar sterk ef ekki á illa að fara fyrir flokknum. Kosið verður þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun. Flokkurinn mælist nú í 28 prósentum, samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman. Höfuðandstæðingurinn, Íhaldsflokkurinn, mælist hins vegar í 47 prósentum og hefur bilið því sjaldan verið meira. Frjálslyndir demókratar mælast svo í tíu prósentum og Breski sjálfstæðisflokkurinn (UKIP) í sex prósentum. Í Skotlandi mælist Skoski þjóðarflokkurinn sterkastur.Theresa May svaraði meðal annars spurningum starfsmanna verksmiðju í Leeds.Nordicphotos/AFPLjóst er að þessar niðurstöður yrðu gríðarlegt áfall fyrir Corbyn og Verkamannaflokkinn. Í kosningum ársins 2015 fékk flokkurinn 30,4 prósent atkvæða en Íhaldsflokkurinn 36,9 prósent. Stór þáttur í þessum mikla mun á milli flokkanna eru vinsældir formanna þeirra, Corbyns og Theresu May. Í nýrri könnun Survation, sem birtist þann sjöunda maí, kemur fram að sextíu prósent kjósenda vilji að May verði áfram forsætisráðherra. Einungis 21 prósent sagðist vilja Corbyn. Þótt Corbyn hafi einungis verið leiðtogi flokks síns í tvö ár hefur myndast djúp gjá á milli hans og margra þingmanna flokksins. Var meðal annars skorað á hann í formannskosningum í fyrra. Hafði Corbyn þá betur gegn Owen Smith og fékk rúm sextíu prósent atkvæða.Theresa May er afar vinsæl og endurspeglar nýtt slagorð Íhaldsflokksins þær vinsældir.Nordicphotos/AFPCorbyn sagði við Buzzfeed í gær að hann myndi ekki víkja ef flokkurinn tapaði í kosningunum. Þegar blaðamaður BBC spurði hann út í ummælin svaraði Corbyn: „Við ætlum að vinna þannig að það þarf ekki að spyrja að því.“ Blaðamaðurinn sagði spurninguna samt hafa komið upp. Svaraði Corbyn þá: „Það þarf ekki að spyrja að þessu.“ Þá neitaði Corbyn jafnframt að staðfesta hvort Bretar færu úr Evrópusambandinu, líkt og samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra, yrði hann forsætisráðherra. Leanne Wood, leiðtogi velska flokksins Plaid Cymru, skaut föstum skotum á Carwyn Jones, leiðtoga Verkamannaflokksins í Wales. Sagði hún að Verkamannaflokkurinn reyndi að fela Corbyn í kosningabaráttunni í Wales. „Raunveruleikinn er sá að þið hafið strokað leiðtoga ykkar út úr kosningabaráttunni,“ sagði Wood. Til samanburðar þykir May svo vinsæl að sjá mátti slagorðið „Theresa May’s Team“, eða lið Theresu May, í stóru letri á baráttufundi hennar í gær. Virtist slagorðið nýja svo mikilvægt að nafn flokksins fékk nærri ekkert pláss á sviðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
Jeremy Corbyn, formaður breska Verkamannaflokksins, lýsti því yfir á fundi í Manchester í gær að kosningabarátta flokksins væri formlega hafin. Ljóst er að barátta Verkamannaflokksins þarf að vera afar sterk ef ekki á illa að fara fyrir flokknum. Kosið verður þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun. Flokkurinn mælist nú í 28 prósentum, samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem Financial Times tekur saman. Höfuðandstæðingurinn, Íhaldsflokkurinn, mælist hins vegar í 47 prósentum og hefur bilið því sjaldan verið meira. Frjálslyndir demókratar mælast svo í tíu prósentum og Breski sjálfstæðisflokkurinn (UKIP) í sex prósentum. Í Skotlandi mælist Skoski þjóðarflokkurinn sterkastur.Theresa May svaraði meðal annars spurningum starfsmanna verksmiðju í Leeds.Nordicphotos/AFPLjóst er að þessar niðurstöður yrðu gríðarlegt áfall fyrir Corbyn og Verkamannaflokkinn. Í kosningum ársins 2015 fékk flokkurinn 30,4 prósent atkvæða en Íhaldsflokkurinn 36,9 prósent. Stór þáttur í þessum mikla mun á milli flokkanna eru vinsældir formanna þeirra, Corbyns og Theresu May. Í nýrri könnun Survation, sem birtist þann sjöunda maí, kemur fram að sextíu prósent kjósenda vilji að May verði áfram forsætisráðherra. Einungis 21 prósent sagðist vilja Corbyn. Þótt Corbyn hafi einungis verið leiðtogi flokks síns í tvö ár hefur myndast djúp gjá á milli hans og margra þingmanna flokksins. Var meðal annars skorað á hann í formannskosningum í fyrra. Hafði Corbyn þá betur gegn Owen Smith og fékk rúm sextíu prósent atkvæða.Theresa May er afar vinsæl og endurspeglar nýtt slagorð Íhaldsflokksins þær vinsældir.Nordicphotos/AFPCorbyn sagði við Buzzfeed í gær að hann myndi ekki víkja ef flokkurinn tapaði í kosningunum. Þegar blaðamaður BBC spurði hann út í ummælin svaraði Corbyn: „Við ætlum að vinna þannig að það þarf ekki að spyrja að því.“ Blaðamaðurinn sagði spurninguna samt hafa komið upp. Svaraði Corbyn þá: „Það þarf ekki að spyrja að þessu.“ Þá neitaði Corbyn jafnframt að staðfesta hvort Bretar færu úr Evrópusambandinu, líkt og samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra, yrði hann forsætisráðherra. Leanne Wood, leiðtogi velska flokksins Plaid Cymru, skaut föstum skotum á Carwyn Jones, leiðtoga Verkamannaflokksins í Wales. Sagði hún að Verkamannaflokkurinn reyndi að fela Corbyn í kosningabaráttunni í Wales. „Raunveruleikinn er sá að þið hafið strokað leiðtoga ykkar út úr kosningabaráttunni,“ sagði Wood. Til samanburðar þykir May svo vinsæl að sjá mátti slagorðið „Theresa May’s Team“, eða lið Theresu May, í stóru letri á baráttufundi hennar í gær. Virtist slagorðið nýja svo mikilvægt að nafn flokksins fékk nærri ekkert pláss á sviðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira