Hummer enn framleiddur til útflutnings Finnur Thorlacius skrifar 10. maí 2017 10:00 Humvee C-Series eru enn framleiddir og seldir í Afríku, Kína, miðausturlöndum og í ákveðnum löndum í austurhluta Evrópu. General Motors hætti framleiðslu á Hummer bílum sínum árið 2006 þar sem þeir uppfylltu ekki mengunarstaðla og lauk með því 24 ára framleiðslusögu bílsins, en þó eingöngu tímabundið. Hummer bílarnir eru nefnilega enn framleiddir, eingöngu til útflutnings. Er það gert til þeirra landa þar sem ekki eru gerðar eins strangar kröfur til mengunar bíla. Það er lítið fyrirtæki, VLF Automotive, sem er í eigu Bob Lutz, fyrrum stjórnarformann GM, sem framleiðir þessa Hummer bíla. Þar sem GM á ennþá Hummer nafnið bera þessir bílar nafnið Humvee C-Series. Þessir bílar eru nú seldir í Afríku, Kína, miðausturlöndum og í ákveðnum löndum í austurhluta Evrópu. Humvee bílarnir eru ennþá smíðaðir eftir 25 ára gömlum teikningum og aðferðum og eru því æði úreltir bílar, en kaupendur þeirra kæra sig kollótta um það og vilja bara gamla góða Hummer. Þeir bjóðast með 4 vélargerðum, frá 190 til 430 hestöfl, bæði dísilvélar og bensínvélar. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent
General Motors hætti framleiðslu á Hummer bílum sínum árið 2006 þar sem þeir uppfylltu ekki mengunarstaðla og lauk með því 24 ára framleiðslusögu bílsins, en þó eingöngu tímabundið. Hummer bílarnir eru nefnilega enn framleiddir, eingöngu til útflutnings. Er það gert til þeirra landa þar sem ekki eru gerðar eins strangar kröfur til mengunar bíla. Það er lítið fyrirtæki, VLF Automotive, sem er í eigu Bob Lutz, fyrrum stjórnarformann GM, sem framleiðir þessa Hummer bíla. Þar sem GM á ennþá Hummer nafnið bera þessir bílar nafnið Humvee C-Series. Þessir bílar eru nú seldir í Afríku, Kína, miðausturlöndum og í ákveðnum löndum í austurhluta Evrópu. Humvee bílarnir eru ennþá smíðaðir eftir 25 ára gömlum teikningum og aðferðum og eru því æði úreltir bílar, en kaupendur þeirra kæra sig kollótta um það og vilja bara gamla góða Hummer. Þeir bjóðast með 4 vélargerðum, frá 190 til 430 hestöfl, bæði dísilvélar og bensínvélar.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent