Corbyn ýjar að því að Verkamannaflokkurinn muni afnema skólagjöld í breskum háskólum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. maí 2017 16:32 Jeremy Corbyn á kosningafundi á dögunum. vísir/getty Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, hefur ýjað að því að flokkurinn muni gefa loforð um það fyrir komandi þingkosningar í Bretlandi að afnema skólagjöld í háskólum landsins. Corbyn sagði á kosningafundi í menntaskóla í Leeds í dag að hann væri með ýmislegt í vasanum varðandi háskólanámið en að hann gæti ekki gefið neitt upp fyrr en stefnuskrá flokksins yrði opinberuð í næstu viku. „Þið verðið að bíða eftir stefnuskránni. Ég veit að þið eruð örvæntingarfull og ég er með ýmislegt í vasanum en því miður þá get ég ekki sagt ykkur frá því. Er það í lagi? Er ykkur sama? Getið þið beðið vegna spennu?“ sagði Corbyn á fundinum í dag aðspurður um hvað Verkamannaflokkurinn ætlaði að gera varðandi skólagjöld í breska háskóla. Skólagjöld mega nú vera í mesta lagi 9250 pund á ári í háskólum á Englandi sem gera 1,2 milljónir. Fyrir þingkosningarnar 2015 lofaði Verkamannaflokkinn að lækka skólagjöldin niður í 6000 pund árið og á fundinum í dag útilokaði Corbyn ekki að flokkurinn myndi aftur berjast gegn gjöldunum. Orð Corbyn eru í samræmi við orð flokksbróður hans, John McDonnell, sem sagði á kosningafundi á dögunum að Verkamannaflokkurinn vildi að skólakerfið allt yrði ókeypis á sama hátt og heilbrigðisþjónusta er gjaldfrjáls í gegnum National Health Service – NHS. „Við viljum að menntun verði gjaldfrjáls hvenær sem þú þarfnast hennar á lífsleiðinni. Það þýðir að hætta að skera niður á grunnskólastiginu. [...] Og já það þýðir að berjast á móti skólagjöldunum í háskóla svo að börnin okkar þurfi ekki að vera með miklar skuldir á bakinu í framtíðinni,“ sagði McDonnell.Nánar má lesa um málið á vef Guardian. Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, hefur ýjað að því að flokkurinn muni gefa loforð um það fyrir komandi þingkosningar í Bretlandi að afnema skólagjöld í háskólum landsins. Corbyn sagði á kosningafundi í menntaskóla í Leeds í dag að hann væri með ýmislegt í vasanum varðandi háskólanámið en að hann gæti ekki gefið neitt upp fyrr en stefnuskrá flokksins yrði opinberuð í næstu viku. „Þið verðið að bíða eftir stefnuskránni. Ég veit að þið eruð örvæntingarfull og ég er með ýmislegt í vasanum en því miður þá get ég ekki sagt ykkur frá því. Er það í lagi? Er ykkur sama? Getið þið beðið vegna spennu?“ sagði Corbyn á fundinum í dag aðspurður um hvað Verkamannaflokkurinn ætlaði að gera varðandi skólagjöld í breska háskóla. Skólagjöld mega nú vera í mesta lagi 9250 pund á ári í háskólum á Englandi sem gera 1,2 milljónir. Fyrir þingkosningarnar 2015 lofaði Verkamannaflokkinn að lækka skólagjöldin niður í 6000 pund árið og á fundinum í dag útilokaði Corbyn ekki að flokkurinn myndi aftur berjast gegn gjöldunum. Orð Corbyn eru í samræmi við orð flokksbróður hans, John McDonnell, sem sagði á kosningafundi á dögunum að Verkamannaflokkurinn vildi að skólakerfið allt yrði ókeypis á sama hátt og heilbrigðisþjónusta er gjaldfrjáls í gegnum National Health Service – NHS. „Við viljum að menntun verði gjaldfrjáls hvenær sem þú þarfnast hennar á lífsleiðinni. Það þýðir að hætta að skera niður á grunnskólastiginu. [...] Og já það þýðir að berjast á móti skólagjöldunum í háskóla svo að börnin okkar þurfi ekki að vera með miklar skuldir á bakinu í framtíðinni,“ sagði McDonnell.Nánar má lesa um málið á vef Guardian.
Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira