Glæsilegir síðkjólar í rigningunni í Osló Ritstjórn skrifar 11. maí 2017 15:15 Glamour/Getty Norsku konungshjónin, Haraldur og Sonja, blésu til heljarinnar fögnuðar í Osló í gær í tilefni af 80 ára afmæli sínu. Konungsfólk frá allri Evrópu fjölmenntu, að sjálfsögðu í sínu fínasta pússi. Íslensku forsetahjónin, Guðni og Elíza létu sig ekki vanta og tóku sig vel út á rauða dreglinum, þrátt fyrir að úrhellisrigning setti strik í reikninginn. Allir löbbuðu því inn með glærar regnhlífar til að skýla sig fyrir regndropunum. Litagleðin var allsráðandi hjá prinsessunum - skoðum kjólana. Guðni og Elíza voru stórglæsileg bæði tvö.Sænska krónprinsessan Viktoría var í blómakjól frá sænska merkinu Acne.Mary, krónprinsessa Danmerkur var í kjól frá Erdem og Friðrik krónprinsinn var í dökkbláum smókingjakka.Sænski prinsinn Karl Filipp ásamt eiginkonu sinni Sofiu sem er barnshafandi en hún var í kjól frá bandaríska hönnuðinum Alexis Barbara.Hollensku konungshjónin, Maxima og Willem-Alexander, lentu í smá basli með regnhlífina en það kom ekki að sök.Norska prinsessan, Märtha Louise, var í fagurgrænum kjól frá norska hönnuðinum Ingunn Birkeland.Norska krónprinsparið lét sig að sjálfsögðu ekki vanta, hún var í dökkbláum kjól frá Marte Krogh. Mest lesið Rihanna gerir sokka með mynd af sér Glamour Anna Wintour og Amy Schumer skiptast á hlutverkum Glamour Kynning: Lærðu hrekkjavökuförðun hjá förðunarmeistara Game of Thrones Glamour Glamour eftirlæti: Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur Glamour Snoðuð Kate Hudson Glamour Götutískan í Stokkhólmi býður haustið velkomið Glamour Skot á umdeildustu förðunartísku síðasta árs? Glamour Ashley Graham er andlit haustherferðar Lindex Glamour Rokkaði pastellituð jakkaföt Glamour Selena Gomez skrifar undir 10 milljón dollara samning við Coach Glamour
Norsku konungshjónin, Haraldur og Sonja, blésu til heljarinnar fögnuðar í Osló í gær í tilefni af 80 ára afmæli sínu. Konungsfólk frá allri Evrópu fjölmenntu, að sjálfsögðu í sínu fínasta pússi. Íslensku forsetahjónin, Guðni og Elíza létu sig ekki vanta og tóku sig vel út á rauða dreglinum, þrátt fyrir að úrhellisrigning setti strik í reikninginn. Allir löbbuðu því inn með glærar regnhlífar til að skýla sig fyrir regndropunum. Litagleðin var allsráðandi hjá prinsessunum - skoðum kjólana. Guðni og Elíza voru stórglæsileg bæði tvö.Sænska krónprinsessan Viktoría var í blómakjól frá sænska merkinu Acne.Mary, krónprinsessa Danmerkur var í kjól frá Erdem og Friðrik krónprinsinn var í dökkbláum smókingjakka.Sænski prinsinn Karl Filipp ásamt eiginkonu sinni Sofiu sem er barnshafandi en hún var í kjól frá bandaríska hönnuðinum Alexis Barbara.Hollensku konungshjónin, Maxima og Willem-Alexander, lentu í smá basli með regnhlífina en það kom ekki að sök.Norska prinsessan, Märtha Louise, var í fagurgrænum kjól frá norska hönnuðinum Ingunn Birkeland.Norska krónprinsparið lét sig að sjálfsögðu ekki vanta, hún var í dökkbláum kjól frá Marte Krogh.
Mest lesið Rihanna gerir sokka með mynd af sér Glamour Anna Wintour og Amy Schumer skiptast á hlutverkum Glamour Kynning: Lærðu hrekkjavökuförðun hjá förðunarmeistara Game of Thrones Glamour Glamour eftirlæti: Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur Glamour Snoðuð Kate Hudson Glamour Götutískan í Stokkhólmi býður haustið velkomið Glamour Skot á umdeildustu förðunartísku síðasta árs? Glamour Ashley Graham er andlit haustherferðar Lindex Glamour Rokkaði pastellituð jakkaföt Glamour Selena Gomez skrifar undir 10 milljón dollara samning við Coach Glamour