Paul Pogba, leikmaður Manchester United, bauð upp á svakaleg tilþrif í leik liðsins á móti Celta Vigo frá Spáni í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.
Ekki var langt liðið af leiknum þegar franski miðjumaðurinn vann boltann inn á miðjunni og hélt honum svo á lofti framhjá Nemanja Radoja í liði Celta sem vissi varla hvað var að gerast.
Þessi tilþrif Pogba bjuggu til frábæra sókn fyrir United en Pogba sendi boltann á Marcus Rashford sem kom ekki í alveg nógu gott færi. Frábær tilþrif engu að síður.
Fylgst er með leiknum í beinni hér en tilþrifin geggjuðu má sjá í spilaranum hér að ofan.
Sjáðu geggjuð tilþrif Paul Pogba á móti Celta | Myndband
Tengdar fréttir

Í beinni: Man Utd - Celta Vigo 1-0 | Sjáðu markið
Manchester United er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir Ajax.