Porsche 911 verður ekki tengiltvinnbíll Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2017 11:24 Porsche 911 fær ekki Plug-In-Hybrid kerfi. Á síðasta ári sögðu forsvarsmenn Porsche frá því að fyrirtækið ynni að því að allir framleiðslubílar Porsche fengju tengiltvinnaflrás sem valkost. Það þýddi að Porsche 911 yrði einnig í boði með slíka aflrás, en nú má fá bæði Cayenne og Panamera bílana þannig búna. Nú heyrist aftur á móti úr herbúðum Porsche að hætt hafi verið við að bjóða 911 með rafmótorum, auk brunavélarinnar. Haft er eftir þeim Porsche mönnum að of margar málamiðlanir hafi fylgt því að gera 911 að Plug-In-Hybrid bíl. Líklega er það þyngd rafhlaðanna og kostnaður við Plug-In-Hybrid kerfi hafi orsakað það að hætt var við að bjóða 911 þannig búinn, en aldrei má skerða akstursgetu þessa goðsagnarkennda sportbíls Porsche. Porsche ætlar á móti að kappkosta við að gera núverandi gerð Porsche 911 sparneytnari og þá gæti komið til notkunar forþjappa á flestar eða allar gerðir hans, þó svo aðeins öflugasta gerð 911 beri nafnið Turbo. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent
Á síðasta ári sögðu forsvarsmenn Porsche frá því að fyrirtækið ynni að því að allir framleiðslubílar Porsche fengju tengiltvinnaflrás sem valkost. Það þýddi að Porsche 911 yrði einnig í boði með slíka aflrás, en nú má fá bæði Cayenne og Panamera bílana þannig búna. Nú heyrist aftur á móti úr herbúðum Porsche að hætt hafi verið við að bjóða 911 með rafmótorum, auk brunavélarinnar. Haft er eftir þeim Porsche mönnum að of margar málamiðlanir hafi fylgt því að gera 911 að Plug-In-Hybrid bíl. Líklega er það þyngd rafhlaðanna og kostnaður við Plug-In-Hybrid kerfi hafi orsakað það að hætt var við að bjóða 911 þannig búinn, en aldrei má skerða akstursgetu þessa goðsagnarkennda sportbíls Porsche. Porsche ætlar á móti að kappkosta við að gera núverandi gerð Porsche 911 sparneytnari og þá gæti komið til notkunar forþjappa á flestar eða allar gerðir hans, þó svo aðeins öflugasta gerð 911 beri nafnið Turbo.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent