Grillaður aspas með parmesan-osti Starri Freyr Jónsson skrifar 14. maí 2017 15:00 Afar einföld og fljótleg uppskrift. Á þessum árstíma fyllast verslanir landsins af ferskum aspas frá Evrópu. Aspas er einstaklega ljúffengur einn og sér eða sem meðlæti með ýmsu kjöti og fiskmeti. Einfaldleikinn er oft í fyrirrúmi þegar hann er eldaður og hér er afar einföld og fljótleg uppskrift að grilluðum aspas sem er fengin af vefnum Krydd og krásir. Grillaður aspas með parmesan-osti, ólífuolíu og sítrónu 1 búnt aspas (450 g) Safi úr ½ sítrónu Ólífuolía, u.þ.b. helmingi meira magn en sítrónusafinn Parmesan-ostur skorinn í örþunnar skífur Sjávarsalt Nýmalaður svartur piparHrærið sítrónusafa og ólífuolíu saman. Skerið trénaða endann af aspasinum og grillið á útigrilli eða grillpönnu þar til fallegar rendur koma á hann. Snúið honum einu sinni. Um leið og hann er tilbúinn er hann settur á fat eða beint á diskana. Hellið sítrónusafanum og olíunni yfir, saltið og piprið og stráið örþunnum parmesan-skífum yfir. Frábær forréttur eða sem meðlæti með kjöti og fiski. Aspas er einstaklega ljúffengur. Grillréttir Uppskriftir Mest lesið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið
Á þessum árstíma fyllast verslanir landsins af ferskum aspas frá Evrópu. Aspas er einstaklega ljúffengur einn og sér eða sem meðlæti með ýmsu kjöti og fiskmeti. Einfaldleikinn er oft í fyrirrúmi þegar hann er eldaður og hér er afar einföld og fljótleg uppskrift að grilluðum aspas sem er fengin af vefnum Krydd og krásir. Grillaður aspas með parmesan-osti, ólífuolíu og sítrónu 1 búnt aspas (450 g) Safi úr ½ sítrónu Ólífuolía, u.þ.b. helmingi meira magn en sítrónusafinn Parmesan-ostur skorinn í örþunnar skífur Sjávarsalt Nýmalaður svartur piparHrærið sítrónusafa og ólífuolíu saman. Skerið trénaða endann af aspasinum og grillið á útigrilli eða grillpönnu þar til fallegar rendur koma á hann. Snúið honum einu sinni. Um leið og hann er tilbúinn er hann settur á fat eða beint á diskana. Hellið sítrónusafanum og olíunni yfir, saltið og piprið og stráið örþunnum parmesan-skífum yfir. Frábær forréttur eða sem meðlæti með kjöti og fiski. Aspas er einstaklega ljúffengur.
Grillréttir Uppskriftir Mest lesið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið