Í eldhúsi Evu: Spicy grænmetissúpa Eva Laufey skrifar 13. maí 2017 16:00 Spicy grænmetissúpa. Eva Laufey Í þættinum Í eldhúsi Evu, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudögum, töfra ég fram dýrindis kræsingar. Hér er uppskrift að spicy grænmetissúpu. Spicy grænmetissúpa 1 msk. olía 1 laukur 2 hvítlauksrif 1 rauð paprika ½ spergilkálshöfuð 5-6 gulrætur 350 g hakkaðir tómatar í krukku eða dós 1-2 msk. tómatpúrra 1,5 l kjúklingasoð (soðið vatn + 2 kjúklingateningar) 1 tsk. paprikukrydd ½ tsk. cumin-krydd ½ tsk. þurrkaður kóríander 1 tsk. karrí Salt og pipar Hitið olíu í potti, skerið grænmetið mjög smátt og steikið í smá stund eða þar til grænmetið verður mjúkt. Bætið kjúklingasoði, hökkuðum tómötum og tómatpúrru saman við. Kryddið til með þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan og leyfið súpunni að malla í lágmark 30 mínútur. Mér finnst súpan alltaf betri ef hún fær að malla svolítið lengi.Meðlæti með súpunni1 msk. olíaTortillakökur, skornar í litla bitaSýrður rjómiLárperaFerskur kóríanderHreinn fetaostur Hitið olíu við vægan hita á pönnu, skerið tortillakökurnar í litla bita og steikið á pönnu í 1- 2 mínútur eða þar til kökurnar eru gullinbrúnar. Berið súpuna fram með stökkum tortillavefjum, smátt skorinni lárperu, smátt söxuðum kóríander, sýrðum rjóma og hreinum fetaosti. Eva Laufey Grænmetisréttir Súpur Uppskriftir Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Í þættinum Í eldhúsi Evu, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudögum, töfra ég fram dýrindis kræsingar. Hér er uppskrift að spicy grænmetissúpu. Spicy grænmetissúpa 1 msk. olía 1 laukur 2 hvítlauksrif 1 rauð paprika ½ spergilkálshöfuð 5-6 gulrætur 350 g hakkaðir tómatar í krukku eða dós 1-2 msk. tómatpúrra 1,5 l kjúklingasoð (soðið vatn + 2 kjúklingateningar) 1 tsk. paprikukrydd ½ tsk. cumin-krydd ½ tsk. þurrkaður kóríander 1 tsk. karrí Salt og pipar Hitið olíu í potti, skerið grænmetið mjög smátt og steikið í smá stund eða þar til grænmetið verður mjúkt. Bætið kjúklingasoði, hökkuðum tómötum og tómatpúrru saman við. Kryddið til með þeim kryddum sem talin eru upp hér að ofan og leyfið súpunni að malla í lágmark 30 mínútur. Mér finnst súpan alltaf betri ef hún fær að malla svolítið lengi.Meðlæti með súpunni1 msk. olíaTortillakökur, skornar í litla bitaSýrður rjómiLárperaFerskur kóríanderHreinn fetaostur Hitið olíu við vægan hita á pönnu, skerið tortillakökurnar í litla bita og steikið á pönnu í 1- 2 mínútur eða þar til kökurnar eru gullinbrúnar. Berið súpuna fram með stökkum tortillavefjum, smátt skorinni lárperu, smátt söxuðum kóríander, sýrðum rjóma og hreinum fetaosti.
Eva Laufey Grænmetisréttir Súpur Uppskriftir Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira