Lewis Hamilton ræsir fremstur á Spáni Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. maí 2017 12:54 Lewis Hamilton var fljótastur í dag. Vísir/Getty Lewis Hamilton náði í ráspól í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas varð þriðji. Endaspretturinn var afar spennandi og allir fjórir efstu ökumennirnir áttu raunar möguleika þegar síðasta tilraun þeirra fór fram. Kimi Raikkonen varð fjórði á Ferrari. Tölfræðin segir að fremsta rásröðin sé afar mikilvæg í Barselóna en í 23 af 26 síðustu keppnum á brautinni hefur ökumaður á fremstu rásröð unnið.Fyrsta lota Skipta þurfti um vél í Ferrari bíl Sebastian Vettel á milli þriðju æfingarinnar og tímatökunnar. Vélin virtist bila hjá Vettel um leið og hann fór út á brautina. Vettel var sagt að stöðva bílinn en hann vildi fá að koma bílnum inn á þjónustusvæðið til að hægt væri að gera við hann. Í sameiningu tókst Vettel og verkfræðingum Ferrari að stilla bílinn rétt og setja hring. Romain Grosjean snéri Haas bílnum í sinni fyrstu tilraun. Hann missti einfaldlega grip og skautaði út úr beygjunni. Hann gat þó haldið áfram og sett tíma. Í fyrstu umferð féllu úr leik; Daniil Kvyat á Toro Rosso, Stoffel Vandoorne á McLaren, Lance Stroll á Williams, Jolyon Palmer á Renault og Marcus Ericsson á Sauber. Það er athyglisvert að þeir eru allir frá sitthvoru liðinu. Það er merki þess að baráttan á eftir þremur toppliðunum er ógnar hörð. Hamilton var fljótastur í lotunni og Raikkonen annar einungis 0,2 sekúndum á eftir Hamilton.Fernando Alonso gerði afar vel í að koma McLaren bílnum í þriðju lotu tímatökunnar á heimavelli sínum.Vísir/GettyÖnnur lotaKomist ökumenn áfram úr annarri lotu í þá þriðju þá hefja þeir keppnina á þeim dekkjum sem þeir settu hraðasta tímann í annarri lotu á. Það getur því verið gott að fara mátulega sparlega með dekkin í annarri lotu. Sviptingarnar urðu gríðarlega undir lok lotunnar. Fernando Alonso kom McLaren bílnum áfram í þriðju lotuna. Þeir sem féllu úr leik í annarri lotu voru; Pascal Wehrlein á Sauber, Haas ökumennirnir, Nico Hulkenberg á Renault og Carlos Sainz á Toro Rosso.Þriðja lota Í fyrstu tilraun þriðju lotunnar var Hamilton fljótastur en Bottas gerði stór mistök, svo hann átti inni fyrir næstu tilraun. Raikkonen varð þriðji og Vettel fjórði. Vettel komst upp fyrir Bottas í síðustu tilrauninni en munurinn á topnum var afar lítill. Einungis 0,051 sekúnda skyldi að Hamilton og Vettel. Bein útsending frá keppninni á Spáni hefst klukkan 11:30 á morgun á Stöð 2 Sport 2.Hér að neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Horner: Red Bull hefur mikið að gera í Barselóna Red Bull liðið ætlaði sér stóra hluti þegar nýju reglurnar fyrir tímabilið voru kynntar. Raunin hefur verið önnur en liðið ætlar sér stóra hluti í spænska kappakstrinum aðra helgi. 4. maí 2017 18:15 Mercedes birtir númer og nafn ökumanns á bílum Mercedes liðið í Formúlu 1 hefur birt myndir af keppnisbílum sínum sem eru í samræmi við nýjustu keppnisreglurnar í Formúlu 1. Nafn og númer ökumanns skal vera sýnilegt á bílnum. 10. maí 2017 23:30 Lewis Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfngum dagsins sem fram fóru á Katalóníubrautinni á Spáni. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á báðum æfingum. 12. maí 2017 20:15 Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Lewis Hamilton náði í ráspól í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Valtteri Bottas varð þriðji. Endaspretturinn var afar spennandi og allir fjórir efstu ökumennirnir áttu raunar möguleika þegar síðasta tilraun þeirra fór fram. Kimi Raikkonen varð fjórði á Ferrari. Tölfræðin segir að fremsta rásröðin sé afar mikilvæg í Barselóna en í 23 af 26 síðustu keppnum á brautinni hefur ökumaður á fremstu rásröð unnið.Fyrsta lota Skipta þurfti um vél í Ferrari bíl Sebastian Vettel á milli þriðju æfingarinnar og tímatökunnar. Vélin virtist bila hjá Vettel um leið og hann fór út á brautina. Vettel var sagt að stöðva bílinn en hann vildi fá að koma bílnum inn á þjónustusvæðið til að hægt væri að gera við hann. Í sameiningu tókst Vettel og verkfræðingum Ferrari að stilla bílinn rétt og setja hring. Romain Grosjean snéri Haas bílnum í sinni fyrstu tilraun. Hann missti einfaldlega grip og skautaði út úr beygjunni. Hann gat þó haldið áfram og sett tíma. Í fyrstu umferð féllu úr leik; Daniil Kvyat á Toro Rosso, Stoffel Vandoorne á McLaren, Lance Stroll á Williams, Jolyon Palmer á Renault og Marcus Ericsson á Sauber. Það er athyglisvert að þeir eru allir frá sitthvoru liðinu. Það er merki þess að baráttan á eftir þremur toppliðunum er ógnar hörð. Hamilton var fljótastur í lotunni og Raikkonen annar einungis 0,2 sekúndum á eftir Hamilton.Fernando Alonso gerði afar vel í að koma McLaren bílnum í þriðju lotu tímatökunnar á heimavelli sínum.Vísir/GettyÖnnur lotaKomist ökumenn áfram úr annarri lotu í þá þriðju þá hefja þeir keppnina á þeim dekkjum sem þeir settu hraðasta tímann í annarri lotu á. Það getur því verið gott að fara mátulega sparlega með dekkin í annarri lotu. Sviptingarnar urðu gríðarlega undir lok lotunnar. Fernando Alonso kom McLaren bílnum áfram í þriðju lotuna. Þeir sem féllu úr leik í annarri lotu voru; Pascal Wehrlein á Sauber, Haas ökumennirnir, Nico Hulkenberg á Renault og Carlos Sainz á Toro Rosso.Þriðja lota Í fyrstu tilraun þriðju lotunnar var Hamilton fljótastur en Bottas gerði stór mistök, svo hann átti inni fyrir næstu tilraun. Raikkonen varð þriðji og Vettel fjórði. Vettel komst upp fyrir Bottas í síðustu tilrauninni en munurinn á topnum var afar lítill. Einungis 0,051 sekúnda skyldi að Hamilton og Vettel. Bein útsending frá keppninni á Spáni hefst klukkan 11:30 á morgun á Stöð 2 Sport 2.Hér að neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Horner: Red Bull hefur mikið að gera í Barselóna Red Bull liðið ætlaði sér stóra hluti þegar nýju reglurnar fyrir tímabilið voru kynntar. Raunin hefur verið önnur en liðið ætlar sér stóra hluti í spænska kappakstrinum aðra helgi. 4. maí 2017 18:15 Mercedes birtir númer og nafn ökumanns á bílum Mercedes liðið í Formúlu 1 hefur birt myndir af keppnisbílum sínum sem eru í samræmi við nýjustu keppnisreglurnar í Formúlu 1. Nafn og númer ökumanns skal vera sýnilegt á bílnum. 10. maí 2017 23:30 Lewis Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfngum dagsins sem fram fóru á Katalóníubrautinni á Spáni. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á báðum æfingum. 12. maí 2017 20:15 Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Horner: Red Bull hefur mikið að gera í Barselóna Red Bull liðið ætlaði sér stóra hluti þegar nýju reglurnar fyrir tímabilið voru kynntar. Raunin hefur verið önnur en liðið ætlar sér stóra hluti í spænska kappakstrinum aðra helgi. 4. maí 2017 18:15
Mercedes birtir númer og nafn ökumanns á bílum Mercedes liðið í Formúlu 1 hefur birt myndir af keppnisbílum sínum sem eru í samræmi við nýjustu keppnisreglurnar í Formúlu 1. Nafn og númer ökumanns skal vera sýnilegt á bílnum. 10. maí 2017 23:30
Lewis Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfngum dagsins sem fram fóru á Katalóníubrautinni á Spáni. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á báðum æfingum. 12. maí 2017 20:15