Þættir um raðmorðingja á Íslandi í bígerð Guðný Hrönn skrifar 13. maí 2017 14:15 Þórður Pálsson er maðurinn á bak við þættina The Valhalla Murders sem líta dagsins ljós á næsta ári. MYND/Eva Riley Veturinn 2018 verða sjónvarpsþættirnir The Valhalla Murders frumsýndir á RÚV. Þættirnir fjalla ekki bara um rannsókn dularfullra morðmála heldur einnig um einkalíf tveggja rannsóknarlögreglumanna sem stýra rannsókninni. Leikstjóri og höfundur þáttanna The Valhalla Murders, Þórður Pálsson, var nýútskrifaður frá The National Film and Television School í Bretlandi þegar hugmyndin að sjónvarpsþáttunum kviknaði. Stuttu eftir að hann kynnti hugmyndina fyrir framleiðslufyrirtækinu True North var sett saman teymi sem vinnur að því að skrifa þættina. „Við erum að skrifa núna og erum komin frekar langt á leið með skrifin. Margrét Örnólfsdóttir yfirhandritshöfundur og Óttar M. Norðfjörð skipta með sér skrifunum. Kristinn Þórðarson og Davíð Óskar Ólafsson eru framleiðendur þáttanna. Teymið í kringum verkefnið gæti því eiginlega ekki verið betra frá mínu sjónarhorni séð,“ segir Þórður. Spurður út í söguþráð þáttanna segir Þórður þá fjalla um tvö óvenjuleg morðmál. „Þættirnir fjalla um fyrsta íslenska raðmorðingjann. Það eru framin tvö morð á Íslandi á mjög stuttum tíma þar sem bæði fórnarlömbin eru myrt á sama hátt. Það eru þó engin tengsl á milli þeirra, sem gerir þetta enn þá erfiðara fyrir lögregluna því morð á Íslandi eru yfirleitt ástríðuglæpir. Lögreglan er því undir mikilli pressu og fá áhorfendur að fylgjast með rannsóknarlögreglumönnum reyna að leysa morðgátuna. Svo koma fjölmiðlar inn í þetta og þeir setja pressu á lögregluna og velta upp spurningunni hvort lögreglan á Íslandi geti höndlað svona stórt mál,“ segir Þórður. Finnur fyrir áhuga fólksÍ þáttunum fá áhorfendur að fylgjast náið með tveimur rannsóknarlögreglumönnum við rannsókn málsins. „Það eru þau Arnar og Kata. Arnar er sérfræðingur sem fenginn er að láni frá dönsku rannsóknarlögreglunni. Hann er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Danmörku í 15 ár. Kata starfar fyrir íslensku lögregluna og sér um rannsókn málsins. Það myndast smá rígur á milli þeirra því Kata taldi sig vera fullfæra um að sjá um málið án utanaðkomandi hjálpar. Við fylgjumst náið með þessum tveimur persónum við rannsókn málsins og um leið fáum við sýn inn í fortíð þeirra beggja. Það ríkir nefnilega ákveðin mystería í kringum þau. Arnar er til dæmis búinn að búa lengi í Danmörku og vill helst ekki koma aftur til Íslands, þá fer áhorfandinn vonandi að velta fyrir sér hver ástæðan fyrir því sé,“ segir Þórður sem finnur fyrir miklum áhuga hjá almenningi á þáttum sem fjalla um fyrsta raðmorðingja Íslands.„Ég held að þessi pæling, raðmorðingi á Íslandi, og þessir karakterar þyki spennandi. Fólk hefur sýnt þessari sögu mikinn áhuga og einnig hvernig lögreglan á Íslandi myndi fara að því að rannsaka mál af þessari stærðargráðu.“En hvenær líta þættirnir dagsins ljós? „Við erum að fara í tökur í vetur, og væntanlega verða þættirnir sýndir veturinn eftir það. Þessa stundina erum við að ráða inn leikara, við erum að fá fólk í prufur og ræða við hina og þessa. Það er allt í vinnslu eins og er, það er ekki búið að negla neitt niður.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Veturinn 2018 verða sjónvarpsþættirnir The Valhalla Murders frumsýndir á RÚV. Þættirnir fjalla ekki bara um rannsókn dularfullra morðmála heldur einnig um einkalíf tveggja rannsóknarlögreglumanna sem stýra rannsókninni. Leikstjóri og höfundur þáttanna The Valhalla Murders, Þórður Pálsson, var nýútskrifaður frá The National Film and Television School í Bretlandi þegar hugmyndin að sjónvarpsþáttunum kviknaði. Stuttu eftir að hann kynnti hugmyndina fyrir framleiðslufyrirtækinu True North var sett saman teymi sem vinnur að því að skrifa þættina. „Við erum að skrifa núna og erum komin frekar langt á leið með skrifin. Margrét Örnólfsdóttir yfirhandritshöfundur og Óttar M. Norðfjörð skipta með sér skrifunum. Kristinn Þórðarson og Davíð Óskar Ólafsson eru framleiðendur þáttanna. Teymið í kringum verkefnið gæti því eiginlega ekki verið betra frá mínu sjónarhorni séð,“ segir Þórður. Spurður út í söguþráð þáttanna segir Þórður þá fjalla um tvö óvenjuleg morðmál. „Þættirnir fjalla um fyrsta íslenska raðmorðingjann. Það eru framin tvö morð á Íslandi á mjög stuttum tíma þar sem bæði fórnarlömbin eru myrt á sama hátt. Það eru þó engin tengsl á milli þeirra, sem gerir þetta enn þá erfiðara fyrir lögregluna því morð á Íslandi eru yfirleitt ástríðuglæpir. Lögreglan er því undir mikilli pressu og fá áhorfendur að fylgjast með rannsóknarlögreglumönnum reyna að leysa morðgátuna. Svo koma fjölmiðlar inn í þetta og þeir setja pressu á lögregluna og velta upp spurningunni hvort lögreglan á Íslandi geti höndlað svona stórt mál,“ segir Þórður. Finnur fyrir áhuga fólksÍ þáttunum fá áhorfendur að fylgjast náið með tveimur rannsóknarlögreglumönnum við rannsókn málsins. „Það eru þau Arnar og Kata. Arnar er sérfræðingur sem fenginn er að láni frá dönsku rannsóknarlögreglunni. Hann er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Danmörku í 15 ár. Kata starfar fyrir íslensku lögregluna og sér um rannsókn málsins. Það myndast smá rígur á milli þeirra því Kata taldi sig vera fullfæra um að sjá um málið án utanaðkomandi hjálpar. Við fylgjumst náið með þessum tveimur persónum við rannsókn málsins og um leið fáum við sýn inn í fortíð þeirra beggja. Það ríkir nefnilega ákveðin mystería í kringum þau. Arnar er til dæmis búinn að búa lengi í Danmörku og vill helst ekki koma aftur til Íslands, þá fer áhorfandinn vonandi að velta fyrir sér hver ástæðan fyrir því sé,“ segir Þórður sem finnur fyrir miklum áhuga hjá almenningi á þáttum sem fjalla um fyrsta raðmorðingja Íslands.„Ég held að þessi pæling, raðmorðingi á Íslandi, og þessir karakterar þyki spennandi. Fólk hefur sýnt þessari sögu mikinn áhuga og einnig hvernig lögreglan á Íslandi myndi fara að því að rannsaka mál af þessari stærðargráðu.“En hvenær líta þættirnir dagsins ljós? „Við erum að fara í tökur í vetur, og væntanlega verða þættirnir sýndir veturinn eftir það. Þessa stundina erum við að ráða inn leikara, við erum að fá fólk í prufur og ræða við hina og þessa. Það er allt í vinnslu eins og er, það er ekki búið að negla neitt niður.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira