Kleifarvatn geymir líka stóra urriða Karl Lúðvíksson skrifar 14. maí 2017 10:00 Hér sést urriðinn sem María fékk í gær. Mynd: María Petrína FB Á meðan flestir Íslendingar sátu sem fastast yfir Söngvakeppninni voru vaskir veiðimenn og veiðikonur við vötnin að freista þess að setja í þann stóra. Við höfum greint frá ágætri veiði í Þingvallavatni upp á síðkastið en þangað hafa veiðimenn verið að sækja til að veiða stóra urriða. Það eru samt fleiri vötn sem geyma þessa stóru urriða heldur en Þingvallavatn og eitt af þeim er Kleifarvatn. Það er nokkuð auðvelt að sjá þessa fiska á þessum árstíma þegar vatnið er alveg lyngt eða öllu heldur þá sjaldan að vatnið er alveg lyngt. Þeir koma nefnilega oft upp í yfirborðið og eru að eltast við smábleikju og hornsíli oft ansi nálægt landi. Veiðivonin í Kleifarvatni er ekkert síðri en á Þingvöllum á þokkalegum degi en það er sama sagan, það þarf að þekkja staðina þar sem urriðinn heldur sig og vita á hvaða tíma dags er best að ná honum. Urriði veiðist best í ljósaskiptunum og eins á björtum sumarnóttum en þá virðist sem hann sé mikið á ferli í ætisleit. Hann veiðist á spún, flugu og beitu en best virðist veiðast á spún og flugu. María Petrína Ingólfsdóttir er ein af þeim öflugu veiðikonum sem þekkir Kleifarvatn líklega einna best en hún var þar við veiðar í gær og naði nokkrum urriðum en þar af einum sem var tæplega 5 kíló og eins og sést á myndinni er þetta þykkur og flottur fiskur. Það fer að verða árviss viðburður að segja frá flottri veiði Maríu í vatninu og við hjá Veiðivísi bíðum spennt eftir fleiri fréttum af góðri veiði hjá henni. Mest lesið Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði
Á meðan flestir Íslendingar sátu sem fastast yfir Söngvakeppninni voru vaskir veiðimenn og veiðikonur við vötnin að freista þess að setja í þann stóra. Við höfum greint frá ágætri veiði í Þingvallavatni upp á síðkastið en þangað hafa veiðimenn verið að sækja til að veiða stóra urriða. Það eru samt fleiri vötn sem geyma þessa stóru urriða heldur en Þingvallavatn og eitt af þeim er Kleifarvatn. Það er nokkuð auðvelt að sjá þessa fiska á þessum árstíma þegar vatnið er alveg lyngt eða öllu heldur þá sjaldan að vatnið er alveg lyngt. Þeir koma nefnilega oft upp í yfirborðið og eru að eltast við smábleikju og hornsíli oft ansi nálægt landi. Veiðivonin í Kleifarvatni er ekkert síðri en á Þingvöllum á þokkalegum degi en það er sama sagan, það þarf að þekkja staðina þar sem urriðinn heldur sig og vita á hvaða tíma dags er best að ná honum. Urriði veiðist best í ljósaskiptunum og eins á björtum sumarnóttum en þá virðist sem hann sé mikið á ferli í ætisleit. Hann veiðist á spún, flugu og beitu en best virðist veiðast á spún og flugu. María Petrína Ingólfsdóttir er ein af þeim öflugu veiðikonum sem þekkir Kleifarvatn líklega einna best en hún var þar við veiðar í gær og naði nokkrum urriðum en þar af einum sem var tæplega 5 kíló og eins og sést á myndinni er þetta þykkur og flottur fiskur. Það fer að verða árviss viðburður að segja frá flottri veiði Maríu í vatninu og við hjá Veiðivísi bíðum spennt eftir fleiri fréttum af góðri veiði hjá henni.
Mest lesið Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði