Hamilton: Svona á kappakstur að vera Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. maí 2017 14:17 Hamilton var afar góður í dag. Vísir/Getty Lewis Hamilton vann sína 55. keppni í Formúlu 1 í dag. Hann vann með klókindum liðsins og frábærum tilþrifum. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Svona á kappakstur að vera, Sebastian [Vettel] var afar fljótur. Keppnisáætlunin okkar gekk fullkomlega upp og okkur tókst að bregðast við. Mér fannst ég hafa átt rétt á plássi inn í fyrstu beygjunni þegar Sebastian tók fram úr en kannski er það ekki rétt svona eftir á að hyggja,“ sagði Hamilton á verðlaunapallinum. „Við spóluðum báðir aðeins í ræsingunni. Ég læsti inn í umrædda fyrstu beygju þegar hann var kominn fram úr. Við reyndum að halda keppninni áfram, baráttan var frábær og kappaksturinn skemmtilegur. Plan C var að taka þriðja þjónustuhléið en það var aldrei neinn tilgangur í því,“ sagði Sebastian Vettel á verðlaunapallinum. „Við vorum heppin í dag, Valtteri [Bottas] stoppaði og við komumst á verðlaunapallinn. Það er gott að fá að standa á verðlaunapallinum sem er allt sem við getum óskað okkur eins og staðan er í dag,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð þriðji. „Á mjúku dekkjunum hefur maður smá forskot. Sebastian missti tíma fyrir aftan Bottas. Svona er kappakstur. Við verðum bara að gera betur næst,“ sagði Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari.Daniel Ricciardo náði sínum fyrsta verðlaunapalli síðan í Mexíkó í fyrra.Vísir/Getty„Frábær lisðsigur í dag. Það má ekki gleyma Valtteri í jöfnunni. Ferrari þurfti að taka áhættuna á að taka þjónustuhlé snemma, þeir vissu að annars myndum við gera það. Við munum ekki gera Lewis að okkar aðalökumanni. Við höfum aldrei valið okkur aðalökumann og munum ekki gera það. Þetta mun ráðast af sjálfsdáðum,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Þetta var frábær dagur, keppnisáætlun okkar var mikilvæg og verkfræðingarnir okkar stóðu sig afar vel, Pascal [Wehrlein] átti afar góða keppni,“ sagði Monisha Kaltenborn, lisstjóri Sauber. „Ég var ekki einu sinni að pæla í því að vélin væri gömul. Hún virtist þó ekki geta höndlað heila keppni í viðbót. Ég var að reyna að halda uppi hraða í gegnum fyrstu beygju þegar við Kimi [Raikkonen] lentum sama. Það batt svo enda á keppni hans og Max Verstappen,“ sagði Valtteri Bottas sem náði ekki að klára keppnina í dag. Hann spilaði þó mikilvægt hlutverk í því að skapa sigur Hamilton yfir Vettel. Bottas hélt Vettel vel fyrir aftan sig á tímabili. Formúla Tengdar fréttir Svekktur aðdáandi Kimi Raikkonen fékk að hitta hetjuna Kimi Raikkonen datt út strax í fyrstu beygju spænska kappakstursins eftir samstuð við Max Verstappen og Valtteri Bottas. Raikkonen nýtti tímann til að hitta ungan aðdáenda sem tók brotthvarf Finnans nærri sér. 14. maí 2017 13:32 Alonso: Sjöunda sæti er eins og gjöf í dag Lewis Hamilton náði ráspól fyrir spænska kappaksturinn sem fram fer á morgun eftir afar spennandi tímatöku. Fernando Alonso kom einna helst á óvart með sjöunda sætinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 13. maí 2017 20:45 Lewis Hamilton vann á Spáni Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í spænska kappakstrinum. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 14. maí 2017 13:41 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton vann sína 55. keppni í Formúlu 1 í dag. Hann vann með klókindum liðsins og frábærum tilþrifum. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Svona á kappakstur að vera, Sebastian [Vettel] var afar fljótur. Keppnisáætlunin okkar gekk fullkomlega upp og okkur tókst að bregðast við. Mér fannst ég hafa átt rétt á plássi inn í fyrstu beygjunni þegar Sebastian tók fram úr en kannski er það ekki rétt svona eftir á að hyggja,“ sagði Hamilton á verðlaunapallinum. „Við spóluðum báðir aðeins í ræsingunni. Ég læsti inn í umrædda fyrstu beygju þegar hann var kominn fram úr. Við reyndum að halda keppninni áfram, baráttan var frábær og kappaksturinn skemmtilegur. Plan C var að taka þriðja þjónustuhléið en það var aldrei neinn tilgangur í því,“ sagði Sebastian Vettel á verðlaunapallinum. „Við vorum heppin í dag, Valtteri [Bottas] stoppaði og við komumst á verðlaunapallinn. Það er gott að fá að standa á verðlaunapallinum sem er allt sem við getum óskað okkur eins og staðan er í dag,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð þriðji. „Á mjúku dekkjunum hefur maður smá forskot. Sebastian missti tíma fyrir aftan Bottas. Svona er kappakstur. Við verðum bara að gera betur næst,“ sagði Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari.Daniel Ricciardo náði sínum fyrsta verðlaunapalli síðan í Mexíkó í fyrra.Vísir/Getty„Frábær lisðsigur í dag. Það má ekki gleyma Valtteri í jöfnunni. Ferrari þurfti að taka áhættuna á að taka þjónustuhlé snemma, þeir vissu að annars myndum við gera það. Við munum ekki gera Lewis að okkar aðalökumanni. Við höfum aldrei valið okkur aðalökumann og munum ekki gera það. Þetta mun ráðast af sjálfsdáðum,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Þetta var frábær dagur, keppnisáætlun okkar var mikilvæg og verkfræðingarnir okkar stóðu sig afar vel, Pascal [Wehrlein] átti afar góða keppni,“ sagði Monisha Kaltenborn, lisstjóri Sauber. „Ég var ekki einu sinni að pæla í því að vélin væri gömul. Hún virtist þó ekki geta höndlað heila keppni í viðbót. Ég var að reyna að halda uppi hraða í gegnum fyrstu beygju þegar við Kimi [Raikkonen] lentum sama. Það batt svo enda á keppni hans og Max Verstappen,“ sagði Valtteri Bottas sem náði ekki að klára keppnina í dag. Hann spilaði þó mikilvægt hlutverk í því að skapa sigur Hamilton yfir Vettel. Bottas hélt Vettel vel fyrir aftan sig á tímabili.
Formúla Tengdar fréttir Svekktur aðdáandi Kimi Raikkonen fékk að hitta hetjuna Kimi Raikkonen datt út strax í fyrstu beygju spænska kappakstursins eftir samstuð við Max Verstappen og Valtteri Bottas. Raikkonen nýtti tímann til að hitta ungan aðdáenda sem tók brotthvarf Finnans nærri sér. 14. maí 2017 13:32 Alonso: Sjöunda sæti er eins og gjöf í dag Lewis Hamilton náði ráspól fyrir spænska kappaksturinn sem fram fer á morgun eftir afar spennandi tímatöku. Fernando Alonso kom einna helst á óvart með sjöunda sætinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 13. maí 2017 20:45 Lewis Hamilton vann á Spáni Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í spænska kappakstrinum. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 14. maí 2017 13:41 Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Svekktur aðdáandi Kimi Raikkonen fékk að hitta hetjuna Kimi Raikkonen datt út strax í fyrstu beygju spænska kappakstursins eftir samstuð við Max Verstappen og Valtteri Bottas. Raikkonen nýtti tímann til að hitta ungan aðdáenda sem tók brotthvarf Finnans nærri sér. 14. maí 2017 13:32
Alonso: Sjöunda sæti er eins og gjöf í dag Lewis Hamilton náði ráspól fyrir spænska kappaksturinn sem fram fer á morgun eftir afar spennandi tímatöku. Fernando Alonso kom einna helst á óvart með sjöunda sætinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 13. maí 2017 20:45
Lewis Hamilton vann á Spáni Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í spænska kappakstrinum. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 14. maí 2017 13:41