Fótbolti

Guðbjörg og Hallbera höfðu betur í Íslendingaslagnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðbjörg Gunnarsdóttir fékk á sig eitt mark í dag en vann leikinn.
Guðbjörg Gunnarsdóttir fékk á sig eitt mark í dag en vann leikinn. vísir/ernir
Djurgården hafði betur, 2-1, á móti Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta kvenna í dag en um Íslendingaslag var að ræða.

Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður Íslands, og vinstri bakvörðurinn Hallbera G. Gíslasdóttir spiluðu allan leikinn fyrir Djurgården og Sif Atladóttir gerði slíkt hið sama fyrir Kristianstad.

Heimakonur komust í 2-0 í fyrri hálfleik en stúlkurnar hennar Elísabetar Gunnarsdóttur minnkuðu muninn í 2-1 með marki á 57. mínútu.

Djurgården komið aftur á sigurbraut eftir þrjá tapleiki í röð en liðið er í sjöunda sæti með sex stig eftir fimm umferðir.

Ekkert gengur hjá Kristianstad sem er á botni deildarinnar með aðeins þrjú stig eftir einn sigur í fyrstu fimm leikjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×