Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Karl Lúðvíksson skrifar 16. maí 2017 11:49 Urriði frá Skagaheiði Mynd: Atli Bergman Skagaheiði er án efa eitt skemmtilegasta veiðisvæði á Íslandi enda er hægt að þvælast þar um á milli vatna og á góðum degi má gera feyknagóða veiði. Stærstu hluti heiðinnar er á Veiðikortinu svo ekki er hægt að segja að um dýr veiðileyfi sé að ræða og veiðivonin er góð og fiskurinn sem þar veiðist afbragðs matfiskur. Það hefur oft verið talað um að besti tíminn sé lok maí og fram í júní en það veiðist samt ágætlega og jafnt allt tímabilið. Við höfum þegar fengið fréttir af nokkrum veiðimönnum sem hafa lagt leið sína norður og þrátt fyrir rólega byrjun er veiðin á heiðinni engu að síður farin af stað. Atli Bergmann var fyrir norðan ásamt nokkrum félgöum og sendi okkur þessar línur: "Það var með mikillri eftirvæntingu sem ég fann til veiðidótið um síðustu helgi, þar sem ekki bara var um að ræða fyrsta túr ársins heldur líka í fyrsta sinnið sem ég fór á Skagaheiðina. Þeir Axel og Þór félagar mínir þekkja vel til þarna og sögðu þetta vera vel hægt ef veðrið væri gott, .. sem það var ekki. Það var hvasst á laugardaginn og kallt og samkvæmt heimildum flest vötn lituð eftir storma síðustu viku.Helst væri von að eitt stærsta vatn Skagaheiðinnar, Langavatn væri minnst litað og þangað fórum við. Skemmst er frá því að seigja að þar upp frá var hífandi vindur og einungis 3 gráður en ekki var um annað að ræða en að prófa og loks eftir nokkra leit þá fáum við fallega urriða á Pheasant með kopar kúluhaus og allt var harla gott, einnig tók ég eina bleikju á dropperinn og þá var gaman. Þegar þarna var komið við sögu var kuldin farinn að seigja til sín og við ákváðum að lækka okkur með von um nokkrar auka hita gráður og fórum í Hraunsvatn en það var líka litað eftir storma síðustu daga og eftir að hafa feingið þar tvær litlar bleikjur sem náðu ekki pönnu stærð var látið gott heita.Sunnudagurinn var heldur hlýrri en miklu meira rok og eftir smá könnunarleiðangur á heiðina þar sem í ljós kom að gruggið í vötnunum hafði ekker minnkað þá ákváðum við að koma okkur niður á láglendi og á leið í bæinn stoppaði ég við Vestur Hóp og tók tvo fallega urriða í viðbót á heimasmíðaðan gulgrænan nobbler. Framundan er svo stór urriða veiði í þjóðgarðinum á Þingvöllum næstu helgi og svo vorveiði í Elliðaránum svo það er gott sumar í vændum". Við þökkum Atla kærlega fyrir að deila með okkur myndum og sögum af ferðinni. Mest lesið Gott skot í Kjósinni Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Rjúpnakvöld hjá Skotvís 24. október Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði
Skagaheiði er án efa eitt skemmtilegasta veiðisvæði á Íslandi enda er hægt að þvælast þar um á milli vatna og á góðum degi má gera feyknagóða veiði. Stærstu hluti heiðinnar er á Veiðikortinu svo ekki er hægt að segja að um dýr veiðileyfi sé að ræða og veiðivonin er góð og fiskurinn sem þar veiðist afbragðs matfiskur. Það hefur oft verið talað um að besti tíminn sé lok maí og fram í júní en það veiðist samt ágætlega og jafnt allt tímabilið. Við höfum þegar fengið fréttir af nokkrum veiðimönnum sem hafa lagt leið sína norður og þrátt fyrir rólega byrjun er veiðin á heiðinni engu að síður farin af stað. Atli Bergmann var fyrir norðan ásamt nokkrum félgöum og sendi okkur þessar línur: "Það var með mikillri eftirvæntingu sem ég fann til veiðidótið um síðustu helgi, þar sem ekki bara var um að ræða fyrsta túr ársins heldur líka í fyrsta sinnið sem ég fór á Skagaheiðina. Þeir Axel og Þór félagar mínir þekkja vel til þarna og sögðu þetta vera vel hægt ef veðrið væri gott, .. sem það var ekki. Það var hvasst á laugardaginn og kallt og samkvæmt heimildum flest vötn lituð eftir storma síðustu viku.Helst væri von að eitt stærsta vatn Skagaheiðinnar, Langavatn væri minnst litað og þangað fórum við. Skemmst er frá því að seigja að þar upp frá var hífandi vindur og einungis 3 gráður en ekki var um annað að ræða en að prófa og loks eftir nokkra leit þá fáum við fallega urriða á Pheasant með kopar kúluhaus og allt var harla gott, einnig tók ég eina bleikju á dropperinn og þá var gaman. Þegar þarna var komið við sögu var kuldin farinn að seigja til sín og við ákváðum að lækka okkur með von um nokkrar auka hita gráður og fórum í Hraunsvatn en það var líka litað eftir storma síðustu daga og eftir að hafa feingið þar tvær litlar bleikjur sem náðu ekki pönnu stærð var látið gott heita.Sunnudagurinn var heldur hlýrri en miklu meira rok og eftir smá könnunarleiðangur á heiðina þar sem í ljós kom að gruggið í vötnunum hafði ekker minnkað þá ákváðum við að koma okkur niður á láglendi og á leið í bæinn stoppaði ég við Vestur Hóp og tók tvo fallega urriða í viðbót á heimasmíðaðan gulgrænan nobbler. Framundan er svo stór urriða veiði í þjóðgarðinum á Þingvöllum næstu helgi og svo vorveiði í Elliðaránum svo það er gott sumar í vændum". Við þökkum Atla kærlega fyrir að deila með okkur myndum og sögum af ferðinni.
Mest lesið Gott skot í Kjósinni Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Rjúpnakvöld hjá Skotvís 24. október Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Fjórir á land við opnun Selár Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Nokkrar lokatölur og orð um aflabrest í hafbeitinni Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði