Við erum að fagna orðlistinni alla daga Magnús Guðmundsson skrifar 17. maí 2017 12:00 Lára Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavík Bókmenntaborg. Visir/Vilhelm Það hefur eflaust ekki farið fram hjá nokkrum manni að Reykjavík er alltaf að verða fjölþjóðlegri borg og bókmenntirnar hafa ekki farið varhluta af þessum breytingum. Í kvöld fer fram skemmtilegur viðburður sem staðfestir þetta en þá lesa fjórir höfundar úr verkum sínum á Kaffislipp á Hótel Reykjavík Marina klukkan 17 til 18 og spjalla við gesti í kjölfarið. Lára Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavík Bókmenntaborg, segir að þau komi í raun aðeins að verkefninu sem milliliður en það komi upprunalega frá Finnlandi. „Verkefnið snýst í raun um margtyngda listamenn, skáld og rithöfunda, sem yrkja ýmist ekki á móðurmálinu eða þá á móðurmálinu en inn í það samfélag þar sem þeir búa. Sum eru þau jafnvel að skrifa á báðum tungumálunum þannig að þetta eru nokkuð sérstakar aðstæður. Markmið verkefnisins er þannig fyrst og fremst að vekja athygli á því hvernig er að vera rithöfundur á öðru málsvæði en þínu eigin.“ Höfundurnir fjórir sem ætla að lesa úr verkum sínum í kvöld eru þau Ewa Marcinek, Elías Knörr, Mazen Maarouf og Roxana Crisologo. Lára segir að tengiliður þeirra við verkefnið sé Mazen Maarouf en hann hafi komið til Íslands sem landlaus maður frá Palestínu fyrir tveimur árum. „Hann er fæddur í Líbanon en alinn upp í Palestínu og er núna íslenskur ríkisborgari. Hann er með arabísku að móðurmáli en býr á Íslandi, málsvæði íslenskunnar. Elías Knörr frá Galisíu og Ewa Marcinek frá Póllandi eru einnig búsett á Íslandi og fjórði höfundurinn er Roxana Crisologo sem er upprunalega frá Perú en býr í Finnlandi. Það er því óhætt að segja að bókmenntalífið í Reykjavík sé bæði marglaga og margmála og með þessum viðburði erum að við að vekja athygli á því,“ segir Lára og bætir við að upplestrarnir fari fram á ensku og tungumáli höfunda en áhersla verði á ensku í spjallinu. „Þannig að það má alveg segja að þetta sé svona míní fjöltungumálahátíð. Við erum svona að fagna orðlistinni eins og alltaf en að þessu sinni með því að tefla þessum tungumálum saman. Við tökum þetta svo á næsta plan með því að vera með panel á Borgarbókasafninu á fimmtudaginn. Þar ætla þessir höfundar og fleiri að ræða það hvernig það er að skrifa á öðru tungumáli en talað er í landinu sem þú býrð í. Ræða baráttuna fyrir því að vera sýnilegur og fá rödd við þær aðstæður.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. maí. Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira
Það hefur eflaust ekki farið fram hjá nokkrum manni að Reykjavík er alltaf að verða fjölþjóðlegri borg og bókmenntirnar hafa ekki farið varhluta af þessum breytingum. Í kvöld fer fram skemmtilegur viðburður sem staðfestir þetta en þá lesa fjórir höfundar úr verkum sínum á Kaffislipp á Hótel Reykjavík Marina klukkan 17 til 18 og spjalla við gesti í kjölfarið. Lára Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavík Bókmenntaborg, segir að þau komi í raun aðeins að verkefninu sem milliliður en það komi upprunalega frá Finnlandi. „Verkefnið snýst í raun um margtyngda listamenn, skáld og rithöfunda, sem yrkja ýmist ekki á móðurmálinu eða þá á móðurmálinu en inn í það samfélag þar sem þeir búa. Sum eru þau jafnvel að skrifa á báðum tungumálunum þannig að þetta eru nokkuð sérstakar aðstæður. Markmið verkefnisins er þannig fyrst og fremst að vekja athygli á því hvernig er að vera rithöfundur á öðru málsvæði en þínu eigin.“ Höfundurnir fjórir sem ætla að lesa úr verkum sínum í kvöld eru þau Ewa Marcinek, Elías Knörr, Mazen Maarouf og Roxana Crisologo. Lára segir að tengiliður þeirra við verkefnið sé Mazen Maarouf en hann hafi komið til Íslands sem landlaus maður frá Palestínu fyrir tveimur árum. „Hann er fæddur í Líbanon en alinn upp í Palestínu og er núna íslenskur ríkisborgari. Hann er með arabísku að móðurmáli en býr á Íslandi, málsvæði íslenskunnar. Elías Knörr frá Galisíu og Ewa Marcinek frá Póllandi eru einnig búsett á Íslandi og fjórði höfundurinn er Roxana Crisologo sem er upprunalega frá Perú en býr í Finnlandi. Það er því óhætt að segja að bókmenntalífið í Reykjavík sé bæði marglaga og margmála og með þessum viðburði erum að við að vekja athygli á því,“ segir Lára og bætir við að upplestrarnir fari fram á ensku og tungumáli höfunda en áhersla verði á ensku í spjallinu. „Þannig að það má alveg segja að þetta sé svona míní fjöltungumálahátíð. Við erum svona að fagna orðlistinni eins og alltaf en að þessu sinni með því að tefla þessum tungumálum saman. Við tökum þetta svo á næsta plan með því að vera með panel á Borgarbókasafninu á fimmtudaginn. Þar ætla þessir höfundar og fleiri að ræða það hvernig það er að skrifa á öðru tungumáli en talað er í landinu sem þú býrð í. Ræða baráttuna fyrir því að vera sýnilegur og fá rödd við þær aðstæður.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. maí.
Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira