Stefnir konu sem hann bauð á stefnumót fyrir að senda skilaboð í bíói Birgir Olgeirsson skrifar 17. maí 2017 10:12 Atriði úr myndinni The Guardians of the Galaxy Vol 2. Bandarískur karlmaður hefur stefnt konu fyrir að skrifa og senda skilaboð úr síma sínum á meðan þau voru saman í bíói á myndinni Guardians of the Galaxy Vol 2.Það er dagblaðið The Statesmen, sem gefið er út í borginni Austin, höfuðborg Texas-fylkis, sem greinir frá þessu máli. Í fréttinni kemur fram að karlmaðurinn, hinn 37 ára gamli Brandon Vezmar, vilji að konan endurgreiði sér 17.31 dollar, eða um 1.700 íslenskar krónur, sem var það sem hann borgaði fyrir að sjá myndina. The Statesmen hefur eftir konunni, sem vildi ekki koma fram undir nafni, að hún hefði ekki heyrt af stefnunni og þætti málið allt saman fremur bilað. Brandon heldur því fram að þegar um korter var liðið af myndinni hafi konan byrjað að senda skilaboð úr síma sínum, en Brandon nefnir að það fari fátt meira í taugarnar á honum en þegar fólk er í símanum á með sýningu kvikmynda stendur í bíósölum. Hann segir konuna hafa gert þeta um 10 til 20 sinnum á fimmtán mínútum. Eftir að hafa beðið hana um að vinsamlegast gera þetta ekki í bíósalnum og fara þess í stað út úr honum til að senda skilaboð, þá yfirgaf hún kvikmyndahúsið og kom ekki til baka. The Statesmen hefur eftir konunni að hún hafi aðeins farið í símann tvisvar til þrisvar sinnum þar sem hún var að tala við vin sinn sem hafði rifist við kærasta sinn. Konan segist íhuga málshöfðun á hendur manninum fyrir að hafa sett sig í samband við yngri systur hennar til að fá endurgreiðslu á miðanum. „Ég er ekki slæm kona. Ég fór bara á stefnumót.“ Leikstjóri myndarinnar, James Gunn, sá þessa frétt og ákvað að grínast aðeins með hana á Twitter. „Af hverju að segja staðar numið með málshöfðun? Hún á skilið fangelsisvist.“Why stop at suing? She deserves jail time! https://t.co/c41MWGz74M— James Gunn (@JamesGunn) May 16, 2017 Bíó og sjónvarp Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Bandarískur karlmaður hefur stefnt konu fyrir að skrifa og senda skilaboð úr síma sínum á meðan þau voru saman í bíói á myndinni Guardians of the Galaxy Vol 2.Það er dagblaðið The Statesmen, sem gefið er út í borginni Austin, höfuðborg Texas-fylkis, sem greinir frá þessu máli. Í fréttinni kemur fram að karlmaðurinn, hinn 37 ára gamli Brandon Vezmar, vilji að konan endurgreiði sér 17.31 dollar, eða um 1.700 íslenskar krónur, sem var það sem hann borgaði fyrir að sjá myndina. The Statesmen hefur eftir konunni, sem vildi ekki koma fram undir nafni, að hún hefði ekki heyrt af stefnunni og þætti málið allt saman fremur bilað. Brandon heldur því fram að þegar um korter var liðið af myndinni hafi konan byrjað að senda skilaboð úr síma sínum, en Brandon nefnir að það fari fátt meira í taugarnar á honum en þegar fólk er í símanum á með sýningu kvikmynda stendur í bíósölum. Hann segir konuna hafa gert þeta um 10 til 20 sinnum á fimmtán mínútum. Eftir að hafa beðið hana um að vinsamlegast gera þetta ekki í bíósalnum og fara þess í stað út úr honum til að senda skilaboð, þá yfirgaf hún kvikmyndahúsið og kom ekki til baka. The Statesmen hefur eftir konunni að hún hafi aðeins farið í símann tvisvar til þrisvar sinnum þar sem hún var að tala við vin sinn sem hafði rifist við kærasta sinn. Konan segist íhuga málshöfðun á hendur manninum fyrir að hafa sett sig í samband við yngri systur hennar til að fá endurgreiðslu á miðanum. „Ég er ekki slæm kona. Ég fór bara á stefnumót.“ Leikstjóri myndarinnar, James Gunn, sá þessa frétt og ákvað að grínast aðeins með hana á Twitter. „Af hverju að segja staðar numið með málshöfðun? Hún á skilið fangelsisvist.“Why stop at suing? She deserves jail time! https://t.co/c41MWGz74M— James Gunn (@JamesGunn) May 16, 2017
Bíó og sjónvarp Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein