Sjúkir vírusar Frosti Logason skrifar 18. maí 2017 07:00 Tölvuárásir og vírusar hafa verið mikið í fréttum í þessari viku. Einhverjir snillingar hafa hannað stafræna óværu sem læsir inni öll gögn þeirra sem fyrir henni verða. Allar möppur með hvers kyns skjölum, ljósmyndum og myndböndum læsast inni og síðan er krafist lausnargjalds. Ef ekki er greitt hangir yfir hótun um að öllum draslinu verði eytt. Þessu fylgja líka nokkuð skýr fyrirmæli. Lausnargjaldið skal greitt innan þriggja daga, eftir það tvöfaldast verðið og eftir sjö daga verða gögnin að eilífu horfin. Þetta er ansi ófyrirleitið. En þetta eru ekki einu hætturnar á netinu í dag. Ég hef heyrt af fólki sem er gjörsamlega helsjúkt af öðrum og verri vírusum. Þeir eru fengnir beint upp úr kommentakerfum vefmiðlanna og geta haft varanleg áhrif á sálarlíf notandans. Vírusinn sá er tvíþættur. Annars vegar tryllir hann fólk til þess að gaspra út úr sér vanhugsuðum sleggjudómum um menn og málefni og hins vegar gerir hann fólk að málefnalegum hryggleysingjum sem þora ekki lengur að tjá sig á opinberum vettvangi af ótta við opinberar aftökur í netheimum. Nú veit ég lítið sem ekki neitt um tölvur og hugbúnað. En mér hefur verið bent á að ég eigi að forðast í lengstu lög að smella á eða opna hlekki sem mér berast í tölvupósti frá fólki sem ég ekki þekki. Hvað kommentakerfin varðar þekki ég svo sem enga heildarlausn. En almennt í samskiptum við annað fólk er gott að temja sér þann sið að standa alltaf með sannleikanum. Það getur reynst erfitt og maður þarf stundum að taka óþægilegum afleiðingum þess. En það er alltaf betra en að segja ekki neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Tölvuárásir og vírusar hafa verið mikið í fréttum í þessari viku. Einhverjir snillingar hafa hannað stafræna óværu sem læsir inni öll gögn þeirra sem fyrir henni verða. Allar möppur með hvers kyns skjölum, ljósmyndum og myndböndum læsast inni og síðan er krafist lausnargjalds. Ef ekki er greitt hangir yfir hótun um að öllum draslinu verði eytt. Þessu fylgja líka nokkuð skýr fyrirmæli. Lausnargjaldið skal greitt innan þriggja daga, eftir það tvöfaldast verðið og eftir sjö daga verða gögnin að eilífu horfin. Þetta er ansi ófyrirleitið. En þetta eru ekki einu hætturnar á netinu í dag. Ég hef heyrt af fólki sem er gjörsamlega helsjúkt af öðrum og verri vírusum. Þeir eru fengnir beint upp úr kommentakerfum vefmiðlanna og geta haft varanleg áhrif á sálarlíf notandans. Vírusinn sá er tvíþættur. Annars vegar tryllir hann fólk til þess að gaspra út úr sér vanhugsuðum sleggjudómum um menn og málefni og hins vegar gerir hann fólk að málefnalegum hryggleysingjum sem þora ekki lengur að tjá sig á opinberum vettvangi af ótta við opinberar aftökur í netheimum. Nú veit ég lítið sem ekki neitt um tölvur og hugbúnað. En mér hefur verið bent á að ég eigi að forðast í lengstu lög að smella á eða opna hlekki sem mér berast í tölvupósti frá fólki sem ég ekki þekki. Hvað kommentakerfin varðar þekki ég svo sem enga heildarlausn. En almennt í samskiptum við annað fólk er gott að temja sér þann sið að standa alltaf með sannleikanum. Það getur reynst erfitt og maður þarf stundum að taka óþægilegum afleiðingum þess. En það er alltaf betra en að segja ekki neitt.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun